Fyrst kvenna og vill rjúfa múr í París: „Segja öll að þetta sé allt annað fyrirbæri“ Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson skrifa 6. júlí 2024 09:01 Erna Sóley Gunnarsdóttir verður ein af fimm keppendum Íslands á Ólympíuleikunum í París í sumar. vísir „Mig er búið að dreyma um þetta síðan ég byrjaði í frjálsum, níu ára gömul,“ segir hin 24 ára gamla Erna Sóley Gunnarsdóttir sem í gær fékk að vita að hún væri á leið á Ólympíuleikana í París. Erna Sóley mun keppa í kúluvarpi 8. ágúst og ætlar að njóta þess í botn að keppa á stærsta sviði íþróttanna, innan um allra fremsta frjálsíþróttafólk heims. „Ég man eftir að hafa horft á Ásdísi Hjálms á Ólympíuleikunum 2008. Eftir það var markmiðið skýrt að reyna að komast á Ólympíuleikana. Núna er það loksins að rætast hjá mér,“ segir Erna Sóley en Ásdís keppti í spjótkasti á þrennum Ólympíuleikum. Fyrst íslenskra kvenna í kúluvarpshringinn Erna Sóley verður fyrst íslenskra kvenna til að keppa í kúluvarpi á Ólympíuleikum en sjö íslenskir karlar hafa afrekað það, síðast Óðinn Björn Þorsteinsson í London árið 2012. Hún vill einnig brjóta annan múr með því að kasta yfir 18 metra í París. „Já, það eru ansi margir íslenskir karlar búnir að komast á Ólympíuleika, sjö talsins held ég. Það er geðveikt að fá að koma þarna sem kona og sýna hvað við getum gert. Það var kominn tími á það og það er gaman að fá að vera partur af sögunni í þessari flottu íþrótt,“ segir Erna Sóley sem ræddi við Aron Guðmundsson á heimavelli ÍR-inga í Mjóddinni í gær. Klippa: Erna Sóley brýtur múr í París Erna Sóley bætti Íslandsmet sitt utanhúss á Akureyri um síðustu helgi þegar hún varð Íslandsmeistari með 17,91 metra kasti. Fyrra met hennar var 17,52 metrar og ljóst að hún er á hárréttri braut í aðdraganda Ólympíuleikanna, þó að tveimur sætum hafi munað á heimslista til þess að hún tryggði sér strax öruggt sæti á leikunum. „Mjög tvísýnt hvort að ég færi“ „Ég var búin að sjá fyrir mér að með góðri frammistöðu um síðustu helgi gæti þetta gerst. En svo var ég ekki inni á listanum þegar hann kom fyrst út. Þá tók við bið eftir því hvort að allar sem voru á listanum væru að fara, eða hvort einhver væri meidd eða slíkt. Það var því mjög tvísýnt hvort ég færi eða ekki. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Erna Sóley sem stefndi alltaf á að komast til Parísar. „Ég var alltaf búin að hafa þetta í planinu, eins og ég væri að fara á leikana. Ég held því bara áfram þannig, kemst vonandi í æfingabúðir og tek kannski eitt mót í viðbót til að undirbúa mig algjörlega fyrir þetta. Ég reyni að vera sem best stemmd fyrir leikana sjálfa,“ segir Erna Sóley en hvert er markmiðið í París? Hlakkar til að sjá alla bestu „Ég vil bara fá mjög löng köst. Um helgina átti ég köst sem ég hef aldrei átt áður. Meira að segja í upphitun, sem ég náði ekki alveg á mótinu. Mig langar að klára þetta ár á Ólympíuleikunum með því að brjóta 18 metra múrinn. Það er stóra markmiðið,“ segir Erna Sóley sem ætlar að njóta lífsins í París: „Ég hlakka til að sjá stemninguna. Ég hlakka til að sjá alla bestu íþróttamennina í heiminum, og vera með öllu frábæra íslenska fólkinu sem er að fara. Labba inn á leikvanginn og upplifa ólympíuandann. Ég hef talað við marga sem hafa farið á leikana sem segja allir að þetta sé allt annað fyrirbæri. Allt annað að upplifa þetta miðað við önnur íþróttamót. Þetta eru Ólympíuleikarnir og að fá að vera partur af þessu er stórkostlegt.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir „Ég var án djóks skoppandi“ „Ég var að vinna í miðasölunni á Landsmóti hestamanna þegar það var hringt í mig, klukkan 10 í morgun, og ég fékk að vita að ég væri að fara á Ólympíuleikana,“ segir himinlifandi Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, eftir gleðitíðindi dagsins. 5. júlí 2024 19:31 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Sjá meira
Erna Sóley mun keppa í kúluvarpi 8. ágúst og ætlar að njóta þess í botn að keppa á stærsta sviði íþróttanna, innan um allra fremsta frjálsíþróttafólk heims. „Ég man eftir að hafa horft á Ásdísi Hjálms á Ólympíuleikunum 2008. Eftir það var markmiðið skýrt að reyna að komast á Ólympíuleikana. Núna er það loksins að rætast hjá mér,“ segir Erna Sóley en Ásdís keppti í spjótkasti á þrennum Ólympíuleikum. Fyrst íslenskra kvenna í kúluvarpshringinn Erna Sóley verður fyrst íslenskra kvenna til að keppa í kúluvarpi á Ólympíuleikum en sjö íslenskir karlar hafa afrekað það, síðast Óðinn Björn Þorsteinsson í London árið 2012. Hún vill einnig brjóta annan múr með því að kasta yfir 18 metra í París. „Já, það eru ansi margir íslenskir karlar búnir að komast á Ólympíuleika, sjö talsins held ég. Það er geðveikt að fá að koma þarna sem kona og sýna hvað við getum gert. Það var kominn tími á það og það er gaman að fá að vera partur af sögunni í þessari flottu íþrótt,“ segir Erna Sóley sem ræddi við Aron Guðmundsson á heimavelli ÍR-inga í Mjóddinni í gær. Klippa: Erna Sóley brýtur múr í París Erna Sóley bætti Íslandsmet sitt utanhúss á Akureyri um síðustu helgi þegar hún varð Íslandsmeistari með 17,91 metra kasti. Fyrra met hennar var 17,52 metrar og ljóst að hún er á hárréttri braut í aðdraganda Ólympíuleikanna, þó að tveimur sætum hafi munað á heimslista til þess að hún tryggði sér strax öruggt sæti á leikunum. „Mjög tvísýnt hvort að ég færi“ „Ég var búin að sjá fyrir mér að með góðri frammistöðu um síðustu helgi gæti þetta gerst. En svo var ég ekki inni á listanum þegar hann kom fyrst út. Þá tók við bið eftir því hvort að allar sem voru á listanum væru að fara, eða hvort einhver væri meidd eða slíkt. Það var því mjög tvísýnt hvort ég færi eða ekki. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Erna Sóley sem stefndi alltaf á að komast til Parísar. „Ég var alltaf búin að hafa þetta í planinu, eins og ég væri að fara á leikana. Ég held því bara áfram þannig, kemst vonandi í æfingabúðir og tek kannski eitt mót í viðbót til að undirbúa mig algjörlega fyrir þetta. Ég reyni að vera sem best stemmd fyrir leikana sjálfa,“ segir Erna Sóley en hvert er markmiðið í París? Hlakkar til að sjá alla bestu „Ég vil bara fá mjög löng köst. Um helgina átti ég köst sem ég hef aldrei átt áður. Meira að segja í upphitun, sem ég náði ekki alveg á mótinu. Mig langar að klára þetta ár á Ólympíuleikunum með því að brjóta 18 metra múrinn. Það er stóra markmiðið,“ segir Erna Sóley sem ætlar að njóta lífsins í París: „Ég hlakka til að sjá stemninguna. Ég hlakka til að sjá alla bestu íþróttamennina í heiminum, og vera með öllu frábæra íslenska fólkinu sem er að fara. Labba inn á leikvanginn og upplifa ólympíuandann. Ég hef talað við marga sem hafa farið á leikana sem segja allir að þetta sé allt annað fyrirbæri. Allt annað að upplifa þetta miðað við önnur íþróttamót. Þetta eru Ólympíuleikarnir og að fá að vera partur af þessu er stórkostlegt.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir „Ég var án djóks skoppandi“ „Ég var að vinna í miðasölunni á Landsmóti hestamanna þegar það var hringt í mig, klukkan 10 í morgun, og ég fékk að vita að ég væri að fara á Ólympíuleikana,“ segir himinlifandi Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, eftir gleðitíðindi dagsins. 5. júlí 2024 19:31 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Sjá meira
„Ég var án djóks skoppandi“ „Ég var að vinna í miðasölunni á Landsmóti hestamanna þegar það var hringt í mig, klukkan 10 í morgun, og ég fékk að vita að ég væri að fara á Ólympíuleikana,“ segir himinlifandi Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, eftir gleðitíðindi dagsins. 5. júlí 2024 19:31