Höfnin muni loka á útsýnið og valda hljóðmengun Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. júlí 2024 21:02 Björg Helga Geirsdóttir, íbúi í Hvaleyrarholti. Vísir/Einar Íbúi í Hvaleyrarholti fordæmir áform Hafnarfjarðarbæjar og Carbfix um að reisa stærðarinnar höfn í Straumsvík. Hún segir þetta vera eins og að fá höfn í bakgarðinn og segir viðbrögð bæjarstjórnar gera lítið úr bæjarbúum. Björg Helga Geirsdóttir býr um tveimur kílómetrum frá álverinu í Straumsvík og um kílómetra frá einum af tíu fyrirhuguðum borteigum Carbfix á svæðinu. Stækkun hafnarinnar, sem er skilyrði fyrir starfsemi Carbfix, muni hafa talsverð áhrif á ásýnd svæðisins og útsýni Bjargar. „Við erum að tala um fimmtán metra tanka, 75 metra, þetta teygir sig lengst út í víkina og þetta er bara ekkert í lagi. Ég hef áhyggjur af fasteignaverði, ég hef áhyggjur af því að losna ekki við húsið mitt því ég bý við hliðina á stóriðju.“ Eins og greint hefur verið frá hyggst Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, reisa tíu borteiga steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í berggrunninn. Stór tankskip munu flytja koldíoxíð til landsins. Talsvert neikvæð áhrif á ásýnd og landslag Stækkun hafnarinnar er umtalsverð eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Kostnaður stækkunarinnar mun nema um níu til fimmtán milljörðum en fjármögnun verkefnisins liggur ekki fyrir. Í umhverfismatsskýrslu sem Hafnarfjörður fékk VSÓ ráðgjöf til að gera kemur fram að framkvæmdin muni hafa talsvert neikvæð áhrif á ásýnd og landslag, óveruleg til talsvert neikvæð áhrif á útivist og ferðaþjónustu og óverulega neikvæð áhrif á hljóðvist og loftgæði. Björg dregur það síðastnefnda í efa og segir hljóðmengun nú þegar töluverða. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta verður þegar við erum komin með risastóra höfn sem er að taka fjögur skip á viku og stærstu skipin eru 30 þúsund tonn.“ Segir orðræðuna gera lítið úr íbúum Hún fordæmir vinnubrögð bæjarstjórnar og Carbfix og kallar eftir að fallið verði frá áformunum eða ráðist í íbúakosningu. Hún segir viðbrögð bæjarstjórnar gera lítið úr bæjarbúum. „Það einkenndist fyrst af einhverju tali um að við þyrftum að kynna okkur betur Carbfix verkefnið, að við værum ekki með nótunum, við þyrftum bara að lesa þetta aftur. Við værum einhver lítil hrædd lauf sem einhvern veginn þyrfti bara að tala og sussa og tala blíðlega til.“ Hafnarfjörður Loftslagsmál Hafnarmál Skipulag Umhverfismál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Björg Helga Geirsdóttir býr um tveimur kílómetrum frá álverinu í Straumsvík og um kílómetra frá einum af tíu fyrirhuguðum borteigum Carbfix á svæðinu. Stækkun hafnarinnar, sem er skilyrði fyrir starfsemi Carbfix, muni hafa talsverð áhrif á ásýnd svæðisins og útsýni Bjargar. „Við erum að tala um fimmtán metra tanka, 75 metra, þetta teygir sig lengst út í víkina og þetta er bara ekkert í lagi. Ég hef áhyggjur af fasteignaverði, ég hef áhyggjur af því að losna ekki við húsið mitt því ég bý við hliðina á stóriðju.“ Eins og greint hefur verið frá hyggst Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, reisa tíu borteiga steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í berggrunninn. Stór tankskip munu flytja koldíoxíð til landsins. Talsvert neikvæð áhrif á ásýnd og landslag Stækkun hafnarinnar er umtalsverð eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Kostnaður stækkunarinnar mun nema um níu til fimmtán milljörðum en fjármögnun verkefnisins liggur ekki fyrir. Í umhverfismatsskýrslu sem Hafnarfjörður fékk VSÓ ráðgjöf til að gera kemur fram að framkvæmdin muni hafa talsvert neikvæð áhrif á ásýnd og landslag, óveruleg til talsvert neikvæð áhrif á útivist og ferðaþjónustu og óverulega neikvæð áhrif á hljóðvist og loftgæði. Björg dregur það síðastnefnda í efa og segir hljóðmengun nú þegar töluverða. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta verður þegar við erum komin með risastóra höfn sem er að taka fjögur skip á viku og stærstu skipin eru 30 þúsund tonn.“ Segir orðræðuna gera lítið úr íbúum Hún fordæmir vinnubrögð bæjarstjórnar og Carbfix og kallar eftir að fallið verði frá áformunum eða ráðist í íbúakosningu. Hún segir viðbrögð bæjarstjórnar gera lítið úr bæjarbúum. „Það einkenndist fyrst af einhverju tali um að við þyrftum að kynna okkur betur Carbfix verkefnið, að við værum ekki með nótunum, við þyrftum bara að lesa þetta aftur. Við værum einhver lítil hrædd lauf sem einhvern veginn þyrfti bara að tala og sussa og tala blíðlega til.“
Hafnarfjörður Loftslagsmál Hafnarmál Skipulag Umhverfismál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira