„Myndi skipta á öllu fyrir sigur á EM“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. júlí 2024 21:01 Harry Kane og þjálfarinn Gareth Southgate eru mættir til Berlínar þar sem úrslitaleikurinn fer fram. Vísir/Getty Harry Kane mun leiða lið Englands til leiks í Berlín á morgun þegar enska liðið mætir Spánverjum í úrslitaleik Evrópumótsins. Kane hefur aldrei unnið stóran titil á ferli sínum. Úrslitaleiks Englands og Spánar á Evrópumótinu í knattspyrnu annað kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu. Liðin hafa farið nokkuð ólíka leið í úrslitaleikinn. Spænska liðið hefur verið afar sannfærandi og það besta á mótinu að flestra mati. Englendingar hafa hins vegar fengið töluverða gagnrýni fyrir leiðinlega knattspyrnu á mótinu en eru engu að síður komnir í úrslitaleikinn. Harry Kane er fyrirliði enska liðsins og sá markahæsti í sögu þess. Kane hefur aldrei unnið stóran titil á sínum ferli en á hins vegar fjögur silfurverðlaun í safni sínu. „Þetta er ekkert leyndarmál, ég hef ekki unnið liðstitil og með hverju árinu sem líður verð ég staðráðnari í að breyta því,“ sagði Kane á blaðamannafundi enska liðsins í dag. „Á morgun fæ ég tækifæri til að vinna til einna stærstu verðlauna sem möguleiki er á og skrifa söguna með minni þjóð. Það er engin spurning að ég myndi skipta á öllu sem ég hef gert á ferlinum til að eiga frábært kvöld og vinna annað kvöld.“ „Sé það ekki þannig“ Stuðningsmenn enska landsliðsins hafa beðið óþreyjufullir eftir titli í fjölmörg ár en endað með brostin hjörtu á hverju stórmótinu á fætur öðru. Kane segir að það yrði magnað augnablik fyrir stuðningsmennina ef enska liðið yrði Evrópumeistari á morgun. „Það myndi breyta öllu. Það yrði ótrúlegasta tilfinning sem hægt er að finna sem atvinnumaður í knattspyrnu og ég er viss um að þannig sé það líka fyrir stuðningsmennina. Að eignast þetta augnablik í sögunni og fá tækifæri til að fagna væri ansi sérstakt.“ Enska liðið tapaði úrslitaleik Evrópumótsins árið 2021 gegn Ítalíu eftir vítaspyrnukeppni en úrslitaleikurinn fór fram á Wembley í London. „Það var erfitt en nú er hungrið enn meira að sjá til þess að þetta falli okkar megin. Við vitum að þetta verður erfitt kvöld. Eins og þjálfarinn sagði þá mun þetta ráðast á litlum atriðum, við höfum náð þeim rétt hingað til á mótinu. Við munum þurfa þess á morgun og meira til.“ England hefur ekki unnið titil síðan liðið varð heimsmeistari árið 1966 og biðin því orðin ansi löng. Kane er þó ekki á því að pressan sé enn meiri fyrir vikið. „Ég sé það ekki þannig, ég er ótrúlega spenntur að fá tækifærið til að gleðja stóran hóp af fólki, þar á meðal mig sjálfan. Þetta verður mikill bardagi.“ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Sjá meira
Úrslitaleiks Englands og Spánar á Evrópumótinu í knattspyrnu annað kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu. Liðin hafa farið nokkuð ólíka leið í úrslitaleikinn. Spænska liðið hefur verið afar sannfærandi og það besta á mótinu að flestra mati. Englendingar hafa hins vegar fengið töluverða gagnrýni fyrir leiðinlega knattspyrnu á mótinu en eru engu að síður komnir í úrslitaleikinn. Harry Kane er fyrirliði enska liðsins og sá markahæsti í sögu þess. Kane hefur aldrei unnið stóran titil á sínum ferli en á hins vegar fjögur silfurverðlaun í safni sínu. „Þetta er ekkert leyndarmál, ég hef ekki unnið liðstitil og með hverju árinu sem líður verð ég staðráðnari í að breyta því,“ sagði Kane á blaðamannafundi enska liðsins í dag. „Á morgun fæ ég tækifæri til að vinna til einna stærstu verðlauna sem möguleiki er á og skrifa söguna með minni þjóð. Það er engin spurning að ég myndi skipta á öllu sem ég hef gert á ferlinum til að eiga frábært kvöld og vinna annað kvöld.“ „Sé það ekki þannig“ Stuðningsmenn enska landsliðsins hafa beðið óþreyjufullir eftir titli í fjölmörg ár en endað með brostin hjörtu á hverju stórmótinu á fætur öðru. Kane segir að það yrði magnað augnablik fyrir stuðningsmennina ef enska liðið yrði Evrópumeistari á morgun. „Það myndi breyta öllu. Það yrði ótrúlegasta tilfinning sem hægt er að finna sem atvinnumaður í knattspyrnu og ég er viss um að þannig sé það líka fyrir stuðningsmennina. Að eignast þetta augnablik í sögunni og fá tækifæri til að fagna væri ansi sérstakt.“ Enska liðið tapaði úrslitaleik Evrópumótsins árið 2021 gegn Ítalíu eftir vítaspyrnukeppni en úrslitaleikurinn fór fram á Wembley í London. „Það var erfitt en nú er hungrið enn meira að sjá til þess að þetta falli okkar megin. Við vitum að þetta verður erfitt kvöld. Eins og þjálfarinn sagði þá mun þetta ráðast á litlum atriðum, við höfum náð þeim rétt hingað til á mótinu. Við munum þurfa þess á morgun og meira til.“ England hefur ekki unnið titil síðan liðið varð heimsmeistari árið 1966 og biðin því orðin ansi löng. Kane er þó ekki á því að pressan sé enn meiri fyrir vikið. „Ég sé það ekki þannig, ég er ótrúlega spenntur að fá tækifærið til að gleðja stóran hóp af fólki, þar á meðal mig sjálfan. Þetta verður mikill bardagi.“
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Sjá meira