Skipstjórinn var drukkinn og skipaði stýrimanni að sigla á brott Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2024 14:17 Fraktskipið Longdawn í höfn í Vestmannaeyjum. Óskar P. Friðriksson Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn játuðu sök þegar mál ákæruvaldsins á hendur þeim var þingfest í dag. Þeim var gefið að sök að hafa skilið skipstjóra strandveiðibátsins Höddu HF eftir í sjávarháska, eftir að hafa siglt skipinu á bátinn. Þá játaði skipstjórinn að hafa verið drukkinn. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, í samtali við Vísi. Skipaði stýrimanninum að sigla á brott Í ákæru á hendur mönnunum, Eduard Dektyarev sem skiptstjóra flutningaskipsins Longdawn, og Alexander Vasilyev sem 2. stýrimanni skipsins, segir að þeir hafi verið ákærðir fyrir hættubrot og brot gegn lífi og líkama og siglingalögum. Þeir hafi aðfaranótt fimmtudagsins 16. maí 2024, í kjölfar áreksturs flutningaskipsins og fiskiskipsins Höddu HF-52, látið farast fyrir að koma skipstjóra Höddu HF til hjálpar, þar sem hann var staddur í lífsháska, um 6,5 sjómílur norðvestur af Garðskaga, heldur, samkvæmt fyrirmælum Eduard, haldið för flutningaskipsins áfram, þrátt fyrir að Alexander hafi upplýst Eduard um áreksturinn og að hann teldi sig hafa séð Höddu HF-52 vera að sökkva. Vinur til áratuga fiskaði skipstjórann úr sjónum Við áreksturinn hafi komið gat á stjórnborðshlið og kjöl Höddu HF-52 og hvolft bátnum, sem maraði hálfur í kafi. Skipstjóranum hafi tekist að koma sér út úr sökkvandi bátnum og svamlað þar í sjónum uns fiskiskipið Gola GK-41 kom að og skipverja þess tókst að bjarga úr skipstjóranum úr sjónum. Með því að skilja skipstjórann eftir í sjónum hafi mennirnir stofnað lífi hans og heilsu í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt. Drukkinn og undir áhrifum fíkniefna Þá segir að skipstjórinn Eduard hafi einnig verið ákærður fyrir brot á siglingalögum með því að hafa í ofangreint sinn, sem skipstjóri flutningaskipsins Longdawn, verið undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna við stjórn skipsins og þannig óhæfur til að sinna skipstjórninni með fullnægjandi hætti, en hann hafi meðal annars gefið undirmanni sínum Alexander fyrirmæli um hvernig haga skyldi för skipsins Að sögn Karls Inga játaði hann það brot einnig skýlaust og því verði farið með málið sem játningarmál og það talið sannað. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess jafnframt krafist að þeir verði sviptir rétti til skipstjórnar. Sjóslys við Garðskaga 2024 Sjávarútvegur Dómsmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Skipverjarnir ákærðir Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn hafa verið ákærðir vegna árekstur skipsins og strandveiðibátsins Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí. 10. júlí 2024 13:40 Áfengi og fíkniefni mældust í stýrimanninum Við handtöku stýrimanns á fraktskipinu Longdawn, sem talið er að hafa hvolft strandveiðibátnum Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí, var tekið öndunarsýni af honum og það reyndist jákvætt fyrir áfengi. Þá reyndist sýni einnig jákvætt fyrir áhrifum kannabiss og slævandi lyfja. 28. maí 2024 16:16 Skipið leggur úr höfn Fraktskipið Longdawn sem lenti í árekstri við strandveiðibátinn Höddu úti fyrir Garðskaga í fyrrinótt hefur lagt úr höfn í Vestmannaeyjum á leið sinni til Rotterdam. Farbanns er krafist yfir skipstjóra skipsins og stýrimanni. 17. maí 2024 15:23 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, í samtali við Vísi. Skipaði stýrimanninum að sigla á brott Í ákæru á hendur mönnunum, Eduard Dektyarev sem skiptstjóra flutningaskipsins Longdawn, og Alexander Vasilyev sem 2. stýrimanni skipsins, segir að þeir hafi verið ákærðir fyrir hættubrot og brot gegn lífi og líkama og siglingalögum. Þeir hafi aðfaranótt fimmtudagsins 16. maí 2024, í kjölfar áreksturs flutningaskipsins og fiskiskipsins Höddu HF-52, látið farast fyrir að koma skipstjóra Höddu HF til hjálpar, þar sem hann var staddur í lífsháska, um 6,5 sjómílur norðvestur af Garðskaga, heldur, samkvæmt fyrirmælum Eduard, haldið för flutningaskipsins áfram, þrátt fyrir að Alexander hafi upplýst Eduard um áreksturinn og að hann teldi sig hafa séð Höddu HF-52 vera að sökkva. Vinur til áratuga fiskaði skipstjórann úr sjónum Við áreksturinn hafi komið gat á stjórnborðshlið og kjöl Höddu HF-52 og hvolft bátnum, sem maraði hálfur í kafi. Skipstjóranum hafi tekist að koma sér út úr sökkvandi bátnum og svamlað þar í sjónum uns fiskiskipið Gola GK-41 kom að og skipverja þess tókst að bjarga úr skipstjóranum úr sjónum. Með því að skilja skipstjórann eftir í sjónum hafi mennirnir stofnað lífi hans og heilsu í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt. Drukkinn og undir áhrifum fíkniefna Þá segir að skipstjórinn Eduard hafi einnig verið ákærður fyrir brot á siglingalögum með því að hafa í ofangreint sinn, sem skipstjóri flutningaskipsins Longdawn, verið undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna við stjórn skipsins og þannig óhæfur til að sinna skipstjórninni með fullnægjandi hætti, en hann hafi meðal annars gefið undirmanni sínum Alexander fyrirmæli um hvernig haga skyldi för skipsins Að sögn Karls Inga játaði hann það brot einnig skýlaust og því verði farið með málið sem játningarmál og það talið sannað. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess jafnframt krafist að þeir verði sviptir rétti til skipstjórnar.
Sjóslys við Garðskaga 2024 Sjávarútvegur Dómsmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Skipverjarnir ákærðir Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn hafa verið ákærðir vegna árekstur skipsins og strandveiðibátsins Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí. 10. júlí 2024 13:40 Áfengi og fíkniefni mældust í stýrimanninum Við handtöku stýrimanns á fraktskipinu Longdawn, sem talið er að hafa hvolft strandveiðibátnum Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí, var tekið öndunarsýni af honum og það reyndist jákvætt fyrir áfengi. Þá reyndist sýni einnig jákvætt fyrir áhrifum kannabiss og slævandi lyfja. 28. maí 2024 16:16 Skipið leggur úr höfn Fraktskipið Longdawn sem lenti í árekstri við strandveiðibátinn Höddu úti fyrir Garðskaga í fyrrinótt hefur lagt úr höfn í Vestmannaeyjum á leið sinni til Rotterdam. Farbanns er krafist yfir skipstjóra skipsins og stýrimanni. 17. maí 2024 15:23 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Skipverjarnir ákærðir Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn hafa verið ákærðir vegna árekstur skipsins og strandveiðibátsins Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí. 10. júlí 2024 13:40
Áfengi og fíkniefni mældust í stýrimanninum Við handtöku stýrimanns á fraktskipinu Longdawn, sem talið er að hafa hvolft strandveiðibátnum Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí, var tekið öndunarsýni af honum og það reyndist jákvætt fyrir áfengi. Þá reyndist sýni einnig jákvætt fyrir áhrifum kannabiss og slævandi lyfja. 28. maí 2024 16:16
Skipið leggur úr höfn Fraktskipið Longdawn sem lenti í árekstri við strandveiðibátinn Höddu úti fyrir Garðskaga í fyrrinótt hefur lagt úr höfn í Vestmannaeyjum á leið sinni til Rotterdam. Farbanns er krafist yfir skipstjóra skipsins og stýrimanni. 17. maí 2024 15:23