„Myndi skipta á öllu fyrir sigur á EM“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. júlí 2024 21:01 Harry Kane og þjálfarinn Gareth Southgate eru mættir til Berlínar þar sem úrslitaleikurinn fer fram. Vísir/Getty Harry Kane mun leiða lið Englands til leiks í Berlín á morgun þegar enska liðið mætir Spánverjum í úrslitaleik Evrópumótsins. Kane hefur aldrei unnið stóran titil á ferli sínum. Úrslitaleiks Englands og Spánar á Evrópumótinu í knattspyrnu annað kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu. Liðin hafa farið nokkuð ólíka leið í úrslitaleikinn. Spænska liðið hefur verið afar sannfærandi og það besta á mótinu að flestra mati. Englendingar hafa hins vegar fengið töluverða gagnrýni fyrir leiðinlega knattspyrnu á mótinu en eru engu að síður komnir í úrslitaleikinn. Harry Kane er fyrirliði enska liðsins og sá markahæsti í sögu þess. Kane hefur aldrei unnið stóran titil á sínum ferli en á hins vegar fjögur silfurverðlaun í safni sínu. „Þetta er ekkert leyndarmál, ég hef ekki unnið liðstitil og með hverju árinu sem líður verð ég staðráðnari í að breyta því,“ sagði Kane á blaðamannafundi enska liðsins í dag. „Á morgun fæ ég tækifæri til að vinna til einna stærstu verðlauna sem möguleiki er á og skrifa söguna með minni þjóð. Það er engin spurning að ég myndi skipta á öllu sem ég hef gert á ferlinum til að eiga frábært kvöld og vinna annað kvöld.“ „Sé það ekki þannig“ Stuðningsmenn enska landsliðsins hafa beðið óþreyjufullir eftir titli í fjölmörg ár en endað með brostin hjörtu á hverju stórmótinu á fætur öðru. Kane segir að það yrði magnað augnablik fyrir stuðningsmennina ef enska liðið yrði Evrópumeistari á morgun. „Það myndi breyta öllu. Það yrði ótrúlegasta tilfinning sem hægt er að finna sem atvinnumaður í knattspyrnu og ég er viss um að þannig sé það líka fyrir stuðningsmennina. Að eignast þetta augnablik í sögunni og fá tækifæri til að fagna væri ansi sérstakt.“ Enska liðið tapaði úrslitaleik Evrópumótsins árið 2021 gegn Ítalíu eftir vítaspyrnukeppni en úrslitaleikurinn fór fram á Wembley í London. „Það var erfitt en nú er hungrið enn meira að sjá til þess að þetta falli okkar megin. Við vitum að þetta verður erfitt kvöld. Eins og þjálfarinn sagði þá mun þetta ráðast á litlum atriðum, við höfum náð þeim rétt hingað til á mótinu. Við munum þurfa þess á morgun og meira til.“ England hefur ekki unnið titil síðan liðið varð heimsmeistari árið 1966 og biðin því orðin ansi löng. Kane er þó ekki á því að pressan sé enn meiri fyrir vikið. „Ég sé það ekki þannig, ég er ótrúlega spenntur að fá tækifærið til að gleðja stóran hóp af fólki, þar á meðal mig sjálfan. Þetta verður mikill bardagi.“ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira
Úrslitaleiks Englands og Spánar á Evrópumótinu í knattspyrnu annað kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu. Liðin hafa farið nokkuð ólíka leið í úrslitaleikinn. Spænska liðið hefur verið afar sannfærandi og það besta á mótinu að flestra mati. Englendingar hafa hins vegar fengið töluverða gagnrýni fyrir leiðinlega knattspyrnu á mótinu en eru engu að síður komnir í úrslitaleikinn. Harry Kane er fyrirliði enska liðsins og sá markahæsti í sögu þess. Kane hefur aldrei unnið stóran titil á sínum ferli en á hins vegar fjögur silfurverðlaun í safni sínu. „Þetta er ekkert leyndarmál, ég hef ekki unnið liðstitil og með hverju árinu sem líður verð ég staðráðnari í að breyta því,“ sagði Kane á blaðamannafundi enska liðsins í dag. „Á morgun fæ ég tækifæri til að vinna til einna stærstu verðlauna sem möguleiki er á og skrifa söguna með minni þjóð. Það er engin spurning að ég myndi skipta á öllu sem ég hef gert á ferlinum til að eiga frábært kvöld og vinna annað kvöld.“ „Sé það ekki þannig“ Stuðningsmenn enska landsliðsins hafa beðið óþreyjufullir eftir titli í fjölmörg ár en endað með brostin hjörtu á hverju stórmótinu á fætur öðru. Kane segir að það yrði magnað augnablik fyrir stuðningsmennina ef enska liðið yrði Evrópumeistari á morgun. „Það myndi breyta öllu. Það yrði ótrúlegasta tilfinning sem hægt er að finna sem atvinnumaður í knattspyrnu og ég er viss um að þannig sé það líka fyrir stuðningsmennina. Að eignast þetta augnablik í sögunni og fá tækifæri til að fagna væri ansi sérstakt.“ Enska liðið tapaði úrslitaleik Evrópumótsins árið 2021 gegn Ítalíu eftir vítaspyrnukeppni en úrslitaleikurinn fór fram á Wembley í London. „Það var erfitt en nú er hungrið enn meira að sjá til þess að þetta falli okkar megin. Við vitum að þetta verður erfitt kvöld. Eins og þjálfarinn sagði þá mun þetta ráðast á litlum atriðum, við höfum náð þeim rétt hingað til á mótinu. Við munum þurfa þess á morgun og meira til.“ England hefur ekki unnið titil síðan liðið varð heimsmeistari árið 1966 og biðin því orðin ansi löng. Kane er þó ekki á því að pressan sé enn meiri fyrir vikið. „Ég sé það ekki þannig, ég er ótrúlega spenntur að fá tækifærið til að gleðja stóran hóp af fólki, þar á meðal mig sjálfan. Þetta verður mikill bardagi.“
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti