Mahomes með skýr skilaboð: „Tími til að spila betur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2024 07:01 Mahomes hefur fjórum sinnum spilað til úrslita í NFL og þrívegis farið með sigur af hólmi. Jamie Squire/Getty Images Patrick Mahomes, leikstjórnandi NFL-meistara Kansas City Chiefs hefur sent liðsfélögum sínum í sóknarlínu Chiefs skýr skilaboð fyrir komandi tímabil. Kansas City Chiefs hefur undanfarið tvö ár staðið uppi sem sigurvegari NFL-deildarinnar eftir frækna sigra í Ofurskálinni, úrslitaleik deildarinnar. Í sumar snerist allt um Travis Kelce, og kærustu hans Taylor Swift. Kelce var samningslaus en ákvað á endanum að framlengja við Chiefs og setja stefnuna á þriðja meistaratitilinn í röð. Kelce og Mahomes eru reynsluboltar liðsins, því má áætla að pressan sé mest á þeirra herðum á komandi tímabili. Mahomes ákvað því að tvínóna ekki við hlutina og koma sér beint að efninu þegar leikmenn liðsins sneru aftur til æfinga. „Tími til kominn til að verða betri. Þó svo við höfum sigrað í Ofurskálinni á síðustu leiktíð þá leið mér aldrei eins og við höfum spilað okkar besta leik, sérstaklega sóknarlega,“ sagði Mahomes sem er á leið inn í sitt áttunda tímabil í deildinni, öll í búningi Chiefs. It's time for Patrick Mahomes and the Chiefs to begin the trek up the NFL mountain again in a quest for an historic three-peat.Kansas City's star QB has thrown down the proverbial gauntlet to himself — and his teammates.✍️ @ByNateTaylorhttps://t.co/XmYihlgAOi pic.twitter.com/lYcgvlyXh5— The Athletic (@TheAthletic) July 17, 2024 Mahomes vill að Chiefs verði það lið sem fái áhorfendur á fæti og eigi hverja stórbrotnu sóknina á fætur annarri. „Auðvitað var endir síðasta tímabils magnaður en ég held að mörgum okkar hafi fundist eins og við höfum ekki spilað fótboltann sem við viljum spila. Sóknarleikurinn var ekki nægilega skemmtilegur. Við erum að mestu með sama kjarna og ég veit hvernig þeim líður,“ sagði Mahomes að endingu. Ladies & gentlemen, WE’RE SO BACK. pic.twitter.com/V9CGKe1O0i— Kansas City Chiefs (@Chiefs) July 16, 2024 Það fer ekki á milli mála að vörn Chiefs vann titilinn á síðustu leiktíð en það er erfitt að kenna Mahomes um það. Hlauparar liðsins hlupu annað hvort rangar leiðir eða misstu sendingarnar frá Mahomes. Alls misstu hlauparar liðsins 25 sendingar sem þeir hefðu að öllum líkindum átt að grípa, fara þarf aftur til ársins 2012 til að finna lið sem missti fleiri bolta. Fari svo að Chiefs takist að laga sóknarleikinn hjá sér má reikna með að Mahomes, Kelce og félagar fari langt ef ekki alla leið í vetur. NFL Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Kansas City Chiefs hefur undanfarið tvö ár staðið uppi sem sigurvegari NFL-deildarinnar eftir frækna sigra í Ofurskálinni, úrslitaleik deildarinnar. Í sumar snerist allt um Travis Kelce, og kærustu hans Taylor Swift. Kelce var samningslaus en ákvað á endanum að framlengja við Chiefs og setja stefnuna á þriðja meistaratitilinn í röð. Kelce og Mahomes eru reynsluboltar liðsins, því má áætla að pressan sé mest á þeirra herðum á komandi tímabili. Mahomes ákvað því að tvínóna ekki við hlutina og koma sér beint að efninu þegar leikmenn liðsins sneru aftur til æfinga. „Tími til kominn til að verða betri. Þó svo við höfum sigrað í Ofurskálinni á síðustu leiktíð þá leið mér aldrei eins og við höfum spilað okkar besta leik, sérstaklega sóknarlega,“ sagði Mahomes sem er á leið inn í sitt áttunda tímabil í deildinni, öll í búningi Chiefs. It's time for Patrick Mahomes and the Chiefs to begin the trek up the NFL mountain again in a quest for an historic three-peat.Kansas City's star QB has thrown down the proverbial gauntlet to himself — and his teammates.✍️ @ByNateTaylorhttps://t.co/XmYihlgAOi pic.twitter.com/lYcgvlyXh5— The Athletic (@TheAthletic) July 17, 2024 Mahomes vill að Chiefs verði það lið sem fái áhorfendur á fæti og eigi hverja stórbrotnu sóknina á fætur annarri. „Auðvitað var endir síðasta tímabils magnaður en ég held að mörgum okkar hafi fundist eins og við höfum ekki spilað fótboltann sem við viljum spila. Sóknarleikurinn var ekki nægilega skemmtilegur. Við erum að mestu með sama kjarna og ég veit hvernig þeim líður,“ sagði Mahomes að endingu. Ladies & gentlemen, WE’RE SO BACK. pic.twitter.com/V9CGKe1O0i— Kansas City Chiefs (@Chiefs) July 16, 2024 Það fer ekki á milli mála að vörn Chiefs vann titilinn á síðustu leiktíð en það er erfitt að kenna Mahomes um það. Hlauparar liðsins hlupu annað hvort rangar leiðir eða misstu sendingarnar frá Mahomes. Alls misstu hlauparar liðsins 25 sendingar sem þeir hefðu að öllum líkindum átt að grípa, fara þarf aftur til ársins 2012 til að finna lið sem missti fleiri bolta. Fari svo að Chiefs takist að laga sóknarleikinn hjá sér má reikna með að Mahomes, Kelce og félagar fari langt ef ekki alla leið í vetur.
NFL Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira