Finnst það gleymast að dómarar eigi að vernda leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2024 10:32 Hér er brotið á Valskonunni Amöndu Andradóttur. Bestu mörkin vilja að leikmenn fái meiri vernd í Bestu deildinni. Vísir/Anton Bestu mörkin fengu ekki mörg mörk í elleftu umferð Bestu deildar kvenna en það var þeim mun meira af vafaatriðum þegar kom að dómgæslu í þessum leikjum. Sérfræðingarnir ræddu dómgæsluna í kvennadeildinni. Umræðan hófst þegar þær skoðuðu víti sem var ekki dæmt í markalausu jafntefli Fylkis og Víkings í Árbænum. Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum, var hörð á því að dómarinn hafi þar gert stór mistök sem kostaði Fylkisliðið mögulega sigurinn. „Mér fannst þetta vera púra víti og ótrúlega skrýtið því dómarinn er ansi nálægt þessu,“ sagði Mist. „Hann getur ekki annað en séð þetta,“ sagði Helena Ólafdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Það eru svolítið dýr vafaatriði núna. Það eru engin mörk í umferðinni. Þetta er svolítið dýrt,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Standardinn verður að vera hærri „Það er svo leiðinlegt að þurfa að vera að tala um þetta. Standardinn verður bara að vera hærri. Að það séu vafaatriði í hverjum einasta leik umferðarinnar,“ sagði Mist. „Við verðum líka að segja að Bríet er reynslumikill dómari og þetta er bara eitthvað sem hún á að sjá,“ sagði Helena en Bríet Bragadóttir dæmdi leik Fylkis og Víkings. Mikið um skrýtnar og óþarfa ákvarðanir „Ekki bara þessi stóru atriði. Það er bara einhvern vegin línan. Mér fannst þetta mót fara fínt af stað en mér hefur fundist í síðustu umferðum vera svolítið óskýr lína oft á tíðum. Svolítið mikið um skrýtnar og óþarfa ákvarðanir,“ sagði Mist. Mist finnst það stundum gleymast hjá dómurum að þeir eiga að passa upp á leikmenn. „Við komum kannski aftur að því sem Jonathan Glenn (þjálfari Keflavíkur) var að tala um. Hvert er hlutverk dómara? Jú, láta leikinn flæða og vernda leikmenn. Mér finnst eins og það sé stundum smá að gleymast,“ sagði Mist. Það má horfa á alla umræðuna um stöðu dómgæslu í Bestu deild kvenna hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin kalla eftir meiri vernd fyrir leikmenn Besta deild kvenna Bestu mörkin Fylkir Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira
Umræðan hófst þegar þær skoðuðu víti sem var ekki dæmt í markalausu jafntefli Fylkis og Víkings í Árbænum. Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum, var hörð á því að dómarinn hafi þar gert stór mistök sem kostaði Fylkisliðið mögulega sigurinn. „Mér fannst þetta vera púra víti og ótrúlega skrýtið því dómarinn er ansi nálægt þessu,“ sagði Mist. „Hann getur ekki annað en séð þetta,“ sagði Helena Ólafdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Það eru svolítið dýr vafaatriði núna. Það eru engin mörk í umferðinni. Þetta er svolítið dýrt,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Standardinn verður að vera hærri „Það er svo leiðinlegt að þurfa að vera að tala um þetta. Standardinn verður bara að vera hærri. Að það séu vafaatriði í hverjum einasta leik umferðarinnar,“ sagði Mist. „Við verðum líka að segja að Bríet er reynslumikill dómari og þetta er bara eitthvað sem hún á að sjá,“ sagði Helena en Bríet Bragadóttir dæmdi leik Fylkis og Víkings. Mikið um skrýtnar og óþarfa ákvarðanir „Ekki bara þessi stóru atriði. Það er bara einhvern vegin línan. Mér fannst þetta mót fara fínt af stað en mér hefur fundist í síðustu umferðum vera svolítið óskýr lína oft á tíðum. Svolítið mikið um skrýtnar og óþarfa ákvarðanir,“ sagði Mist. Mist finnst það stundum gleymast hjá dómurum að þeir eiga að passa upp á leikmenn. „Við komum kannski aftur að því sem Jonathan Glenn (þjálfari Keflavíkur) var að tala um. Hvert er hlutverk dómara? Jú, láta leikinn flæða og vernda leikmenn. Mér finnst eins og það sé stundum smá að gleymast,“ sagði Mist. Það má horfa á alla umræðuna um stöðu dómgæslu í Bestu deild kvenna hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin kalla eftir meiri vernd fyrir leikmenn
Besta deild kvenna Bestu mörkin Fylkir Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira