Umdeild starfsemi hafi ekki áhrif á neysluvatn íbúa Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. júlí 2024 14:04 Sigrún Tómasdóttir, vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni móðurfélags Carbfix, segir að verkefni Coda Terminal muni ekki koma til með að hafa áhrif á neysluvatn. Aðsend/Vilhelm 69 umsagnir bárust Skipulagsstofnun vegna fyrirhugaða framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, en frestur til að skila inn umsögnum rann út í gær. Langflestar umsagnirnar gagnrýna og mótmæla verkefninu. Coda Terminal hyggst koma upp tíu borteigum steinsnar frá Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í setbergið. Mikil ólga er meðal íbúa í Hafnarfirði vegna viljasamkomulags Hafnarfjarðarbæjar við fyrirtækið um framkvæmdirnar og stækkun hafnarinnar við álverið í Straumsvík sem mun kosta á bilinu níu til fimmtán milljarða. 5.200 manns skrifað undir til að mótmæla Áhyggjur íbúa vegna málsins eru fjölmargar en stofnað hefur verið til undirskriftalista til að mótmæla áformum Coda Terminal og Hafnarfjarðar en eins og stendur eru 5.200 manns búnir að skrifa undir. Eitt það helsta sem íbúar hafa áhyggjur af eru áhrif starfseminnar á grunnvatnið. Aðferð Coda Terminal gengur út á það leysa koldíoxíð í vatni og dæla í berggrunninn á 350 til þúsund metra dýpi. Koldíoxíð er þá bundið í vatnsstraumnum neðanjarðar. Sigrún Tómasdóttir, vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni móðurfélags Carbfix, svarar þessum áhyggjum íbúa í skoðanagrein á Vísi og tekur fyrir það að starfsemi fyrirtækisins hafi áhrif á neysluvatnsból höfuðborgarsvæðisins. Borteigarnir verði á þegar röskuðu landsvæði „Hvað fyrri spurninguna varðar mun vatnsvinnslan fara fram neðst í grunnvatnsstraumnum þar sem hann gengur til sjávar. Vinnslusvæðin verða langt neðan við þau svæði sem nýtt eru til neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins,“ segir Sigrún í grein sinni. Hún bendir á að borteigarnir verði að mestu staðsettir á þegar röskuðu landsvæði og langt frá neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Önnur starfsemi sem er nú þegar stunduð á svæðinu komi í veg fyrir að svæðið komi til greina til neysluvatnsöflunar í framtíðinni. Verkfræðistofan Vatnaskil var fengin til að að útbúa grunnvatnslíkan af svæðinu til að meta möguleg áhrif. „Niðurstöður úr hermilíkani Vatnaskila sýna fram á mest 15-20 cm niðurdrátt í næsta nágrenni vinnslusvæðisins í Straumsvík. Niðurdrátturinn nær ekki til vatnsvinnslusvæðisins í Kaldárbotnum og mun því ekki hafa áhrif á neysluvatnsvinnslu Hafnfirðinga.“ Vatnið streymi ekki upp á við Hún segir það einnig ómögulegt að aðferð Coda Terminal verði til þess að gashlaðið vatn streymi upp á við og mengi þannig vatnsból á svæðinu og hafi neikvæð áhrif á lífríkið. „Í fyrsta lagi þá nær geymslugeymirinn sjálfur ekki að vatnsverndarsvæðum neinna vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins. Hann er auk þess á mun meira dýpi en það dýpi sem neysluvatnsvinnsla fer fram á. Hermilíkön hafa verið sett upp innan Carbfix til þess að herma flæði niðurdælingarvökva og afdrif hans í geymslugeyminum. Niðurstöður reiknilíkana benda til þess að allt niðurdælt CO2 muni haldast örugglega bundið innan geymslusvæðisins á líftíma verkefnisins, og að ekkert CO2 muni ná upp í efri lög grunnvatnskerfisins.“ Hún tekur þó fram að hækkun grunnvatnsborðs gæti orðið allt að 40 sentímetrar til austurs og allt að einum metra til suðvesturs sem er þó utan mesta grunnvatnsstraumsins. „Hvorki niðurdáttur né þrýstiaukning nær nærri vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og munu þau því ekki verða fyrir áhrifum af verkefninu.“ Læri á geymslugeyminn í skrefum Þá segir hún að upbygging Coda Terminal verði í skrefum af á ástæðu og bendir á að þannig sé hægt að læra betur inn á geymslugeyminn með hverju skrefi og aðlaga fyrirkomulag niðurdælingar eftir því hvernig verkefnið reynist. „Ef áhrif verða önnur en líkanreikningar og þær rannsóknir sem liggja fyrir benda til eru þegar til staðar viðbragðsáætlanir til að bregðast við því.“ Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Coda Terminal hyggst koma upp tíu borteigum steinsnar frá Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í setbergið. Mikil ólga er meðal íbúa í Hafnarfirði vegna viljasamkomulags Hafnarfjarðarbæjar við fyrirtækið um framkvæmdirnar og stækkun hafnarinnar við álverið í Straumsvík sem mun kosta á bilinu níu til fimmtán milljarða. 5.200 manns skrifað undir til að mótmæla Áhyggjur íbúa vegna málsins eru fjölmargar en stofnað hefur verið til undirskriftalista til að mótmæla áformum Coda Terminal og Hafnarfjarðar en eins og stendur eru 5.200 manns búnir að skrifa undir. Eitt það helsta sem íbúar hafa áhyggjur af eru áhrif starfseminnar á grunnvatnið. Aðferð Coda Terminal gengur út á það leysa koldíoxíð í vatni og dæla í berggrunninn á 350 til þúsund metra dýpi. Koldíoxíð er þá bundið í vatnsstraumnum neðanjarðar. Sigrún Tómasdóttir, vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni móðurfélags Carbfix, svarar þessum áhyggjum íbúa í skoðanagrein á Vísi og tekur fyrir það að starfsemi fyrirtækisins hafi áhrif á neysluvatnsból höfuðborgarsvæðisins. Borteigarnir verði á þegar röskuðu landsvæði „Hvað fyrri spurninguna varðar mun vatnsvinnslan fara fram neðst í grunnvatnsstraumnum þar sem hann gengur til sjávar. Vinnslusvæðin verða langt neðan við þau svæði sem nýtt eru til neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins,“ segir Sigrún í grein sinni. Hún bendir á að borteigarnir verði að mestu staðsettir á þegar röskuðu landsvæði og langt frá neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Önnur starfsemi sem er nú þegar stunduð á svæðinu komi í veg fyrir að svæðið komi til greina til neysluvatnsöflunar í framtíðinni. Verkfræðistofan Vatnaskil var fengin til að að útbúa grunnvatnslíkan af svæðinu til að meta möguleg áhrif. „Niðurstöður úr hermilíkani Vatnaskila sýna fram á mest 15-20 cm niðurdrátt í næsta nágrenni vinnslusvæðisins í Straumsvík. Niðurdrátturinn nær ekki til vatnsvinnslusvæðisins í Kaldárbotnum og mun því ekki hafa áhrif á neysluvatnsvinnslu Hafnfirðinga.“ Vatnið streymi ekki upp á við Hún segir það einnig ómögulegt að aðferð Coda Terminal verði til þess að gashlaðið vatn streymi upp á við og mengi þannig vatnsból á svæðinu og hafi neikvæð áhrif á lífríkið. „Í fyrsta lagi þá nær geymslugeymirinn sjálfur ekki að vatnsverndarsvæðum neinna vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins. Hann er auk þess á mun meira dýpi en það dýpi sem neysluvatnsvinnsla fer fram á. Hermilíkön hafa verið sett upp innan Carbfix til þess að herma flæði niðurdælingarvökva og afdrif hans í geymslugeyminum. Niðurstöður reiknilíkana benda til þess að allt niðurdælt CO2 muni haldast örugglega bundið innan geymslusvæðisins á líftíma verkefnisins, og að ekkert CO2 muni ná upp í efri lög grunnvatnskerfisins.“ Hún tekur þó fram að hækkun grunnvatnsborðs gæti orðið allt að 40 sentímetrar til austurs og allt að einum metra til suðvesturs sem er þó utan mesta grunnvatnsstraumsins. „Hvorki niðurdáttur né þrýstiaukning nær nærri vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og munu þau því ekki verða fyrir áhrifum af verkefninu.“ Læri á geymslugeyminn í skrefum Þá segir hún að upbygging Coda Terminal verði í skrefum af á ástæðu og bendir á að þannig sé hægt að læra betur inn á geymslugeyminn með hverju skrefi og aðlaga fyrirkomulag niðurdælingar eftir því hvernig verkefnið reynist. „Ef áhrif verða önnur en líkanreikningar og þær rannsóknir sem liggja fyrir benda til eru þegar til staðar viðbragðsáætlanir til að bregðast við því.“
Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira