Stelpurnar á Símamótinu fengu þakkarkveðju frá landsliðskonunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 10:03 Íslensku landsliðskonurnar þakka áhorfendum fyrir stuðninginn á föstudaginn. Vísir/Anton Brink Ísland vann 3-0 sigur á stórliði Þýskalands í undankeppni EM á föstudaginn og það fór ekki fram hjá neinum að stelpurnar á Símamóti Breiðabliks fjölmenntu í Laugardalinn. Hið gríðarlega vinsæla Símamót fer fram um helgina og þrátt fyrir að það væri blautt og svolítið kalt þá létu stelpurnar sig ekki vanta á Laugardalsvöllinn. Þær hvöttu íslenska landsliðið áfram allan tímann og fengu líka að launum frábæra frammistöðu frá fyrirmyndunum sínum. Íslenska liðið tryggði sér sæti á EM með sigrinum og verður því með á Evrópumótinu í Sviss næsta sumar. Hver veit nema að stór hluti af ungu stelpunum í stúkunni takist að plata foreldra sína til að eyða sumarfríinu sínu á EM í Sviss eftir ár. Ungar fótboltastelpur voru mjög áberandi í stúkunni.Vísir/Anton Brink Íslensku landsliðskonurnar voru líka mjög þakklátar fyrir stuðninginn. Þær sendu stelpunum á Símamótinu sérstaka þakkarkveðju á miðlum Knattspyrnusambandsins. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og einn markaskoraranna, Ingibjörg Sigurðardóttir, sáu um að senda kveðjuna. „Hæ stelpur. Takk kærlega fyrir stuðninginn í gær,“ sagði Karólína Lea. „Það var ótrúlega gott að hafa ykkur í stúkunni og við heyrðum í ykkur allan leikinn,“ bætti Glódís Perla við og Ingibjörg endaði kveðjuna: „Gangi ykkur ótrúlega vel í síðustu leikjunum um helgina,“ sagði Ingibjörg en það má sjá kveðjuna hér fyrir neðan. Þær veifuðu síðan allar þrjár og það er hægt að taka undir þessa kveðju. Stelpurnar okkar stóðu sig frábærlega inn á vellinum en framtíðarstelpurnar okkar í stúkunni áttu líka frábæran dag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Hið gríðarlega vinsæla Símamót fer fram um helgina og þrátt fyrir að það væri blautt og svolítið kalt þá létu stelpurnar sig ekki vanta á Laugardalsvöllinn. Þær hvöttu íslenska landsliðið áfram allan tímann og fengu líka að launum frábæra frammistöðu frá fyrirmyndunum sínum. Íslenska liðið tryggði sér sæti á EM með sigrinum og verður því með á Evrópumótinu í Sviss næsta sumar. Hver veit nema að stór hluti af ungu stelpunum í stúkunni takist að plata foreldra sína til að eyða sumarfríinu sínu á EM í Sviss eftir ár. Ungar fótboltastelpur voru mjög áberandi í stúkunni.Vísir/Anton Brink Íslensku landsliðskonurnar voru líka mjög þakklátar fyrir stuðninginn. Þær sendu stelpunum á Símamótinu sérstaka þakkarkveðju á miðlum Knattspyrnusambandsins. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og einn markaskoraranna, Ingibjörg Sigurðardóttir, sáu um að senda kveðjuna. „Hæ stelpur. Takk kærlega fyrir stuðninginn í gær,“ sagði Karólína Lea. „Það var ótrúlega gott að hafa ykkur í stúkunni og við heyrðum í ykkur allan leikinn,“ bætti Glódís Perla við og Ingibjörg endaði kveðjuna: „Gangi ykkur ótrúlega vel í síðustu leikjunum um helgina,“ sagði Ingibjörg en það má sjá kveðjuna hér fyrir neðan. Þær veifuðu síðan allar þrjár og það er hægt að taka undir þessa kveðju. Stelpurnar okkar stóðu sig frábærlega inn á vellinum en framtíðarstelpurnar okkar í stúkunni áttu líka frábæran dag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland)
EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira