St. Louis tapaði 4-1 á heimavelli á móti Vancouver Whitecaps.
Nökkvi jafnaði metin í 1-1 á 27. mínútu eftir að Vancouver komst yfir eftir níu mínútur. Nökkvi reyndi viðstöðulaust skot sem fór í varnarmann en hann náði frákastinu og skoraði.
Vancouver komst yfir mínútu fyrir hálfleik og skoraði síðan tvö mörk í seinni hálfleiknum.
Þetta var annað tap St. Louis í röð en liðið er í þrettánda og næst neðsta sætinu í Vesturdeildinni
Nökkvi Þeyr hefur skorað tvö mörk í nítján leikjum á tímabilinu. Það má sjá markið hans í nótt með því að fletta hér fyrir neðan.