Forysta Demókrataflokksins farin að þrýsta á Biden Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 11:30 Það hefur lítið farið fyrir Biden í fjölmiðlum vestanhafs síðustu viku. Donald Trump hefur á sama tíma baðað sig í sviðsljósinu á vel heppnuðu landsþingi, í kjölfar misheppnaðs banatilræðis. Getty Forysta Demókrataflokksins virðist vera farin að setja þrýsting á Joe Biden Bandaríkjaforseta um að stíga til hliðar í forsetakosningunum og hleypa öðrum að. CNN hefur greint frá því að Nancy Pelosi, fyrrverandi forseti neðri deildar þingsins, hafi sagt við forsetann í símtali síðustu viku að skoðanakannanir sýndu að hann gæti ekki sigrað Trump. Þá hefur verið greint frá því að Chuck Schumer og Hakeem Jeffries, leiðtogar Demókrata á þinginu, hafi lýst áhyggjum sínum. Samkvæmt New York Times sögðu báðir í samtölum við Biden á síðustu viku að þeir hefðu áhyggjur af möguleikum hans á að sigra Trump og ekki síður af áhrifum þess á komandi þingkosningar, þar sem meirihlutinn í báðum þingdeildum gæti fallið Repúblikönum í skaut. „Forsetinn sagði báðum leiðtogum að hann væri forsetaefni flokksins, að hann hefði í hyggju að sigra og að hann hlakkaði til að vinna með báðum til að koma í gegn 100 daga áætlun sinni til að aðstoða vinnandi fjölskyldum,“ sagði Andrew Bates, talsmaður Hvíta hússins, um samtölin. Bates svaraði fyrirspurnum CNN um Pelosi á sama hátt. Pelosi er fyrir sitt leiti sögð hafa lagt á það áherslu að samkvæmt könnunum ætti Biden ekki möguleika á því að vinna Trump. Forsetinn, sem er nýgreindur með Covid-19, er sagður hafa sagst ósammála. Samkvæmt CNN gátu heimildarmenn ekki svarað því hvort Pelosi hefði bókstaflega kallað eftir því að Biden hætti við að sækjast eftir endurkjöri, sem forsetinn hefur hafnað að gera nema ef honum yrði tjáð að það væri óráðlegt af læknisfræðilegum ástæðum. Pelosi og fleiri Demókratar, hafa ítrekað sagt að það sé undir forsetanum komið að ákveða hvað hann gerir. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Sjá meira
CNN hefur greint frá því að Nancy Pelosi, fyrrverandi forseti neðri deildar þingsins, hafi sagt við forsetann í símtali síðustu viku að skoðanakannanir sýndu að hann gæti ekki sigrað Trump. Þá hefur verið greint frá því að Chuck Schumer og Hakeem Jeffries, leiðtogar Demókrata á þinginu, hafi lýst áhyggjum sínum. Samkvæmt New York Times sögðu báðir í samtölum við Biden á síðustu viku að þeir hefðu áhyggjur af möguleikum hans á að sigra Trump og ekki síður af áhrifum þess á komandi þingkosningar, þar sem meirihlutinn í báðum þingdeildum gæti fallið Repúblikönum í skaut. „Forsetinn sagði báðum leiðtogum að hann væri forsetaefni flokksins, að hann hefði í hyggju að sigra og að hann hlakkaði til að vinna með báðum til að koma í gegn 100 daga áætlun sinni til að aðstoða vinnandi fjölskyldum,“ sagði Andrew Bates, talsmaður Hvíta hússins, um samtölin. Bates svaraði fyrirspurnum CNN um Pelosi á sama hátt. Pelosi er fyrir sitt leiti sögð hafa lagt á það áherslu að samkvæmt könnunum ætti Biden ekki möguleika á því að vinna Trump. Forsetinn, sem er nýgreindur með Covid-19, er sagður hafa sagst ósammála. Samkvæmt CNN gátu heimildarmenn ekki svarað því hvort Pelosi hefði bókstaflega kallað eftir því að Biden hætti við að sækjast eftir endurkjöri, sem forsetinn hefur hafnað að gera nema ef honum yrði tjáð að það væri óráðlegt af læknisfræðilegum ástæðum. Pelosi og fleiri Demókratar, hafa ítrekað sagt að það sé undir forsetanum komið að ákveða hvað hann gerir.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Sjá meira