Sveindís Jane sú eina með tvennt af hvoru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 12:00 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar markinu sínu á móti Þýskalandi sem gerði endanlega út um leikinn. Vísir/Anton Brink Sveindís Jane Jónsdóttir í sérflokki þegar kemur að því að bæði skora og leggja upp mörk í undankeppni EM í Sviss. Sveindís Jane átti þátt í öllum þremur mörkum íslenska landsliðsins í sigrinum á Þjóðverjum á föstudaginn. Sveindís lagði upp tvö fyrstu mörkin fyrir þær Ingibjörgu Sigurðardóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur. Hún skoraði síðan þriðja markið sjálf. 2+2 Hún er þar með komin með tvö mörk og tvær stoðsendingar í undankeppninni. Sveindís er eini leikmaðurinn í A-deildinni sem er með tvennt af hvoru, það er tvö mörk eða meira og tvær eða fleiri stoðsendingar. Sveindís Jane Jónsdóttir gefur aðdáenda eiginhandaráritun eftir leikinn.Vísir/Anton Brink Engin af hinum sem hafa skorað tvö mörk eða fleiri í undankeppni A-deildarinnar hafa gefið fleiri en eina stoðsendingu. 22 leikmenn hafa skorað tvö mörk eða fleiri þegar Sveindís er meðtalin. Engin af þeim tíu öðrum sem hafa gefið tvær stoðsendingar eða fleiri hafa síðan náð að skora meira en eitt mark. Karólína Lea ofarlega Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meðal þeirra efstu í stoðsendingum en hún hefur gefið þrjár stoðsendingar. Aðeins Spánverjinn Athenea del Castillo hefur gefið fleiri stoðsendingar eða fjórar. Karólína Lea er með þrjár stoðsendingar eins og þrjár aðrar eða Pernille Harder frá Danmörku, Alexia Putellas frá Spáni og Barbara Dunst frá Austurríki. Markahæstu leikmenn undankeppninnar eru Lea Schüller frá Þýskalandi og Eileen Campbell frá Austurríki með fimm mörk hvor. Sveindís er markahæst í íslenska liðinu ásamt Hlín Eiríksdóttur en báðar hafa þær skorað tvö mörk. EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira
Sveindís Jane átti þátt í öllum þremur mörkum íslenska landsliðsins í sigrinum á Þjóðverjum á föstudaginn. Sveindís lagði upp tvö fyrstu mörkin fyrir þær Ingibjörgu Sigurðardóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur. Hún skoraði síðan þriðja markið sjálf. 2+2 Hún er þar með komin með tvö mörk og tvær stoðsendingar í undankeppninni. Sveindís er eini leikmaðurinn í A-deildinni sem er með tvennt af hvoru, það er tvö mörk eða meira og tvær eða fleiri stoðsendingar. Sveindís Jane Jónsdóttir gefur aðdáenda eiginhandaráritun eftir leikinn.Vísir/Anton Brink Engin af hinum sem hafa skorað tvö mörk eða fleiri í undankeppni A-deildarinnar hafa gefið fleiri en eina stoðsendingu. 22 leikmenn hafa skorað tvö mörk eða fleiri þegar Sveindís er meðtalin. Engin af þeim tíu öðrum sem hafa gefið tvær stoðsendingar eða fleiri hafa síðan náð að skora meira en eitt mark. Karólína Lea ofarlega Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meðal þeirra efstu í stoðsendingum en hún hefur gefið þrjár stoðsendingar. Aðeins Spánverjinn Athenea del Castillo hefur gefið fleiri stoðsendingar eða fjórar. Karólína Lea er með þrjár stoðsendingar eins og þrjár aðrar eða Pernille Harder frá Danmörku, Alexia Putellas frá Spáni og Barbara Dunst frá Austurríki. Markahæstu leikmenn undankeppninnar eru Lea Schüller frá Þýskalandi og Eileen Campbell frá Austurríki með fimm mörk hvor. Sveindís er markahæst í íslenska liðinu ásamt Hlín Eiríksdóttur en báðar hafa þær skorað tvö mörk.
EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira