Parkinsons-sérfræðingur heimsótti Hvíta húsið átta sinnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 20:13 Léleg frammistaða Bidens í kappræðum á dögunum hefur vakið spurningar um heilsu forsetans. AP/Matt Kelley Yfir átta mánaða tímabil frá júlí í fyrra og með febrúar í ár heimsótti sérfræðingur í lækningum við Parkinson-sjúkdómnum Hvíta húsið að minnsta kosti átta sinnum. New York Times greinir frá því en um ræðir taugalækninn bandaríska Kevin Cannard sem er sérhæfður í hreyfihömlunarsjúkdómum og birti nýverið ritrýnda grein um Parkinsons-veiki. Í heimsóknaskrá sem miðillinn hefur undir höndum kemur fram að læknirinn hafi meðal annars átt fund með lækni Joe Bidens Bandaríkjaforseta. Ekki liggur fyrir hvort dr. Cannard hafi heimsótt Hvíta húsið í þeim tilgangi að skoða Bandaríkjaforseta sérstaklega en hann hefur verið ráðgjafi heilbrigðisteymis Bandaríkjaforseta allt frá upphafi embættistíðar Barack Obama árið 2012. Hvíta húsið tjáði sig ekki um eðli heimsókna dr. Cannard eða hvort þau vörðuðu forsetann. Í svari við fyrirspurn Times segir upplýsingafulltrúi Hvíta hússins að fjölbreyttur hópur sérfræðinga á vegum Walter Reed sjúkrahússins í Washington-borg heimsæki Hvíta húsið reglulega til að hlúa að þeim þúsundum hermanna sem starfa á svæðinu. Um það leyti sem dr. Cannard fór í sínar fyrstu heimsóknir í Hvíta húsið á embættistíð Bidens birti hann grein í blaðið Parkinsonism and Related Disorders þar sem hann gerði fyrstu einkenni sjúkdómsins að umfjöllunarefni sínu. Að sögn upplýsingafulltrúans fer Biden í skoðun hjá taugalækni einu sinni á ári sem er liður í árlegri allsherjarskoðun. Hann segir að ekkert benti til þess að Biden væri með Parkinsons og að hann væri ekki í tilheyrandi meðferð. Spurningar vöknuðu í huga margra um heilsu Biden í kjölfar frammistöðu hans og hegðunar í kappræðum milli hans og mótframbjóðanda hans Donald Trump. Í umfjöllun erlendra miðla hefur verið talað um að Biden hafi verið hikandi og að hann hafi átt erfitt með að halda einbeitingu. Margir demókratar hafa jafnvel kallað eftir því að Biden stigi til hliðar og að fundinn verði nýr frambjóðandi fyrir hönd Demókrataflokksins. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
New York Times greinir frá því en um ræðir taugalækninn bandaríska Kevin Cannard sem er sérhæfður í hreyfihömlunarsjúkdómum og birti nýverið ritrýnda grein um Parkinsons-veiki. Í heimsóknaskrá sem miðillinn hefur undir höndum kemur fram að læknirinn hafi meðal annars átt fund með lækni Joe Bidens Bandaríkjaforseta. Ekki liggur fyrir hvort dr. Cannard hafi heimsótt Hvíta húsið í þeim tilgangi að skoða Bandaríkjaforseta sérstaklega en hann hefur verið ráðgjafi heilbrigðisteymis Bandaríkjaforseta allt frá upphafi embættistíðar Barack Obama árið 2012. Hvíta húsið tjáði sig ekki um eðli heimsókna dr. Cannard eða hvort þau vörðuðu forsetann. Í svari við fyrirspurn Times segir upplýsingafulltrúi Hvíta hússins að fjölbreyttur hópur sérfræðinga á vegum Walter Reed sjúkrahússins í Washington-borg heimsæki Hvíta húsið reglulega til að hlúa að þeim þúsundum hermanna sem starfa á svæðinu. Um það leyti sem dr. Cannard fór í sínar fyrstu heimsóknir í Hvíta húsið á embættistíð Bidens birti hann grein í blaðið Parkinsonism and Related Disorders þar sem hann gerði fyrstu einkenni sjúkdómsins að umfjöllunarefni sínu. Að sögn upplýsingafulltrúans fer Biden í skoðun hjá taugalækni einu sinni á ári sem er liður í árlegri allsherjarskoðun. Hann segir að ekkert benti til þess að Biden væri með Parkinsons og að hann væri ekki í tilheyrandi meðferð. Spurningar vöknuðu í huga margra um heilsu Biden í kjölfar frammistöðu hans og hegðunar í kappræðum milli hans og mótframbjóðanda hans Donald Trump. Í umfjöllun erlendra miðla hefur verið talað um að Biden hafi verið hikandi og að hann hafi átt erfitt með að halda einbeitingu. Margir demókratar hafa jafnvel kallað eftir því að Biden stigi til hliðar og að fundinn verði nýr frambjóðandi fyrir hönd Demókrataflokksins.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira