Fleiri farþegar en minni sætanýting Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 17:24 Farþegum Play fjölgar milli ára, en sætanýting er minni. Forstjóri er ánægður með farþegafjölgunina, en kennir aukinni samkeppni um verri sætanýtingu. Vísir/Vilhelm Íslenska flugfélagið Play flutti 173.109 farþega í júní 2024, sem er 7,5 prósent meira en í júní í fyrra þegar félagið flutti 160.979 farþega. Sætanýting dróst þó örlítið saman, hún var 86 prósent í júní 2024, en 87,2 prósent á sama tíma í fyrra. Forstjórinn kveðst ánægður að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefði viljað sjá hærri sætanýtingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Hlutur Play á íslenska markaðnum vex Fram kemur að nokkrir þættir hafi áhrif á að sætanýting lækki milli ára, en helsta ástæðan fyrir því sé aukið framboð á flugsætum yfir Atlantshafið frá samkeppnisaðilum. Af þeim farþegum sem flugu með Play í júní hafi 31,9 prósent verið á leið frá Íslandi, 24,3 prósent á leið til Íslands og 43,8 prósent hafi verið tengifarþegar. „Hlutfall þeirra farþega sem flugu með Play frá Íslandi jókst úr 29,8 prósentum í júní í fyrra í 31,9 prósent í júní í ár, sem sýnir áframhaldandi vöxt Play á íslenska markaðinum.“ Þá segir einnig að stundvísi Play hafi verið framúrskarandi, hún hafi verið 91,4 prósent og því verið vel yfir 85 prósenta markmiði Play fyrir allt árið. Þar væri talsverð bæting frá í júní í fyrra þegar stundvísi var 81,2 prósent. Play fagnaði þriggja ára afmæli sínu 24. júní síðastliðinn, en á þessum þremur árum hefur félagið vaxið hratt. Árið 2021 voru farþegaþotur félagsins þrjár, en telja nú tíu og telja starfsmenn félagsins um 500 manns. Fyrir þremur árum hafi verið flogið til sjö áfangastaða en þeir telji nú um fjörutíu. Einar Örn tók við sem forstjóri Play í mars. Flugfélagið hefur vaxið mikið síðustu þrjú ár.Einar Árnason Play var annað árið í röð valið besta lággjaldaflugfélag Norður-Evrópu, samkvæmt árlegum lista World Airline Awards, sem byggir á umsögnum flugfarþega. Vill auka eftirspurn eftir Íslandsferðum með samhentu átaki „Við erum ánægð að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefðum viljað sjá hærri sætanýtingu. Þessa niðurstöðu má rekja til aukinnar samkeppni í flug yfir Atlantshafið og til fækkunar farþega til Íslands sem er afleiðing af öflugu markaðsstarfi sem nágrannaríki okkar hafa ráðist í,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Mikil umræða hefur verið um samdráttinn í ferðaþjónustu á Íslandi, og Einar Örn tekur þarna undir með röddum sem heyrst hafa úr ferðaþjónustunni sem hafa kallað eftir markaðssetningarátaki fyrir ferðaþjónustuna. „Við trúum því staðfastlega að með samhentu átaki ferðaþjónustunnar og íslenska ríkisins sé hægt að auka eftirspurnina eftir ferðum til Íslands, líkt og við höfum áður greint frá,“ segir Einar. Hann kveðst ánægður með að sjá að flugfélagið sé enn að auka hlut sinn á íslenska markaðinum. Íbúar Íslands hafi tekið þjónustu þeirra fagnandi, og augljóst sé að áhersla þeirra á að vera leiðandi í sólarlandaflugi frá Íslandi sé að leggjast vel í markaðinn. Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Hlutur Play á íslenska markaðnum vex Fram kemur að nokkrir þættir hafi áhrif á að sætanýting lækki milli ára, en helsta ástæðan fyrir því sé aukið framboð á flugsætum yfir Atlantshafið frá samkeppnisaðilum. Af þeim farþegum sem flugu með Play í júní hafi 31,9 prósent verið á leið frá Íslandi, 24,3 prósent á leið til Íslands og 43,8 prósent hafi verið tengifarþegar. „Hlutfall þeirra farþega sem flugu með Play frá Íslandi jókst úr 29,8 prósentum í júní í fyrra í 31,9 prósent í júní í ár, sem sýnir áframhaldandi vöxt Play á íslenska markaðinum.“ Þá segir einnig að stundvísi Play hafi verið framúrskarandi, hún hafi verið 91,4 prósent og því verið vel yfir 85 prósenta markmiði Play fyrir allt árið. Þar væri talsverð bæting frá í júní í fyrra þegar stundvísi var 81,2 prósent. Play fagnaði þriggja ára afmæli sínu 24. júní síðastliðinn, en á þessum þremur árum hefur félagið vaxið hratt. Árið 2021 voru farþegaþotur félagsins þrjár, en telja nú tíu og telja starfsmenn félagsins um 500 manns. Fyrir þremur árum hafi verið flogið til sjö áfangastaða en þeir telji nú um fjörutíu. Einar Örn tók við sem forstjóri Play í mars. Flugfélagið hefur vaxið mikið síðustu þrjú ár.Einar Árnason Play var annað árið í röð valið besta lággjaldaflugfélag Norður-Evrópu, samkvæmt árlegum lista World Airline Awards, sem byggir á umsögnum flugfarþega. Vill auka eftirspurn eftir Íslandsferðum með samhentu átaki „Við erum ánægð að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefðum viljað sjá hærri sætanýtingu. Þessa niðurstöðu má rekja til aukinnar samkeppni í flug yfir Atlantshafið og til fækkunar farþega til Íslands sem er afleiðing af öflugu markaðsstarfi sem nágrannaríki okkar hafa ráðist í,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Mikil umræða hefur verið um samdráttinn í ferðaþjónustu á Íslandi, og Einar Örn tekur þarna undir með röddum sem heyrst hafa úr ferðaþjónustunni sem hafa kallað eftir markaðssetningarátaki fyrir ferðaþjónustuna. „Við trúum því staðfastlega að með samhentu átaki ferðaþjónustunnar og íslenska ríkisins sé hægt að auka eftirspurnina eftir ferðum til Íslands, líkt og við höfum áður greint frá,“ segir Einar. Hann kveðst ánægður með að sjá að flugfélagið sé enn að auka hlut sinn á íslenska markaðinum. Íbúar Íslands hafi tekið þjónustu þeirra fagnandi, og augljóst sé að áhersla þeirra á að vera leiðandi í sólarlandaflugi frá Íslandi sé að leggjast vel í markaðinn.
Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira