„Ég held að allir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júlí 2024 15:35 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er staddur á Írlandi í annað sinn á tveimur vikum. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Víkingur spilar gríðarmikilvægan seinni leik við Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Þjálfarinn Arnar Gunnlaugsson á von á allt öðruvísi leik í kvöld. Víkingsliðið flaug til Írlands á sunnudagsmorgun og æfði í gær á Tallaght leikvanginum þar sem leikur kvöldsins fer fram. Arnar segir toppaðstæður bíða þeirra þar og liðið er vel undirbúið fyrir átökin. „Búnir að reyna að undirbúa okkur sem allra best, reyna að halda spennustiginu réttu. Þetta er tricky, íslenskir leikmenn eru ekki vanir að hugsa um bara einn leik í nokkra daga. Oft er önnur vinna, krakkar og skyldur að gegna heima fyrir. Mjög þægilegt að hafa hópinn út af fyrir sig í tvo daga,“ sagði Arnar léttur í bragði. „Við áttum góða frammistöðu á Víkingsvelli og þurfum að byggja ofan á það þó þetta verði kannski svolítið öðruvísi leikur. Verðum að respecta það að við erum á útivelli í Evrópukeppni en halda í okkar gildi og gera það sem gerir okkur að sterku liði.“ Gerir ráð fyrir öðruvísi leik í kvöld Báðir þjálfarar voru einmitt sammála um það eftir síðasta leik að seinni leikurinn yrði allt öðruvísi en 0-0 jafnteflið á Víkingsvelli, en hvað mun breytast? „Maður hefur séð marga leiki með Shamrock og þeirra DNA fékk aldrei að skína á Víkingsvelli. Hvort sem þeir lögðu upp með að leggjast svona lágt niður eða hvort við þrýstum þeim niður, erfitt að segja til um það. En á heimavelli [í kvöld] held ég að þeir muni spila allt öðruvísi, taka meiri sénsa, stíga ofar og reyna að setja sitt mark á leikinn. Hafa áhrif með öðrum hætti en þeir gerðu á Víkingsvelli.“ Njósnarferðin til Írlands Þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem Arnar fer til Dyflinnar, hann og aðstoðarþjálfarinn Sölvi Geir Ottesen fóru í njósnarferð og sáu Shamrock Rovers spila á Tallaght leikvanginum. Þeir félagar gistu á hóteli rétt hjá leikvanginum en liðið er lengra frá núna. „Það var bara út af praktíkinni, að geta labbað yfir [á leikvanginn]. Núna erum við lengra frá, það á að fylgja svona kvöldum, fílingurinn að fara í rútuna og keyra smástund á völlinn. Ekki bara labba yfir einhverja gangbraut.“ Mikið undir í kvöld Það er til mikils að vinna í kvöld fyrir Víking. Takist liðinu að leggja Shamrock fær það þrjá sénsa til að koma sér í Sambandsdeildina, og jafnvel lengra ef vel gengur. Tapist leikurinn í kvöld þarf Víkingur að vinna næstu tvö einvígi til að komast í Sambandsdeildina. „Þetta er bara gríðarlega mikilvægt, ég held að allir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi og það er búið að vera nokkuð þægileg stemning hjá okkur. Eins og ég hef oft talað um innan hópsins, ef það má sletta, við erum quietly confident. Þarft ekkert að vera að gjamma á hverjum degi, maður skynjar bara að strákarnir eru með fókus á verkefnið. Þannig á þetta að vera,“ sagði Arnar að lokum. Leikur Víkings gegn Shamrock Rovers hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira
Víkingsliðið flaug til Írlands á sunnudagsmorgun og æfði í gær á Tallaght leikvanginum þar sem leikur kvöldsins fer fram. Arnar segir toppaðstæður bíða þeirra þar og liðið er vel undirbúið fyrir átökin. „Búnir að reyna að undirbúa okkur sem allra best, reyna að halda spennustiginu réttu. Þetta er tricky, íslenskir leikmenn eru ekki vanir að hugsa um bara einn leik í nokkra daga. Oft er önnur vinna, krakkar og skyldur að gegna heima fyrir. Mjög þægilegt að hafa hópinn út af fyrir sig í tvo daga,“ sagði Arnar léttur í bragði. „Við áttum góða frammistöðu á Víkingsvelli og þurfum að byggja ofan á það þó þetta verði kannski svolítið öðruvísi leikur. Verðum að respecta það að við erum á útivelli í Evrópukeppni en halda í okkar gildi og gera það sem gerir okkur að sterku liði.“ Gerir ráð fyrir öðruvísi leik í kvöld Báðir þjálfarar voru einmitt sammála um það eftir síðasta leik að seinni leikurinn yrði allt öðruvísi en 0-0 jafnteflið á Víkingsvelli, en hvað mun breytast? „Maður hefur séð marga leiki með Shamrock og þeirra DNA fékk aldrei að skína á Víkingsvelli. Hvort sem þeir lögðu upp með að leggjast svona lágt niður eða hvort við þrýstum þeim niður, erfitt að segja til um það. En á heimavelli [í kvöld] held ég að þeir muni spila allt öðruvísi, taka meiri sénsa, stíga ofar og reyna að setja sitt mark á leikinn. Hafa áhrif með öðrum hætti en þeir gerðu á Víkingsvelli.“ Njósnarferðin til Írlands Þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem Arnar fer til Dyflinnar, hann og aðstoðarþjálfarinn Sölvi Geir Ottesen fóru í njósnarferð og sáu Shamrock Rovers spila á Tallaght leikvanginum. Þeir félagar gistu á hóteli rétt hjá leikvanginum en liðið er lengra frá núna. „Það var bara út af praktíkinni, að geta labbað yfir [á leikvanginn]. Núna erum við lengra frá, það á að fylgja svona kvöldum, fílingurinn að fara í rútuna og keyra smástund á völlinn. Ekki bara labba yfir einhverja gangbraut.“ Mikið undir í kvöld Það er til mikils að vinna í kvöld fyrir Víking. Takist liðinu að leggja Shamrock fær það þrjá sénsa til að koma sér í Sambandsdeildina, og jafnvel lengra ef vel gengur. Tapist leikurinn í kvöld þarf Víkingur að vinna næstu tvö einvígi til að komast í Sambandsdeildina. „Þetta er bara gríðarlega mikilvægt, ég held að allir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi og það er búið að vera nokkuð þægileg stemning hjá okkur. Eins og ég hef oft talað um innan hópsins, ef það má sletta, við erum quietly confident. Þarft ekkert að vera að gjamma á hverjum degi, maður skynjar bara að strákarnir eru með fókus á verkefnið. Þannig á þetta að vera,“ sagði Arnar að lokum. Leikur Víkings gegn Shamrock Rovers hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira