Lokun Hríseyjar seafood: Fiskur gleymdist þegar ferjan bilaði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júlí 2024 11:12 Grímseyjarferjan átti að leysa Hríseyjarferjunar Sævar af, sem hér sést á mynd. Það gekk ekki sem skildi. Verkefnastjóri hjá Hrísey Seafood segir lokun Matvælastofnunar á fiskvinnslunni í síðustu viku eiga rót sína að rekja til samgangna til eyjunnar sem séu í lamasessi. Fiskvinnslan opnar aftur í dag eftir „gott samstarf“ við Mast. „Þetta er svo sem ekki flókið. Mast kom hingað í heimsókn og gerðu athugasemdir sem við höfum bara brugðist við. Eins og gengur í þessum bransa.“ segir Skarphéðinn Jósepsson verkefnastjóri hjá Hrísey Seafood í samtali við Vísi. Matvælastofnun stöðvaði fiskvinnsluna í síðustu viku „vegna alvarlegra frávika frá matvælalögum“. „Við brugðumst við þessu í góðu samvinnu við Matvælastofnun. Afskaplega gott samstarf við það góða fólk. Þetta voru mistök hjá okkur sem við erum búin að leiðrétta.“ Vandamál sem fylgja starfsemi á eyju Hann segir lokunina hafa komið stjórnendum á óvart. Rót vandans megi rekja til þess þegar báðar ferjurnar, sem sinna flutningi milli Árskógarsands og Hríseyjar, voru bilaðar í maí. Hríseyjarferjan Sævar hafi farið í áætlaðan slipp en Grímseyjarferjan, sem leysa átti Sævar af, bilað óvænt. Annar bátur leysti farþegaferjuna af, sem ekki gat flutt vörur Hríseyjar. „Við þurftum að bregðast við þessu því með því að flytja fiskinn í land á okkar eigin bátum og einhverju var stungið til hliðar sem átti ekki að vera stungið til hliðar. Og gleymdist svo í framhaldinu,“ segir Skarphéðinn. Fiskurinn hafi þannig safnast upp og útundan varð að ganga frá, án þess að stjórnendur hafi verið meðvitaðir um það hvernig í pottinn var búið. „Það er ýmislegt sem fylgir því að búa á eyju og reka starfsemi. Alls konar vandamál sem fylgja því.“ Nú sé hins vegar búið að samþykkja úrbætur Hríseyjar Seafood af Mast. Skarphéðinn kveðst ekki vita hvernig málið hafi borist til Mast. Það sé aðeins þeirra að bregðast við. Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Hrísey Dalvíkurbyggð Byggðamál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
„Þetta er svo sem ekki flókið. Mast kom hingað í heimsókn og gerðu athugasemdir sem við höfum bara brugðist við. Eins og gengur í þessum bransa.“ segir Skarphéðinn Jósepsson verkefnastjóri hjá Hrísey Seafood í samtali við Vísi. Matvælastofnun stöðvaði fiskvinnsluna í síðustu viku „vegna alvarlegra frávika frá matvælalögum“. „Við brugðumst við þessu í góðu samvinnu við Matvælastofnun. Afskaplega gott samstarf við það góða fólk. Þetta voru mistök hjá okkur sem við erum búin að leiðrétta.“ Vandamál sem fylgja starfsemi á eyju Hann segir lokunina hafa komið stjórnendum á óvart. Rót vandans megi rekja til þess þegar báðar ferjurnar, sem sinna flutningi milli Árskógarsands og Hríseyjar, voru bilaðar í maí. Hríseyjarferjan Sævar hafi farið í áætlaðan slipp en Grímseyjarferjan, sem leysa átti Sævar af, bilað óvænt. Annar bátur leysti farþegaferjuna af, sem ekki gat flutt vörur Hríseyjar. „Við þurftum að bregðast við þessu því með því að flytja fiskinn í land á okkar eigin bátum og einhverju var stungið til hliðar sem átti ekki að vera stungið til hliðar. Og gleymdist svo í framhaldinu,“ segir Skarphéðinn. Fiskurinn hafi þannig safnast upp og útundan varð að ganga frá, án þess að stjórnendur hafi verið meðvitaðir um það hvernig í pottinn var búið. „Það er ýmislegt sem fylgir því að búa á eyju og reka starfsemi. Alls konar vandamál sem fylgja því.“ Nú sé hins vegar búið að samþykkja úrbætur Hríseyjar Seafood af Mast. Skarphéðinn kveðst ekki vita hvernig málið hafi borist til Mast. Það sé aðeins þeirra að bregðast við.
Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Hrísey Dalvíkurbyggð Byggðamál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira