Heimir segir að Kelleher þurfi að yfirgefa Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2024 10:02 Heimir Hallgrímsson segir að Caoimhín Kelleher, landsliðsmarkvörður Írlands, verði að komast í lið þar sem hann er aðalmarkvörður og fái örugglega að spila. Semsett/Getty Caoimhín Kelleher er varamarkvörður Liverpool en aðalmarkvörður írska landsliðsins. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hefur smá áhyggjur af því að hann spili ekki nóg með félagsliði sínu. Kelleher er náttúrulega í samkeppni við einn besta markvörð heims sem er Brasilíumaðurinn Alisson Becker. Alisson var hins vegar mikið meiddur á síðasta tímabili og því stóð Kelleher oft á milli stanganna hjá aðalliði Liverpool, hvort sem það var í ensku úrvalsdeildinni eða í Evrópukeppninni. New Ireland manager Heimir Hallgrímsson on Caoimhin Kelleher:“Of course he needs a move out, especially when he showed everyone that he can play at the highest level.”“It would be a shame if he’s not playing regularly after he has already shown everyone how good he is,… pic.twitter.com/NOn6HkQ8iB— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) July 17, 2024 Heimir er nýtekinn við sem landsliðsþjálfari Írlands og hann var spurður út í stöðuna hjá landsliðsmarkverðinum. Heimir vill að hann yfirgefi Liverpool. „Auðvitað þarf að hann að komast í burtu ekki síst vegna þess að hann er búinn að sýna öllum hvað hann getur á hæsta stiginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Mirror. Kelleher er 25 ára gamall og hefur verið hjá Liverpool síðan hann var sautján ára gamall. Hann var fyrst hjá yngri liðum félagsins en spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu tímabilið 2019-20. Allan sinn tíma hjá Liverpool hefur Kelleher verið varamarkvörður Alisson. Hann spilaði bara 21 leik í öllum keppnum fyrstu fjögur tímabil sín í aðalliði Liverpool en í fyrravetur voru leikirnir hins vegar 26 talsins vegna meiðsla Alisson. „Það yrði synd ef hann væri ekki að spila reglulega af því að hann er búinn að sýna okkur hversu góður hann er,“ sagði Heimir. Kelleher lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Írland árið 2021 og er kominn með fjórtán landsleiki. Hann hefur leikið fjóra af fimm leikjum Íra á árinu 2024. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__) Enski boltinn Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira
Kelleher er náttúrulega í samkeppni við einn besta markvörð heims sem er Brasilíumaðurinn Alisson Becker. Alisson var hins vegar mikið meiddur á síðasta tímabili og því stóð Kelleher oft á milli stanganna hjá aðalliði Liverpool, hvort sem það var í ensku úrvalsdeildinni eða í Evrópukeppninni. New Ireland manager Heimir Hallgrímsson on Caoimhin Kelleher:“Of course he needs a move out, especially when he showed everyone that he can play at the highest level.”“It would be a shame if he’s not playing regularly after he has already shown everyone how good he is,… pic.twitter.com/NOn6HkQ8iB— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) July 17, 2024 Heimir er nýtekinn við sem landsliðsþjálfari Írlands og hann var spurður út í stöðuna hjá landsliðsmarkverðinum. Heimir vill að hann yfirgefi Liverpool. „Auðvitað þarf að hann að komast í burtu ekki síst vegna þess að hann er búinn að sýna öllum hvað hann getur á hæsta stiginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Mirror. Kelleher er 25 ára gamall og hefur verið hjá Liverpool síðan hann var sautján ára gamall. Hann var fyrst hjá yngri liðum félagsins en spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu tímabilið 2019-20. Allan sinn tíma hjá Liverpool hefur Kelleher verið varamarkvörður Alisson. Hann spilaði bara 21 leik í öllum keppnum fyrstu fjögur tímabil sín í aðalliði Liverpool en í fyrravetur voru leikirnir hins vegar 26 talsins vegna meiðsla Alisson. „Það yrði synd ef hann væri ekki að spila reglulega af því að hann er búinn að sýna okkur hversu góður hann er,“ sagði Heimir. Kelleher lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Írland árið 2021 og er kominn með fjórtán landsleiki. Hann hefur leikið fjóra af fimm leikjum Íra á árinu 2024. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__)
Enski boltinn Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira