Frá þessu greina slúðurmiðlar vestanhafs og hafa eftir ýmsum heimildum. Robbie hefur sjálf ekki tjáð sig um meint gleðitíðindi.
Robbie og Ackerley, sem bæði eru 34 ára, kynntust á kvikmyndasetti fyrir bíómyndina Suite Francaise, sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni, árið 2013. Þar starfaði Ackerley sem aðstoðarleikstjóri. Þau giftust þremur árum síðar.
Saman stofnuðu þau framleiðslufyrirtækið LuckyChap ásamt tveimur öðrum, þar á meðal æskuvinkonu Robbie Sophia Kerr. Fyrirtækið hefur framleitt fjölda mynda, þar á meðal myndirnar I, Tonya, Birds of Prey og Barbie. Robbie fór með hlutverk í öllum fyrrnefndum myndum.
Robbie fór sigurför um heiminn á síðasta ári með hlutverki sínu sem Barbie. Þá er hún einnig þekkt fyrir hlutverk sín í The Wolf of Wall Street, Suicide Squad, Focus og I, Tonya.