Reischel er tveggja metra hár framherji sem kemur til Keflavíkur frá Eisbären Bremerhaven í Þýskalandi þar sem hann hefur leikið undanfarin þrjú tímabil.
Með Bremerhaven, sem leikur í þýsku B-deildinni, skilaði Reischel 14 stigum að meðaltali í leik, ásamt fjórum fráköstum og þremur stoðsendingum.
Reischel er 32 ára gamall, en Keflvíkingar greindu frá vistaskiptunum á samfélagsmiðlum sínum.
Keflvíkingar höfnuðu í þriðja sæti deildarinnar á síðasta tímabili, en féll úr leik í undanúrslitum úrslitakeppninnar eftir rimmu gegn Grindavík. Keflvíkingar urðu hins vegar bikarmeistarar á síðasta tímabili.