Mac Allister hljóp úr klefanum til að bjarga mömmu sinni Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júlí 2024 15:31 Móðir argentínska landsliðsmannsins lenti í örtröðinni fyrir utan völlinn. getty / fotojet Miðalausir aðdáendur gerðu innrás á Hard Rock leikvanginn í nótt fyrir úrslitaleik Copa América. Alexis Mac Allister, landsliðsmaður Argentínu, hljóp úr búningsherberginu til að bjarga móður sinni. Talið er að um 7.000 miðalausir aðdáendur hafi reynt að brjóta sér leið inn á leikvanginn. Það gerðu þeir með ýmsum leiðum, klifruðu yfir girðingar og veggi, brutu niður öryggishlið og laumuðu sér í gegnum loftræstikerfi. Copa América championship game delayed 30 min because of fans entering without a ticket. Fans broke down walls to get into this stadium, gates at Hard Rock Stadium have been breached, officials literally chasing supporters throughout the stadium, people getting into the game… pic.twitter.com/gI6zt2Cgb3— Ivano Panetti (@ivanopanetti) July 15, 2024 Um tíma var óvíst hvort leikurinn gæti farið fram, slík var óreiðan og óöryggi meðal skipuleggjenda. Margir aðdáendur sem áttu miða lentu í því að aðgangshliðum var lokað svo öryggisgæsla gæti sinnt því verkefni að bola miðalausum út. ¡Portazo en la final!🙃Lamentables imágenes en lo que debería de ser una fiesta total de la Copa América.Las autoridades se han visto rebasadas por el número de aficionados que han asistido al #HardRockStadium #FinalDeVerano #LaSensacionDelVerano pic.twitter.com/ZUynVgInzf— TV Azteca Deportes (@AztecaDeportes) July 15, 2024 Meðal þeirra sem festist í troðningi fyrir utan eitt aðgangshliðið var móðir Alexis Mac Allister. Hún hringdi í son sinn sem hljóp áhyggjufullur út úr búningsherbergi Argentínu. „Ég hélt að leikurinn myndi ekki fara fram. Þetta voru ómannúðlegar aðstæður. Við vorum í samskiptum við Alexis allan tímann. Hann gat ekkert gert en beið þangað til vorum komin inn og faðmaði okkur þegar hann sá að við vorum óhult. Svo róuðum við hann niður og sögðum honum að fara og vinna leikinn,“ sagði Silvina við TyC Sports. Það Argentína gerði að endingu, 1-0 eftir framlengingu. Tengdar fréttir Argentína vann frestaðan úrslitaleik Copa América Rúmlega klukkutíma seinkun varð á úrslitaleik Copa América, sem Argentína vann 1-0 eftir framlengingu gegn Kólumbíu. 15. júlí 2024 07:00 Myndir: Ökklinn á Messi stokkbólginn er hann var tekinn af velli Lionel Messi þurfti að fara meiddur af velli eftir rúmlega klukkutíma leik er Argentína tryggði sér sigur á Copa America annað mótið í röð í nótt. 15. júlí 2024 12:31 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Sjá meira
Talið er að um 7.000 miðalausir aðdáendur hafi reynt að brjóta sér leið inn á leikvanginn. Það gerðu þeir með ýmsum leiðum, klifruðu yfir girðingar og veggi, brutu niður öryggishlið og laumuðu sér í gegnum loftræstikerfi. Copa América championship game delayed 30 min because of fans entering without a ticket. Fans broke down walls to get into this stadium, gates at Hard Rock Stadium have been breached, officials literally chasing supporters throughout the stadium, people getting into the game… pic.twitter.com/gI6zt2Cgb3— Ivano Panetti (@ivanopanetti) July 15, 2024 Um tíma var óvíst hvort leikurinn gæti farið fram, slík var óreiðan og óöryggi meðal skipuleggjenda. Margir aðdáendur sem áttu miða lentu í því að aðgangshliðum var lokað svo öryggisgæsla gæti sinnt því verkefni að bola miðalausum út. ¡Portazo en la final!🙃Lamentables imágenes en lo que debería de ser una fiesta total de la Copa América.Las autoridades se han visto rebasadas por el número de aficionados que han asistido al #HardRockStadium #FinalDeVerano #LaSensacionDelVerano pic.twitter.com/ZUynVgInzf— TV Azteca Deportes (@AztecaDeportes) July 15, 2024 Meðal þeirra sem festist í troðningi fyrir utan eitt aðgangshliðið var móðir Alexis Mac Allister. Hún hringdi í son sinn sem hljóp áhyggjufullur út úr búningsherbergi Argentínu. „Ég hélt að leikurinn myndi ekki fara fram. Þetta voru ómannúðlegar aðstæður. Við vorum í samskiptum við Alexis allan tímann. Hann gat ekkert gert en beið þangað til vorum komin inn og faðmaði okkur þegar hann sá að við vorum óhult. Svo róuðum við hann niður og sögðum honum að fara og vinna leikinn,“ sagði Silvina við TyC Sports. Það Argentína gerði að endingu, 1-0 eftir framlengingu.
Tengdar fréttir Argentína vann frestaðan úrslitaleik Copa América Rúmlega klukkutíma seinkun varð á úrslitaleik Copa América, sem Argentína vann 1-0 eftir framlengingu gegn Kólumbíu. 15. júlí 2024 07:00 Myndir: Ökklinn á Messi stokkbólginn er hann var tekinn af velli Lionel Messi þurfti að fara meiddur af velli eftir rúmlega klukkutíma leik er Argentína tryggði sér sigur á Copa America annað mótið í röð í nótt. 15. júlí 2024 12:31 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Sjá meira
Argentína vann frestaðan úrslitaleik Copa América Rúmlega klukkutíma seinkun varð á úrslitaleik Copa América, sem Argentína vann 1-0 eftir framlengingu gegn Kólumbíu. 15. júlí 2024 07:00
Myndir: Ökklinn á Messi stokkbólginn er hann var tekinn af velli Lionel Messi þurfti að fara meiddur af velli eftir rúmlega klukkutíma leik er Argentína tryggði sér sigur á Copa America annað mótið í röð í nótt. 15. júlí 2024 12:31