Klæðaleysi keisarans Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. júlí 2024 10:31 Hvar væri maður ef ekki væri fyrir menn eins og Ole Anton Bieltvedt sem veitir manni hvert tilefnið á fætur öðru til þess að stinga niður penna og fjalla um Evrópumálin. Málaflokk sem varðar mikilvæga hagsmuni okkar enda snýst hann fyrst og fremst um það hvort við förum áfram með valdið yfir okkar eigin málum eða framseljum það til Evrópusambandsins þar sem vægi okkar færi einkum eftir íbúafjölda landsins. Málflutning Oles til þessa hef ég ítrekað hrakið, og einkum með gögnum Evrópusambandsins sjálfs, en mér er ljúft og skylt að halda því áfram á meðan tilefni gefast. Ekki þó hans vegna, enda ljóst af framgöngu hans að hann tekur ekki mark á rökum sem henta honum ekki, ekki einu sinni þó þau komi frá sambandinu, heldur vegna annarra sem taka rökum og hafa áhuga á því að kynna sér staðreyndir málsins. Viðbrögð Oles hafa verið þau að birta í sífellu efni sem þegar hefur verið svarað og hrakið. Mögulega telur hann að birti hann það nógu oft fari fólk að halda að um sannleika sé að ræða. Ég skil fyrir vikið afskaplega vel að Ole skuli taka það óstinnt upp að ég skulu leyfa mér, svo notað sé orðalag hans, að vekja athygli fólks á því að keisarinn sé klæðalaus. Ég get hins vegar illa borið ábyrgð á klæðaleysi hans. Þetta yrði svonefnt „sæti við borðið“ Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem einróma samþykki, stundum kallað neitunarvald, á enn við um þegar teknar eru ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins. Hér áður var það reglan en heyrir nú til undantekninga. Þar á meðal eru til dæmis hvorki sjávarútvegs- né orkumál sem skipta okkur miklu. Þetta hefur eðli málsins samkvæmt komið sér verst fyrir fámennustu ríki sambandsins. Kæmi til inngöngu í Evrópusambandið fengi Ísland sex þingmenn á þing þess af 720 sem er sambærilegt við það að hafa einungis hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði tíu sinnum verri innan ráðherraráðs sambandsins þar sem vægi landsins yrði allajafna 0,08% eða á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Til að mynda nýtist reiknivél á vefsíðu ráðsins sjálfs ágætlega í slíkum útreikningum. Þetta yrði „sætið við borðið“. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki þess ekki eiginlega fulltrúa í henni enda er þeim sem þar sitja óheimilt samkvæmt Lissabon-sáttmálanum, grunnlöggjöf þess, að ganga erinda heimalanda sinna. Þeir eru einfaldlega embættismenn sambandsins. Varðandi forseta þings Evrópusambandsins, sem Ole nefnir, er hann ekki fulltrúi heimalands síns heldur þingflokksins sem hann tilheyrir innan þingsins. Skilyrði en ekki samningsmarkmið Vægi ríkja Evrópusambandsins verður eðli málsins samkvæmt ekki samið um við einstök umsóknarríki enda um að ræða heildarfyrirkomulag sem nær til allra ríkja þess. Seint yrði samþykkt af ríkjum sambandsins að allt annar mælikvarði gilti um Ísland í þeim efnum en þau sjálf. Hitt er annað mál að jafnvel þó vægi landsins yrði margfalt á við íbúafjöldann dygði það skammt enda yrðum við langfámennsta ríkið innan þess. Ég hef vísað til ýmissra gagna frá Evrópusambandinu, þar á meðal bæklings sem það hefur gefið út til útskýringar á umsóknarferlinu og viðræðuramma sambandsins vegna umsóknar Íslands á sínum tíma en fullt efnislegt samræmi er þar á milli. Ole hefur haldið því fram án rökstuðnings að þar sé einungis um samningsmarkmið Evrópusambandsins að ræða. Það samrýmist hins vegar engan veginn gögnum þess. Til að mynda voru viðræðurnar vegna umsóknar Íslands samþykktar af ráðherraráði Evrópusambandsins sumarið 2010 á þeim forsendum að þær færu fram innan viðræðurammans og að landið uppfyllti þau skilyrði sem þar væri kveðið á um. Viðræður við Tyrkland, sem Ole nefnir, hafa tekið langan tíma fyrst og fremst vegna þess að Tyrkir hafa ekki uppfyllt skilyrði sambandsins sem bundin eru í regluverk þess. Semjum okkur ekki frá yfirstjórn ESB Varanlegar undanþágur frá regluverki Evrópusambandsins og yfirstjórn þess eru ekki og hafa ekki verið í boði þegar umsóknarríki eiga í hlut. Dæmin sem Ole hefur nefnt í tilfelli umsóknarríkja og eiga erindi við veruleikann eru í öllum tilfellum sérstakar aðlagaðnir sem Ole kýs að kalla sérlausnir en þær verða að rúmast inna regluverks sambandsins og breyttu enn fremur engu um það að við færum undir vald þess. Fram kemur þannig í viðræðuramma Evrópusambandsins að Ísland yrði taka yrði upp allt regluverk þess og að sérstakar aðlaganir yrðu að rúmast innan ramma regluverksins sem fyrr segir. Þá yrði tímabundin aðlögun að því að vera „takmörkuð að tíma og umfangi“ og væri einungis í boði í undantekningartilfellum. Í öllum tilfellum mætti slíkt hvorki fela í sér breytingar á reglum sambandsins né stefnumörkun þess. Deginum ljósara er þannig að sérstakar aðlaganir væru engan veginn til þess fallnar að tryggja hagsmuni okkar Íslendinga kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni enda þyrftu þær að rúmast innan regluverks sambandsins sem fyrr segir og breyttu engu um það að við færum undir vald þess. Það er einfaldlega ekki í boði að semja sig frá yfirstjórn Evrópusambandsins. „Vitanlega er ESB ekki lokaður pakki“ Fyrir liggur einfaldlega í öllum meginatriðum hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér. Líkt og Uffe Ellemann-Jensen heitinn, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur og mikill hvatamaður þess að Ísland gengi í sambandið, orðaði það um árið: „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið.“ Hið sama á til að mynda við um Olli Rehn, þáverandi stækkunarstjóra Evrópusambandsins, þegar hann var inntur eftir því haustið 2009 hvort spil sambandsins yrðu loks lögð á borðið og upplýst hvað væri í boði eftir að sótt hafði verið um inngöngu í það: „Ef ég nota myndlíkingu þína þá eru spil Evrópusambandsins þegar á borðinu, fyrir allra augum. Það er að segja regluverk sambandsins og meginreglur þess.“ Ég hef fullan skilning á því að það þvælist fyrir Ole að svara skrifum mínum efnislega. Ekki sízt í ljósi þess að þau byggja einkum á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu og ummælum forystumanna þess. Telji hann hins vegar að ekkert sé að marka upplýsingar frá sambandinu geta það ekki beinlínis talizt meðmæli með inngöngu í það. Eðlilega vaknar þá sú spurning hvað fleira sé ómarktækt sem þaðan kemur? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hvar væri maður ef ekki væri fyrir menn eins og Ole Anton Bieltvedt sem veitir manni hvert tilefnið á fætur öðru til þess að stinga niður penna og fjalla um Evrópumálin. Málaflokk sem varðar mikilvæga hagsmuni okkar enda snýst hann fyrst og fremst um það hvort við förum áfram með valdið yfir okkar eigin málum eða framseljum það til Evrópusambandsins þar sem vægi okkar færi einkum eftir íbúafjölda landsins. Málflutning Oles til þessa hef ég ítrekað hrakið, og einkum með gögnum Evrópusambandsins sjálfs, en mér er ljúft og skylt að halda því áfram á meðan tilefni gefast. Ekki þó hans vegna, enda ljóst af framgöngu hans að hann tekur ekki mark á rökum sem henta honum ekki, ekki einu sinni þó þau komi frá sambandinu, heldur vegna annarra sem taka rökum og hafa áhuga á því að kynna sér staðreyndir málsins. Viðbrögð Oles hafa verið þau að birta í sífellu efni sem þegar hefur verið svarað og hrakið. Mögulega telur hann að birti hann það nógu oft fari fólk að halda að um sannleika sé að ræða. Ég skil fyrir vikið afskaplega vel að Ole skuli taka það óstinnt upp að ég skulu leyfa mér, svo notað sé orðalag hans, að vekja athygli fólks á því að keisarinn sé klæðalaus. Ég get hins vegar illa borið ábyrgð á klæðaleysi hans. Þetta yrði svonefnt „sæti við borðið“ Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem einróma samþykki, stundum kallað neitunarvald, á enn við um þegar teknar eru ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins. Hér áður var það reglan en heyrir nú til undantekninga. Þar á meðal eru til dæmis hvorki sjávarútvegs- né orkumál sem skipta okkur miklu. Þetta hefur eðli málsins samkvæmt komið sér verst fyrir fámennustu ríki sambandsins. Kæmi til inngöngu í Evrópusambandið fengi Ísland sex þingmenn á þing þess af 720 sem er sambærilegt við það að hafa einungis hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði tíu sinnum verri innan ráðherraráðs sambandsins þar sem vægi landsins yrði allajafna 0,08% eða á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Til að mynda nýtist reiknivél á vefsíðu ráðsins sjálfs ágætlega í slíkum útreikningum. Þetta yrði „sætið við borðið“. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki þess ekki eiginlega fulltrúa í henni enda er þeim sem þar sitja óheimilt samkvæmt Lissabon-sáttmálanum, grunnlöggjöf þess, að ganga erinda heimalanda sinna. Þeir eru einfaldlega embættismenn sambandsins. Varðandi forseta þings Evrópusambandsins, sem Ole nefnir, er hann ekki fulltrúi heimalands síns heldur þingflokksins sem hann tilheyrir innan þingsins. Skilyrði en ekki samningsmarkmið Vægi ríkja Evrópusambandsins verður eðli málsins samkvæmt ekki samið um við einstök umsóknarríki enda um að ræða heildarfyrirkomulag sem nær til allra ríkja þess. Seint yrði samþykkt af ríkjum sambandsins að allt annar mælikvarði gilti um Ísland í þeim efnum en þau sjálf. Hitt er annað mál að jafnvel þó vægi landsins yrði margfalt á við íbúafjöldann dygði það skammt enda yrðum við langfámennsta ríkið innan þess. Ég hef vísað til ýmissra gagna frá Evrópusambandinu, þar á meðal bæklings sem það hefur gefið út til útskýringar á umsóknarferlinu og viðræðuramma sambandsins vegna umsóknar Íslands á sínum tíma en fullt efnislegt samræmi er þar á milli. Ole hefur haldið því fram án rökstuðnings að þar sé einungis um samningsmarkmið Evrópusambandsins að ræða. Það samrýmist hins vegar engan veginn gögnum þess. Til að mynda voru viðræðurnar vegna umsóknar Íslands samþykktar af ráðherraráði Evrópusambandsins sumarið 2010 á þeim forsendum að þær færu fram innan viðræðurammans og að landið uppfyllti þau skilyrði sem þar væri kveðið á um. Viðræður við Tyrkland, sem Ole nefnir, hafa tekið langan tíma fyrst og fremst vegna þess að Tyrkir hafa ekki uppfyllt skilyrði sambandsins sem bundin eru í regluverk þess. Semjum okkur ekki frá yfirstjórn ESB Varanlegar undanþágur frá regluverki Evrópusambandsins og yfirstjórn þess eru ekki og hafa ekki verið í boði þegar umsóknarríki eiga í hlut. Dæmin sem Ole hefur nefnt í tilfelli umsóknarríkja og eiga erindi við veruleikann eru í öllum tilfellum sérstakar aðlagaðnir sem Ole kýs að kalla sérlausnir en þær verða að rúmast inna regluverks sambandsins og breyttu enn fremur engu um það að við færum undir vald þess. Fram kemur þannig í viðræðuramma Evrópusambandsins að Ísland yrði taka yrði upp allt regluverk þess og að sérstakar aðlaganir yrðu að rúmast innan ramma regluverksins sem fyrr segir. Þá yrði tímabundin aðlögun að því að vera „takmörkuð að tíma og umfangi“ og væri einungis í boði í undantekningartilfellum. Í öllum tilfellum mætti slíkt hvorki fela í sér breytingar á reglum sambandsins né stefnumörkun þess. Deginum ljósara er þannig að sérstakar aðlaganir væru engan veginn til þess fallnar að tryggja hagsmuni okkar Íslendinga kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni enda þyrftu þær að rúmast innan regluverks sambandsins sem fyrr segir og breyttu engu um það að við færum undir vald þess. Það er einfaldlega ekki í boði að semja sig frá yfirstjórn Evrópusambandsins. „Vitanlega er ESB ekki lokaður pakki“ Fyrir liggur einfaldlega í öllum meginatriðum hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér. Líkt og Uffe Ellemann-Jensen heitinn, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur og mikill hvatamaður þess að Ísland gengi í sambandið, orðaði það um árið: „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið.“ Hið sama á til að mynda við um Olli Rehn, þáverandi stækkunarstjóra Evrópusambandsins, þegar hann var inntur eftir því haustið 2009 hvort spil sambandsins yrðu loks lögð á borðið og upplýst hvað væri í boði eftir að sótt hafði verið um inngöngu í það: „Ef ég nota myndlíkingu þína þá eru spil Evrópusambandsins þegar á borðinu, fyrir allra augum. Það er að segja regluverk sambandsins og meginreglur þess.“ Ég hef fullan skilning á því að það þvælist fyrir Ole að svara skrifum mínum efnislega. Ekki sízt í ljósi þess að þau byggja einkum á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu og ummælum forystumanna þess. Telji hann hins vegar að ekkert sé að marka upplýsingar frá sambandinu geta það ekki beinlínis talizt meðmæli með inngöngu í það. Eðlilega vaknar þá sú spurning hvað fleira sé ómarktækt sem þaðan kemur? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar