Forseti ÍSÍ hvattur til að hefja tiltektina í eigin starfsemi Sigurður G. Guðjónsson skrifar 15. júlí 2024 10:30 Í síðustu viku óskaði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), eftir því í viðtali við Vísi að stjórnvöld myndu hlutast til um og stöðva starfsemi erlendra veðmálasíðna sem fjöldi Íslendinga kýs að spila á af eigin fúsum og frjálsum vilja. Nefndi Lárus sérstaklega það framferði eins af erlendu fyrirtækjunum að styrkja útilegu nemenda í Verslunarskólanum. Um þann hluta málflutnings Lárusar er hægt að taka heilshugar undir. Ótækt er að veðmála- og happdrættisfyrirtæki stýri markaðssetningu sinni sérstaklega að ungmennum. Það væri hins vegar tilvalið fyrir Lárus að byrja á að taka til í eigin rekstri í þeim efnum ef hann vill eyða öllum veðmálaauglýsingum úr umhverfi þar sem unglingar koma við sögu. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er aðaleigandi umfangsmesta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, sem borgar háa upphæð fyrir að láta næstefstu deild karla í fótbolta heita í höfuðið á veðmálastarfsemi sinni. Í Lengjudeildinni spilar ár hvert fjöldi leikmanna sem hefur ekki náð átján ára aldri og áhorfendapallar liða í deildinni eru þar að auki fullar af börnum. Þannig tekur þetta íslenska veðmálafyrirtæki virkan þátt í starfi leikmanna á barnsaldri og beinir efni sínu að fjölbreyttum stuðningshópum liðanna þar á meðal börnum. Sundurliðun á kostnaði Sjálfur situr Lárus fyrir hönd ÍSÍ í stjórn Getspár sem ýtir af þvílíku offorsi í hverri viku undir þátttöku landsmanna í þremur lottóleikjum: Lottó, Viking Lotto og Euro Jackpot, að fáir aðrir auglýsendur á landinu komast með tærnar þar sem Lárus og félagar hafa hælana þegar kemur að fjáraustri við kaup á birtingu auglýsinga. Umsvif Getspár og Íslenskra getrauna eru reyndar með þeim hætti að full ástæða er til að kalla eftir sundurliðun á kostnaði þessara fyrirtækja ekki aðeins við kaup á auglýsingum, heldur einnig við laun- og hlunnindi stjórnenda og stjórnarfólks. Þær upplýsingar eru af af einhverjum sökum ekki aðgengilegar í ársreikningum félaganna. Vandað til verka Ástæðan fyrir því að sá sem hér skrifar hefur áhuga á þessum málum eru meðal annars að vinnubrögð íslensku einokunar fyrirtækjanna, á sviði veðmála og happdrættis, eru í hrópandi mótsögn við áherslu skjólstæðings míns, sænska fyrirtækisins Betsson, sem hefur alla tíð haft í öndvegi að vanda mjög til verka. Betsson hvílir á yfir 60 ára gömlum grunni og er skráð í kauphöll Nasdaq í Stokkhólmi, með þeirri gagnsæis- og upplýsingaskyldu sem þeirri skráningu fylgir. Betsson lýtur ströngum reglum Evrópusambandsins (ESB) um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka auk sérstakra reglna sambandsins um gagnsæi og skyldur veðmálafyrirtækja. Þar á meðal ber þeim skylda til að framkvæma áreiðanleikakannanir um uppruna fjármuna og eftir atvikum tilkynna grunsamleg viðskipti. Er þetta í samræmi við kvaðir sem íslenskar bankastofnanir og fjármálafyrirtæki verða að uppfylla ef þau ætla að starfa á evrópska efnahagssvæðinu. Eru þessar reglur mun strangari en gilda samkvæmt íslenskum lögum um spila- og happdrættisfyrirtæki. Ólöglegt er fyrir fólk undir 18 ára aldri að opna reikninga og/eða spila fjárhættuspil hjá Betsson. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að óska eftir sönnun um aldur frá öllum viðskiptavinum sínum og getur lokað reikningum þangað til viðeigandi gögn hafa borist.Þá hefur Betsson þróað öflug rafræn tól til sem stuðla að ábyrgri spilamennsku. Þar á meðal eru möguleg inngrip til að stöðva óheilbrigða spilamennsku. Er þessi þáttur spilaumhverfisins á síðu Betsson mun umfangsmeiri en hjá flestum öðrum vefsíðum, að meðtöldum íslensku happdrættis- og veðmálafyrirtækjunum. Ísland og Noregur ein eftirFyrir hönd Betsson vil ég enn og aftur beina því til fjölmiðla og áhugafólks um getraunir og netspilamennsku að gera skýran greinarmun á þeim fyrirtækjum sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel.Í því samhengi er rétt að benda áhugafólki á að á undanförnum árum hafa nánast öll lönd Evrópu innleitt grundvallarbreytingar á laga- og reglusetningu netspilamála og aukið frjálsræði í þeim efnum. Ísland og Noregur eru undantekningarnar frá þeirri þróun.Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð eru meðal þjóða sem hafa afnumið einokunarmódel sín og innleitt leyfiskerfi opið öllum ábyrgum rekstraraðilum.Kosturinn við umhverfi þar sem fyrirtækjum ber að skrá sig og fá leyfi eru ýmsir. Þannig er ekki aðeins hægt að tryggja frjálsa samkeppni heldur undirgangast fyrirtækin að fara eftir ákveðnum reglur sem tryggja meðal annars neytendavernd og að þau beini auglýsingum sínum ekki að börnum og ungmennum.Betsson hefur fyrir löngu tekið þess skref af eigin hvötum, en eins og fréttir undanfarinna vikna bera með sér, á það því miður ekki við um ýmis önnur fyrirtæki. Bæði erlend en líka innlend eins og bent er á hér að ofan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku óskaði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), eftir því í viðtali við Vísi að stjórnvöld myndu hlutast til um og stöðva starfsemi erlendra veðmálasíðna sem fjöldi Íslendinga kýs að spila á af eigin fúsum og frjálsum vilja. Nefndi Lárus sérstaklega það framferði eins af erlendu fyrirtækjunum að styrkja útilegu nemenda í Verslunarskólanum. Um þann hluta málflutnings Lárusar er hægt að taka heilshugar undir. Ótækt er að veðmála- og happdrættisfyrirtæki stýri markaðssetningu sinni sérstaklega að ungmennum. Það væri hins vegar tilvalið fyrir Lárus að byrja á að taka til í eigin rekstri í þeim efnum ef hann vill eyða öllum veðmálaauglýsingum úr umhverfi þar sem unglingar koma við sögu. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er aðaleigandi umfangsmesta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, sem borgar háa upphæð fyrir að láta næstefstu deild karla í fótbolta heita í höfuðið á veðmálastarfsemi sinni. Í Lengjudeildinni spilar ár hvert fjöldi leikmanna sem hefur ekki náð átján ára aldri og áhorfendapallar liða í deildinni eru þar að auki fullar af börnum. Þannig tekur þetta íslenska veðmálafyrirtæki virkan þátt í starfi leikmanna á barnsaldri og beinir efni sínu að fjölbreyttum stuðningshópum liðanna þar á meðal börnum. Sundurliðun á kostnaði Sjálfur situr Lárus fyrir hönd ÍSÍ í stjórn Getspár sem ýtir af þvílíku offorsi í hverri viku undir þátttöku landsmanna í þremur lottóleikjum: Lottó, Viking Lotto og Euro Jackpot, að fáir aðrir auglýsendur á landinu komast með tærnar þar sem Lárus og félagar hafa hælana þegar kemur að fjáraustri við kaup á birtingu auglýsinga. Umsvif Getspár og Íslenskra getrauna eru reyndar með þeim hætti að full ástæða er til að kalla eftir sundurliðun á kostnaði þessara fyrirtækja ekki aðeins við kaup á auglýsingum, heldur einnig við laun- og hlunnindi stjórnenda og stjórnarfólks. Þær upplýsingar eru af af einhverjum sökum ekki aðgengilegar í ársreikningum félaganna. Vandað til verka Ástæðan fyrir því að sá sem hér skrifar hefur áhuga á þessum málum eru meðal annars að vinnubrögð íslensku einokunar fyrirtækjanna, á sviði veðmála og happdrættis, eru í hrópandi mótsögn við áherslu skjólstæðings míns, sænska fyrirtækisins Betsson, sem hefur alla tíð haft í öndvegi að vanda mjög til verka. Betsson hvílir á yfir 60 ára gömlum grunni og er skráð í kauphöll Nasdaq í Stokkhólmi, með þeirri gagnsæis- og upplýsingaskyldu sem þeirri skráningu fylgir. Betsson lýtur ströngum reglum Evrópusambandsins (ESB) um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka auk sérstakra reglna sambandsins um gagnsæi og skyldur veðmálafyrirtækja. Þar á meðal ber þeim skylda til að framkvæma áreiðanleikakannanir um uppruna fjármuna og eftir atvikum tilkynna grunsamleg viðskipti. Er þetta í samræmi við kvaðir sem íslenskar bankastofnanir og fjármálafyrirtæki verða að uppfylla ef þau ætla að starfa á evrópska efnahagssvæðinu. Eru þessar reglur mun strangari en gilda samkvæmt íslenskum lögum um spila- og happdrættisfyrirtæki. Ólöglegt er fyrir fólk undir 18 ára aldri að opna reikninga og/eða spila fjárhættuspil hjá Betsson. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að óska eftir sönnun um aldur frá öllum viðskiptavinum sínum og getur lokað reikningum þangað til viðeigandi gögn hafa borist.Þá hefur Betsson þróað öflug rafræn tól til sem stuðla að ábyrgri spilamennsku. Þar á meðal eru möguleg inngrip til að stöðva óheilbrigða spilamennsku. Er þessi þáttur spilaumhverfisins á síðu Betsson mun umfangsmeiri en hjá flestum öðrum vefsíðum, að meðtöldum íslensku happdrættis- og veðmálafyrirtækjunum. Ísland og Noregur ein eftirFyrir hönd Betsson vil ég enn og aftur beina því til fjölmiðla og áhugafólks um getraunir og netspilamennsku að gera skýran greinarmun á þeim fyrirtækjum sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel.Í því samhengi er rétt að benda áhugafólki á að á undanförnum árum hafa nánast öll lönd Evrópu innleitt grundvallarbreytingar á laga- og reglusetningu netspilamála og aukið frjálsræði í þeim efnum. Ísland og Noregur eru undantekningarnar frá þeirri þróun.Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð eru meðal þjóða sem hafa afnumið einokunarmódel sín og innleitt leyfiskerfi opið öllum ábyrgum rekstraraðilum.Kosturinn við umhverfi þar sem fyrirtækjum ber að skrá sig og fá leyfi eru ýmsir. Þannig er ekki aðeins hægt að tryggja frjálsa samkeppni heldur undirgangast fyrirtækin að fara eftir ákveðnum reglur sem tryggja meðal annars neytendavernd og að þau beini auglýsingum sínum ekki að börnum og ungmennum.Betsson hefur fyrir löngu tekið þess skref af eigin hvötum, en eins og fréttir undanfarinna vikna bera með sér, á það því miður ekki við um ýmis önnur fyrirtæki. Bæði erlend en líka innlend eins og bent er á hér að ofan.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun