Þjóðfylking Le Pen gengur til liðs við jaðarhægri fylkingu Orbán Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 19:05 Leiðtogar flokkanna tveggja á ráðstefnu jaðarhægri leiðtoga álfunnar um árið. EPA/Marcin Obara Þjóðfylking Marine Le Pen hefur gengið til liðs við flokk Viktors Orbán, forsætisráðherrans ungverska, og hafa þau myndað nýtt bandalag jaðarhægri flokka á Evrópuþinginu. Þessi tilkynning kemur í kjölfar óvænta sigurs Nýju lýðfylkingarinnar, bandalags vinstri flokka, í nýafstöðnum þingkosningum á Frakklandi þar sem flokkur Le Pen hlaut talsvert lakara fylgi en skoðanakannanir höfðu gert ráð fyrir. Guardian greinir frá þessu. Þetta nýja bandalag kallar sig Föðurlandsvini fyrir Evrópu og er strax þriðja stærsta fylkingin á Evrópuþinginu og stærsta jaðarhægri fylking í sögu þingsins. Jordan Bardella, hægri hönd Le Pen, tekur við stjórnartaumum fylkingarinnar. Hann var af mörgum talinn líklegasti arftaki Gabriel Attal í embætti forsætisráðherra hefði Þjóðfylkingin unnið þann stórsigur sem margir áttu von á. „Sem föðurlandsvinir ætlum við okkur að vinna saman til að ná aftur tökum á innviðum okkar og breyta um stefnu til að þjóna þjóðum okkar,“ segir Bardella í tilkynningu til fjölmiðla. Fylkingin samanstendur af 84 þingmönnum frá tólf aðildarþjóðum. Hinn ungverski Fidesz-flokkur Orbáns leiðir fylkinguna sem stofnuð var fyrsta þessa mánaðar af Fidesz-liðum ásamt hliðstæðum þeirra í Tékklandi og Austurríki, nefnilega ANO-flokki forsætisráðherrans fyrrverandi Andrej Babiš, og Frelsisflokki Herberts Kickl. Með inngöngu þingmanna Þjóðfylkingar Le Pen skjótast Föðurlandsvinir í þriðja sæti yfir fylkinga Evrópuþingsins, fram fyrir hægri fylkingu Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Fylkingin er eins og komið hefur fram stærsta jaðarhægri fylking í sögu þingsins en það gæti þó reynst erfitt fyrir hana að seilast til áhrifa innan þingsins vegna óformlegs samvinnubanns sem komið hefur verið á af hálfu annarra fylkinga á þinginu. Evrópusambandið Frakkland Ungverjaland Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Þessi tilkynning kemur í kjölfar óvænta sigurs Nýju lýðfylkingarinnar, bandalags vinstri flokka, í nýafstöðnum þingkosningum á Frakklandi þar sem flokkur Le Pen hlaut talsvert lakara fylgi en skoðanakannanir höfðu gert ráð fyrir. Guardian greinir frá þessu. Þetta nýja bandalag kallar sig Föðurlandsvini fyrir Evrópu og er strax þriðja stærsta fylkingin á Evrópuþinginu og stærsta jaðarhægri fylking í sögu þingsins. Jordan Bardella, hægri hönd Le Pen, tekur við stjórnartaumum fylkingarinnar. Hann var af mörgum talinn líklegasti arftaki Gabriel Attal í embætti forsætisráðherra hefði Þjóðfylkingin unnið þann stórsigur sem margir áttu von á. „Sem föðurlandsvinir ætlum við okkur að vinna saman til að ná aftur tökum á innviðum okkar og breyta um stefnu til að þjóna þjóðum okkar,“ segir Bardella í tilkynningu til fjölmiðla. Fylkingin samanstendur af 84 þingmönnum frá tólf aðildarþjóðum. Hinn ungverski Fidesz-flokkur Orbáns leiðir fylkinguna sem stofnuð var fyrsta þessa mánaðar af Fidesz-liðum ásamt hliðstæðum þeirra í Tékklandi og Austurríki, nefnilega ANO-flokki forsætisráðherrans fyrrverandi Andrej Babiš, og Frelsisflokki Herberts Kickl. Með inngöngu þingmanna Þjóðfylkingar Le Pen skjótast Föðurlandsvinir í þriðja sæti yfir fylkinga Evrópuþingsins, fram fyrir hægri fylkingu Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Fylkingin er eins og komið hefur fram stærsta jaðarhægri fylking í sögu þingsins en það gæti þó reynst erfitt fyrir hana að seilast til áhrifa innan þingsins vegna óformlegs samvinnubanns sem komið hefur verið á af hálfu annarra fylkinga á þinginu.
Evrópusambandið Frakkland Ungverjaland Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira