Fótbolti

Þurfa bíða lengi eftir því að fá Mbappé treyjuna sína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Evrópumót Kylian Mbappé og félaga í franska landsliðinu endaði í undanúrslitaleiknum á móti Spáni.
Evrópumót Kylian Mbappé og félaga í franska landsliðinu endaði í undanúrslitaleiknum á móti Spáni. Getty/ Ian MacNicol

Stuðningsmenn Real Madrid ætla margir að kaupa sér nýja Real Madrid treyju með nafni og númeri nýjustu stórstjörnu liðsins, franska framherjanum Kylian Mbappé.

Nú reynir hins vegar á þolinmæði þeirra. Real Madrid sagði frá því í gær að það verði allt að sex vikna bið eftir afhendingu á ekta Mbappé treyjum. Spænska blaðið Marca greindi frá.

Mbappé verður kynntur sem nýr leikmaður Real Madrid á þriðjudaginn en hann er búinn að skrifa undir fimm ára samning við spænska félagið. Það er búist við því að 81 þúsund manns mæti á Bernabeu leikvanginn til að bjóða hann velkominn.

Real Madrid er að fá til sín einn besta framherja heims og leikmann sem hefur dreymt um að spila fyrir félagið frá unga aldri. Það eru því allir spenntir fyrir því að sjá hvar hann gerir í þessu vel skipaða liði.

2024-25 treyjurnar fóru í sölu hjá Real Madrid í gær þar sem hægt var að kaupa níuna hans Mbappé. Vandamálið er að flestir sem vildu kaupa teyjuna, fá hana ekki afhenda nærri því strax.

Afhending þeirra gæti tekið fjórar til sex vikur. Ástæðan er mikill áhugi frá stuðningsmönnum. Það mun taka sinn tíma að framleiða allar þessar seldu treyjur.

Ekta heimatreyja merkt Mbappé mun kosta þrjátíu þúsund í íslenskar krónum en venjuleg heimatreyja Mbappé kostar rúmar tuttugu þúsund íslenskar krónur.'




Fleiri fréttir

Sjá meira


×