56 prósent Demókrata vilja að Biden stígi til hliðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2024 11:54 Af yfirlýsingum síðustu daga er ljóst að Demókrötum þykir vænt um Joe Biden en það fjarar undan stuðningi við hann. Getty/Kevin Dietsch Tveir af hverju þremur Bandaríkjamönnum segir Joe Biden Bandaríkjaforseta eiga að draga sig í hlé í forsetakosningunum vestanhafs. Alls eru 56 prósent Demókrata sama sinnis og sjö af hverjum tíu óháðum. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Washington Post, ABC News og Ipsos. Þrátt fyrir að þær raddir heyrist sífellt hærra sem kalla eftir því að forsetinn stigi til hliðar aldurs síns vegna hefur Biden þvertekið fyrir að hafa nokkuð slíkt í hyggju. Könnunin sýnir hins vegar að staðhæfingar forsetans um að það sé aðeins ákveðin „flokkselíta“ sem vilji að hann víki eiga ekki við rök að styðjast. Þátttakendur í könnuninni voru einnig spurðir að því hvort þeir vildu heldur sjá Biden eða Donald Trump í Hvíta húsinu en stuðningur við frambjóðendurna virðist hnífjafn; báðir mældust með 46 prósent stuðning. Þetta er ekki alveg í takt við aðrar kannanir en Washington Post greinir frá því að ef niðurstöður átta annarra skoðanakannana, sem teknar voru eftir kappræður Biden og Trump, eru skoðaðar hefur forskot Trump aukist úr einu prósenti fyrir kappræðurnar í 3,5 prósent eftir kappræðurnar. Á þessum tíma fyrir fjórum árum var Biden með níu til ellefu prósent forskot á Trump og sigraði hann með 4,6 prósent mun. Athygli vekur að 50 prósent Bandaríkjamanna vilja að Trump stígi til hliðar sem forsetaefni Repúblikanaflokksins. Þá segja 58 prósent að báðir séu of gamlir til að sinna forsetaembættinu. Demókratar voru einnig spurðir opinnar spurningar um hvern þeir vildu sjá taka við af Biden. Alls nefndu 29 prósent Kamölu Harris varaforseta, sjö prósent Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, og fjögur prósent Michelle Obama. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Sjá meira
Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Washington Post, ABC News og Ipsos. Þrátt fyrir að þær raddir heyrist sífellt hærra sem kalla eftir því að forsetinn stigi til hliðar aldurs síns vegna hefur Biden þvertekið fyrir að hafa nokkuð slíkt í hyggju. Könnunin sýnir hins vegar að staðhæfingar forsetans um að það sé aðeins ákveðin „flokkselíta“ sem vilji að hann víki eiga ekki við rök að styðjast. Þátttakendur í könnuninni voru einnig spurðir að því hvort þeir vildu heldur sjá Biden eða Donald Trump í Hvíta húsinu en stuðningur við frambjóðendurna virðist hnífjafn; báðir mældust með 46 prósent stuðning. Þetta er ekki alveg í takt við aðrar kannanir en Washington Post greinir frá því að ef niðurstöður átta annarra skoðanakannana, sem teknar voru eftir kappræður Biden og Trump, eru skoðaðar hefur forskot Trump aukist úr einu prósenti fyrir kappræðurnar í 3,5 prósent eftir kappræðurnar. Á þessum tíma fyrir fjórum árum var Biden með níu til ellefu prósent forskot á Trump og sigraði hann með 4,6 prósent mun. Athygli vekur að 50 prósent Bandaríkjamanna vilja að Trump stígi til hliðar sem forsetaefni Repúblikanaflokksins. Þá segja 58 prósent að báðir séu of gamlir til að sinna forsetaembættinu. Demókratar voru einnig spurðir opinnar spurningar um hvern þeir vildu sjá taka við af Biden. Alls nefndu 29 prósent Kamölu Harris varaforseta, sjö prósent Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, og fjögur prósent Michelle Obama.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Sjá meira