„Þessar stelpur eru stríðsmenn“ Smári Jökull Jónsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 13. júlí 2024 20:09 Sif Atladóttir var að fylgjast með dóttur sinni á Símamótinu þegar Sportpakkann bar að garði. Vísir/Ívar Stelpurnar okkar fögnuðu einum stærsta sigri sem unnist hefur hjá íslensku fótboltaliði er þær lögðu Þýskaland 3-0 í gær. Fyrrum landsliðskona segist springa úr stolti yfir þeim miklu fyrirmyndum sem finna má í íslenska liðinu. „Ég fékk alveg nokkrar spurningar hvernig tilfinningin var fyrir leikinn. Ég var frekar jákvæð og bjartsýn og þannig leið mér eiginlega svolítið í gegn. Það var ekkert verra þegar við skoruðum og svo þegar Glódís bjargaði á línu. Ef það er einhvers staðar sem er góð auglýsing fyrir fótboltann yfirhöfuð þá var þetta stórskotlegt,“ sagði Sif Atladóttir fyrrum landsliðskona í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum á Stöð 2. Sif var stödd á Símamótinu sem fram fer nú um helgina. Stór hluti þeirra 3000 ungu fótboltakvenna sem taka þátt í mótinu var á vellinum í gær og óhætt að segja að þær hafi notið sín vel. „Þetta var ótrúlega gaman. Stelpurnar í landsliðinu eru svo miklar fyrirmyndir. Ég var að labba af vellinum einum og hálfum tíma eftir lokaflautið og þá voru stelpurnar af mótinu ennþá að bíða og okkar bestu konur labbandi úti í rigningunni og voru að gefa eiginhandaráritanir. Það er þetta sem þetta gengur út á,“ bætti Sif við. Þurfa að gefa skít í þá sem eru fyrir utan Einhver neikvæð umræða hefur verið um íslenska liðið síðustu mánuði og tjáði Þorsteinn Halldórsson sig meðal annars um gagnrýnina á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. Sif segir liðið ekki láta þá gagnrýni bíta á sig og séu með hausinn á réttum stað. „Er ekki bara jákvætt að allir hafi skoðun á liðinu? Þá skiptir þetta máli,“ segir Sif. „Þetta hefur engin áhrif, við erum ekki í klefanum og á æfingum og vitum ekki hvað er í gangi. Auðvitað hefur maður skoðun á þessu því manni þykir vænt um þetta lið,“ „Mér finnst þetta dásamlegt. Það er frábært að hann geti leyft mönnum að éta á þessum sokk, það er bara geðveikt,“ „Þegar maður hefur ákveðna trú og á ákveðinni vegferð þarf maður að gefa smá skít í hvað þeim sem eru ekki inni á vellinum finnst. Það sýnir aftur að þessar stelpur eru stríðsmenn og valkyrjur. Fyrirmyndir fyrir stelpurnar hérna,“ segir Sif. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að neðan. Fréttin úr Sportpakkanum er að ofan. Klippa: „Þessar stelpur eru stríðsmenn“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Þorsteinn: Mér finnst reyndar margir þeirra sem tjá sig ekki hafa hundsvit á kvennafótbolta Á fundi með blaðamönnum var farið yfir víðan völl um sigurleik Íslands á Þjóðverjum með Þorsteini Halldórssyni þjálfara liðsins. Umræðan fór út í ferlið á liðinu og gagnrýni á það sem Þorsteinn taldi hafa verið skrýtna á köflum. 12. júlí 2024 19:50 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
„Ég fékk alveg nokkrar spurningar hvernig tilfinningin var fyrir leikinn. Ég var frekar jákvæð og bjartsýn og þannig leið mér eiginlega svolítið í gegn. Það var ekkert verra þegar við skoruðum og svo þegar Glódís bjargaði á línu. Ef það er einhvers staðar sem er góð auglýsing fyrir fótboltann yfirhöfuð þá var þetta stórskotlegt,“ sagði Sif Atladóttir fyrrum landsliðskona í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum á Stöð 2. Sif var stödd á Símamótinu sem fram fer nú um helgina. Stór hluti þeirra 3000 ungu fótboltakvenna sem taka þátt í mótinu var á vellinum í gær og óhætt að segja að þær hafi notið sín vel. „Þetta var ótrúlega gaman. Stelpurnar í landsliðinu eru svo miklar fyrirmyndir. Ég var að labba af vellinum einum og hálfum tíma eftir lokaflautið og þá voru stelpurnar af mótinu ennþá að bíða og okkar bestu konur labbandi úti í rigningunni og voru að gefa eiginhandaráritanir. Það er þetta sem þetta gengur út á,“ bætti Sif við. Þurfa að gefa skít í þá sem eru fyrir utan Einhver neikvæð umræða hefur verið um íslenska liðið síðustu mánuði og tjáði Þorsteinn Halldórsson sig meðal annars um gagnrýnina á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. Sif segir liðið ekki láta þá gagnrýni bíta á sig og séu með hausinn á réttum stað. „Er ekki bara jákvætt að allir hafi skoðun á liðinu? Þá skiptir þetta máli,“ segir Sif. „Þetta hefur engin áhrif, við erum ekki í klefanum og á æfingum og vitum ekki hvað er í gangi. Auðvitað hefur maður skoðun á þessu því manni þykir vænt um þetta lið,“ „Mér finnst þetta dásamlegt. Það er frábært að hann geti leyft mönnum að éta á þessum sokk, það er bara geðveikt,“ „Þegar maður hefur ákveðna trú og á ákveðinni vegferð þarf maður að gefa smá skít í hvað þeim sem eru ekki inni á vellinum finnst. Það sýnir aftur að þessar stelpur eru stríðsmenn og valkyrjur. Fyrirmyndir fyrir stelpurnar hérna,“ segir Sif. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að neðan. Fréttin úr Sportpakkanum er að ofan. Klippa: „Þessar stelpur eru stríðsmenn“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Þorsteinn: Mér finnst reyndar margir þeirra sem tjá sig ekki hafa hundsvit á kvennafótbolta Á fundi með blaðamönnum var farið yfir víðan völl um sigurleik Íslands á Þjóðverjum með Þorsteini Halldórssyni þjálfara liðsins. Umræðan fór út í ferlið á liðinu og gagnrýni á það sem Þorsteinn taldi hafa verið skrýtna á köflum. 12. júlí 2024 19:50 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Þorsteinn: Mér finnst reyndar margir þeirra sem tjá sig ekki hafa hundsvit á kvennafótbolta Á fundi með blaðamönnum var farið yfir víðan völl um sigurleik Íslands á Þjóðverjum með Þorsteini Halldórssyni þjálfara liðsins. Umræðan fór út í ferlið á liðinu og gagnrýni á það sem Þorsteinn taldi hafa verið skrýtna á köflum. 12. júlí 2024 19:50