Fleiri farþegar en minni sætanýting Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 17:24 Farþegum Play fjölgar milli ára, en sætanýting er minni. Forstjóri er ánægður með farþegafjölgunina, en kennir aukinni samkeppni um verri sætanýtingu. Vísir/Vilhelm Íslenska flugfélagið Play flutti 173.109 farþega í júní 2024, sem er 7,5 prósent meira en í júní í fyrra þegar félagið flutti 160.979 farþega. Sætanýting dróst þó örlítið saman, hún var 86 prósent í júní 2024, en 87,2 prósent á sama tíma í fyrra. Forstjórinn kveðst ánægður að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefði viljað sjá hærri sætanýtingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Hlutur Play á íslenska markaðnum vex Fram kemur að nokkrir þættir hafi áhrif á að sætanýting lækki milli ára, en helsta ástæðan fyrir því sé aukið framboð á flugsætum yfir Atlantshafið frá samkeppnisaðilum. Af þeim farþegum sem flugu með Play í júní hafi 31,9 prósent verið á leið frá Íslandi, 24,3 prósent á leið til Íslands og 43,8 prósent hafi verið tengifarþegar. „Hlutfall þeirra farþega sem flugu með Play frá Íslandi jókst úr 29,8 prósentum í júní í fyrra í 31,9 prósent í júní í ár, sem sýnir áframhaldandi vöxt Play á íslenska markaðinum.“ Þá segir einnig að stundvísi Play hafi verið framúrskarandi, hún hafi verið 91,4 prósent og því verið vel yfir 85 prósenta markmiði Play fyrir allt árið. Þar væri talsverð bæting frá í júní í fyrra þegar stundvísi var 81,2 prósent. Play fagnaði þriggja ára afmæli sínu 24. júní síðastliðinn, en á þessum þremur árum hefur félagið vaxið hratt. Árið 2021 voru farþegaþotur félagsins þrjár, en telja nú tíu og telja starfsmenn félagsins um 500 manns. Fyrir þremur árum hafi verið flogið til sjö áfangastaða en þeir telji nú um fjörutíu. Einar Örn tók við sem forstjóri Play í mars. Flugfélagið hefur vaxið mikið síðustu þrjú ár.Einar Árnason Play var annað árið í röð valið besta lággjaldaflugfélag Norður-Evrópu, samkvæmt árlegum lista World Airline Awards, sem byggir á umsögnum flugfarþega. Vill auka eftirspurn eftir Íslandsferðum með samhentu átaki „Við erum ánægð að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefðum viljað sjá hærri sætanýtingu. Þessa niðurstöðu má rekja til aukinnar samkeppni í flug yfir Atlantshafið og til fækkunar farþega til Íslands sem er afleiðing af öflugu markaðsstarfi sem nágrannaríki okkar hafa ráðist í,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Mikil umræða hefur verið um samdráttinn í ferðaþjónustu á Íslandi, og Einar Örn tekur þarna undir með röddum sem heyrst hafa úr ferðaþjónustunni sem hafa kallað eftir markaðssetningarátaki fyrir ferðaþjónustuna. „Við trúum því staðfastlega að með samhentu átaki ferðaþjónustunnar og íslenska ríkisins sé hægt að auka eftirspurnina eftir ferðum til Íslands, líkt og við höfum áður greint frá,“ segir Einar. Hann kveðst ánægður með að sjá að flugfélagið sé enn að auka hlut sinn á íslenska markaðinum. Íbúar Íslands hafi tekið þjónustu þeirra fagnandi, og augljóst sé að áhersla þeirra á að vera leiðandi í sólarlandaflugi frá Íslandi sé að leggjast vel í markaðinn. Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Hlutur Play á íslenska markaðnum vex Fram kemur að nokkrir þættir hafi áhrif á að sætanýting lækki milli ára, en helsta ástæðan fyrir því sé aukið framboð á flugsætum yfir Atlantshafið frá samkeppnisaðilum. Af þeim farþegum sem flugu með Play í júní hafi 31,9 prósent verið á leið frá Íslandi, 24,3 prósent á leið til Íslands og 43,8 prósent hafi verið tengifarþegar. „Hlutfall þeirra farþega sem flugu með Play frá Íslandi jókst úr 29,8 prósentum í júní í fyrra í 31,9 prósent í júní í ár, sem sýnir áframhaldandi vöxt Play á íslenska markaðinum.“ Þá segir einnig að stundvísi Play hafi verið framúrskarandi, hún hafi verið 91,4 prósent og því verið vel yfir 85 prósenta markmiði Play fyrir allt árið. Þar væri talsverð bæting frá í júní í fyrra þegar stundvísi var 81,2 prósent. Play fagnaði þriggja ára afmæli sínu 24. júní síðastliðinn, en á þessum þremur árum hefur félagið vaxið hratt. Árið 2021 voru farþegaþotur félagsins þrjár, en telja nú tíu og telja starfsmenn félagsins um 500 manns. Fyrir þremur árum hafi verið flogið til sjö áfangastaða en þeir telji nú um fjörutíu. Einar Örn tók við sem forstjóri Play í mars. Flugfélagið hefur vaxið mikið síðustu þrjú ár.Einar Árnason Play var annað árið í röð valið besta lággjaldaflugfélag Norður-Evrópu, samkvæmt árlegum lista World Airline Awards, sem byggir á umsögnum flugfarþega. Vill auka eftirspurn eftir Íslandsferðum með samhentu átaki „Við erum ánægð að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefðum viljað sjá hærri sætanýtingu. Þessa niðurstöðu má rekja til aukinnar samkeppni í flug yfir Atlantshafið og til fækkunar farþega til Íslands sem er afleiðing af öflugu markaðsstarfi sem nágrannaríki okkar hafa ráðist í,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Mikil umræða hefur verið um samdráttinn í ferðaþjónustu á Íslandi, og Einar Örn tekur þarna undir með röddum sem heyrst hafa úr ferðaþjónustunni sem hafa kallað eftir markaðssetningarátaki fyrir ferðaþjónustuna. „Við trúum því staðfastlega að með samhentu átaki ferðaþjónustunnar og íslenska ríkisins sé hægt að auka eftirspurnina eftir ferðum til Íslands, líkt og við höfum áður greint frá,“ segir Einar. Hann kveðst ánægður með að sjá að flugfélagið sé enn að auka hlut sinn á íslenska markaðinum. Íbúar Íslands hafi tekið þjónustu þeirra fagnandi, og augljóst sé að áhersla þeirra á að vera leiðandi í sólarlandaflugi frá Íslandi sé að leggjast vel í markaðinn.
Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira