Englendingar á EM en Svíar og Norðmenn þurfa í umspil Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júlí 2024 20:30 Lucy Bronze og Fridolina Rolfö eigast við í Gautaborg í kvöld. Vísir/Getty Bæði Svíar og Norðmenn þurfa að fara í umspil um sæti á Evrópumótinu í Sviss á næsta ári. Undankeppninni lauk í kvöld þar sem Englendingar og Svíar háðu harða baráttu um beint sæti í lokakeppninni. Þó ljóst hafi verið að Ísland væri búið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar fyrir leik Íslands og Póllands í kvöld þá var mikil spenna í tveimur riðlum. Í riðli þrjú þurftu Svíar sigur gegn Englendingum til að fara upp fyrir enska liðið en Frakkar voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir leiki kvöldsins. Svíar tóku á móti Englandi á heimavelli sínum í Gautaborg og fengu færi til að skora markið sem þær þurftu. Það kom hins vegar aldrei og 0-0 jafntefli var niðurstaðan sem dugir Englendingum til að halda öðru sætinu. Svíar þurfa hins vegar að fara í umspil um sæti á EM og kemur í ljós á föstudaginn hverjir andstæðingar liðsins verða í umspilinu sem spilað verður í haust. Andstæðingarnir koma úr B eða C-deild undankeppninnar. #WEURO2025 bound. 🫶 pic.twitter.com/wonYNg0uGx— Lionesses (@Lionesses) July 16, 2024 Í hinum leik riðilsins komu Írar sér á blað í riðlinum með óvæntum sigri á gríðarsterku liði Frakklands. Frakkar voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir leiki kvöldsins en hefðu misst efsta sætið í hendur Englendinga hefðu enskar náð í sigur gegn Svíum. Frakkar enda því í efsta sæti riðilsins og fara örugglega á EM. Ítalir hentu Noregi í umspil Svipuð staða var í riðli eitt. Þar var hörð barátta á milli Ítalíu, Hollands og Noregs um efstu tvö sætin. Norðmenn tóku á móti Hollandi í Bergen en fyrir leikinn voru Hollendingar efstir í riðlinum með 8 stig en Norðmenn í öðru sæti með 6 stig. Ítalía var einnig með sex stig og tók á sama tíma á móti Finnum í Bolzano. Með sigri gátu Ítalirfarið upp fyrir annað hvort Hollendinga eða Norðmenn í töflunni. 𝐆𝐞𝐤𝐰𝐚𝐥𝐢𝐟𝐢𝐜𝐞𝐞𝐫𝐝! 👏De @oranjevrouwen plaatsen zich voor het EK 2025 na een gelijkspel op Noorwegen (1-1)! pic.twitter.com/KMSMd2Nm5z— KNVB (@KNVB) July 16, 2024 Það var ljóst snemma að Ítalía ætlaði sér að hirða annað af tveimur efstu sætunum. Þær komust í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Chiara Beccari og Manuela Giugliano og unnu að lokum 4-0 eftir mörk frá Michela Cambiaghi og sjálfsmarki Eva Nyström í seinni hálfleik. Það þýddi að Norðmenn þurftu sigur gegn Hollandi. Markalaust var í hálfleik en á 60. mínútu kom stórstjarnan Caroline Graham Hansen Noregi í 1-0 forystu og þá voru Hollendingar komnir niður í 3. sætið. Það var hins vegar stjarna hollenska liðsins Vivianne Miedema sem tryggði Hollandi sæti á EM með marki á 80. mínútu. Lokatölur 1-1 og því þurfa Norðmenn að fara sömu leið og nágrannarnir frá Svíþjóð ætli þær sér á EM næsta sumar. Úrslitin í undankeppni EM í kvöld: Danmörk - Tékkland 2-0Spánn - Belgía 2-0Írland - Frakkland 3-1Svíþjóð - England 0-0Ítalía - Finnland 4-0Noregur - Holland 0-0Þýskaland - Austurríki 4-0Ungverjaland - Tyrkland 1-4Sviss - Aserbaídjan 3-0Ísrael - Slóvakía 2-2Skotland - Serbía 1-0Norður-Írland - Bosnía og Hersegóvína 2-0Portúgal - Malta 2-0Úkraína - Króatía 2-0Wales - Kósóvó 2-0 EM í Sviss 2025 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Sjá meira
Þó ljóst hafi verið að Ísland væri búið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar fyrir leik Íslands og Póllands í kvöld þá var mikil spenna í tveimur riðlum. Í riðli þrjú þurftu Svíar sigur gegn Englendingum til að fara upp fyrir enska liðið en Frakkar voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir leiki kvöldsins. Svíar tóku á móti Englandi á heimavelli sínum í Gautaborg og fengu færi til að skora markið sem þær þurftu. Það kom hins vegar aldrei og 0-0 jafntefli var niðurstaðan sem dugir Englendingum til að halda öðru sætinu. Svíar þurfa hins vegar að fara í umspil um sæti á EM og kemur í ljós á föstudaginn hverjir andstæðingar liðsins verða í umspilinu sem spilað verður í haust. Andstæðingarnir koma úr B eða C-deild undankeppninnar. #WEURO2025 bound. 🫶 pic.twitter.com/wonYNg0uGx— Lionesses (@Lionesses) July 16, 2024 Í hinum leik riðilsins komu Írar sér á blað í riðlinum með óvæntum sigri á gríðarsterku liði Frakklands. Frakkar voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir leiki kvöldsins en hefðu misst efsta sætið í hendur Englendinga hefðu enskar náð í sigur gegn Svíum. Frakkar enda því í efsta sæti riðilsins og fara örugglega á EM. Ítalir hentu Noregi í umspil Svipuð staða var í riðli eitt. Þar var hörð barátta á milli Ítalíu, Hollands og Noregs um efstu tvö sætin. Norðmenn tóku á móti Hollandi í Bergen en fyrir leikinn voru Hollendingar efstir í riðlinum með 8 stig en Norðmenn í öðru sæti með 6 stig. Ítalía var einnig með sex stig og tók á sama tíma á móti Finnum í Bolzano. Með sigri gátu Ítalirfarið upp fyrir annað hvort Hollendinga eða Norðmenn í töflunni. 𝐆𝐞𝐤𝐰𝐚𝐥𝐢𝐟𝐢𝐜𝐞𝐞𝐫𝐝! 👏De @oranjevrouwen plaatsen zich voor het EK 2025 na een gelijkspel op Noorwegen (1-1)! pic.twitter.com/KMSMd2Nm5z— KNVB (@KNVB) July 16, 2024 Það var ljóst snemma að Ítalía ætlaði sér að hirða annað af tveimur efstu sætunum. Þær komust í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Chiara Beccari og Manuela Giugliano og unnu að lokum 4-0 eftir mörk frá Michela Cambiaghi og sjálfsmarki Eva Nyström í seinni hálfleik. Það þýddi að Norðmenn þurftu sigur gegn Hollandi. Markalaust var í hálfleik en á 60. mínútu kom stórstjarnan Caroline Graham Hansen Noregi í 1-0 forystu og þá voru Hollendingar komnir niður í 3. sætið. Það var hins vegar stjarna hollenska liðsins Vivianne Miedema sem tryggði Hollandi sæti á EM með marki á 80. mínútu. Lokatölur 1-1 og því þurfa Norðmenn að fara sömu leið og nágrannarnir frá Svíþjóð ætli þær sér á EM næsta sumar. Úrslitin í undankeppni EM í kvöld: Danmörk - Tékkland 2-0Spánn - Belgía 2-0Írland - Frakkland 3-1Svíþjóð - England 0-0Ítalía - Finnland 4-0Noregur - Holland 0-0Þýskaland - Austurríki 4-0Ungverjaland - Tyrkland 1-4Sviss - Aserbaídjan 3-0Ísrael - Slóvakía 2-2Skotland - Serbía 1-0Norður-Írland - Bosnía og Hersegóvína 2-0Portúgal - Malta 2-0Úkraína - Króatía 2-0Wales - Kósóvó 2-0
EM í Sviss 2025 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Sjá meira