„Ég held að allir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júlí 2024 15:35 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er staddur á Írlandi í annað sinn á tveimur vikum. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Víkingur spilar gríðarmikilvægan seinni leik við Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Þjálfarinn Arnar Gunnlaugsson á von á allt öðruvísi leik í kvöld. Víkingsliðið flaug til Írlands á sunnudagsmorgun og æfði í gær á Tallaght leikvanginum þar sem leikur kvöldsins fer fram. Arnar segir toppaðstæður bíða þeirra þar og liðið er vel undirbúið fyrir átökin. „Búnir að reyna að undirbúa okkur sem allra best, reyna að halda spennustiginu réttu. Þetta er tricky, íslenskir leikmenn eru ekki vanir að hugsa um bara einn leik í nokkra daga. Oft er önnur vinna, krakkar og skyldur að gegna heima fyrir. Mjög þægilegt að hafa hópinn út af fyrir sig í tvo daga,“ sagði Arnar léttur í bragði. „Við áttum góða frammistöðu á Víkingsvelli og þurfum að byggja ofan á það þó þetta verði kannski svolítið öðruvísi leikur. Verðum að respecta það að við erum á útivelli í Evrópukeppni en halda í okkar gildi og gera það sem gerir okkur að sterku liði.“ Gerir ráð fyrir öðruvísi leik í kvöld Báðir þjálfarar voru einmitt sammála um það eftir síðasta leik að seinni leikurinn yrði allt öðruvísi en 0-0 jafnteflið á Víkingsvelli, en hvað mun breytast? „Maður hefur séð marga leiki með Shamrock og þeirra DNA fékk aldrei að skína á Víkingsvelli. Hvort sem þeir lögðu upp með að leggjast svona lágt niður eða hvort við þrýstum þeim niður, erfitt að segja til um það. En á heimavelli [í kvöld] held ég að þeir muni spila allt öðruvísi, taka meiri sénsa, stíga ofar og reyna að setja sitt mark á leikinn. Hafa áhrif með öðrum hætti en þeir gerðu á Víkingsvelli.“ Njósnarferðin til Írlands Þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem Arnar fer til Dyflinnar, hann og aðstoðarþjálfarinn Sölvi Geir Ottesen fóru í njósnarferð og sáu Shamrock Rovers spila á Tallaght leikvanginum. Þeir félagar gistu á hóteli rétt hjá leikvanginum en liðið er lengra frá núna. „Það var bara út af praktíkinni, að geta labbað yfir [á leikvanginn]. Núna erum við lengra frá, það á að fylgja svona kvöldum, fílingurinn að fara í rútuna og keyra smástund á völlinn. Ekki bara labba yfir einhverja gangbraut.“ Mikið undir í kvöld Það er til mikils að vinna í kvöld fyrir Víking. Takist liðinu að leggja Shamrock fær það þrjá sénsa til að koma sér í Sambandsdeildina, og jafnvel lengra ef vel gengur. Tapist leikurinn í kvöld þarf Víkingur að vinna næstu tvö einvígi til að komast í Sambandsdeildina. „Þetta er bara gríðarlega mikilvægt, ég held að allir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi og það er búið að vera nokkuð þægileg stemning hjá okkur. Eins og ég hef oft talað um innan hópsins, ef það má sletta, við erum quietly confident. Þarft ekkert að vera að gjamma á hverjum degi, maður skynjar bara að strákarnir eru með fókus á verkefnið. Þannig á þetta að vera,“ sagði Arnar að lokum. Leikur Víkings gegn Shamrock Rovers hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Víkingsliðið flaug til Írlands á sunnudagsmorgun og æfði í gær á Tallaght leikvanginum þar sem leikur kvöldsins fer fram. Arnar segir toppaðstæður bíða þeirra þar og liðið er vel undirbúið fyrir átökin. „Búnir að reyna að undirbúa okkur sem allra best, reyna að halda spennustiginu réttu. Þetta er tricky, íslenskir leikmenn eru ekki vanir að hugsa um bara einn leik í nokkra daga. Oft er önnur vinna, krakkar og skyldur að gegna heima fyrir. Mjög þægilegt að hafa hópinn út af fyrir sig í tvo daga,“ sagði Arnar léttur í bragði. „Við áttum góða frammistöðu á Víkingsvelli og þurfum að byggja ofan á það þó þetta verði kannski svolítið öðruvísi leikur. Verðum að respecta það að við erum á útivelli í Evrópukeppni en halda í okkar gildi og gera það sem gerir okkur að sterku liði.“ Gerir ráð fyrir öðruvísi leik í kvöld Báðir þjálfarar voru einmitt sammála um það eftir síðasta leik að seinni leikurinn yrði allt öðruvísi en 0-0 jafnteflið á Víkingsvelli, en hvað mun breytast? „Maður hefur séð marga leiki með Shamrock og þeirra DNA fékk aldrei að skína á Víkingsvelli. Hvort sem þeir lögðu upp með að leggjast svona lágt niður eða hvort við þrýstum þeim niður, erfitt að segja til um það. En á heimavelli [í kvöld] held ég að þeir muni spila allt öðruvísi, taka meiri sénsa, stíga ofar og reyna að setja sitt mark á leikinn. Hafa áhrif með öðrum hætti en þeir gerðu á Víkingsvelli.“ Njósnarferðin til Írlands Þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem Arnar fer til Dyflinnar, hann og aðstoðarþjálfarinn Sölvi Geir Ottesen fóru í njósnarferð og sáu Shamrock Rovers spila á Tallaght leikvanginum. Þeir félagar gistu á hóteli rétt hjá leikvanginum en liðið er lengra frá núna. „Það var bara út af praktíkinni, að geta labbað yfir [á leikvanginn]. Núna erum við lengra frá, það á að fylgja svona kvöldum, fílingurinn að fara í rútuna og keyra smástund á völlinn. Ekki bara labba yfir einhverja gangbraut.“ Mikið undir í kvöld Það er til mikils að vinna í kvöld fyrir Víking. Takist liðinu að leggja Shamrock fær það þrjá sénsa til að koma sér í Sambandsdeildina, og jafnvel lengra ef vel gengur. Tapist leikurinn í kvöld þarf Víkingur að vinna næstu tvö einvígi til að komast í Sambandsdeildina. „Þetta er bara gríðarlega mikilvægt, ég held að allir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi og það er búið að vera nokkuð þægileg stemning hjá okkur. Eins og ég hef oft talað um innan hópsins, ef það má sletta, við erum quietly confident. Þarft ekkert að vera að gjamma á hverjum degi, maður skynjar bara að strákarnir eru með fókus á verkefnið. Þannig á þetta að vera,“ sagði Arnar að lokum. Leikur Víkings gegn Shamrock Rovers hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn