Óupplýsingaröld Erna Mist Yamagata skrifar 18. júlí 2024 12:00 Eftir tíu ára skólaskyldu skilur helmingur drengja og þriðjungur stúlkna ekki einfaldan upplýsingatexta. Þessi skortur á grunnlesskilningi sem hefur farið vaxandi undanfarna áratugi þýðir ekki einungis að færri öðlist undirbúning til frekara náms - heldur erum við að horfa upp á framtíðarkynslóðir sem geta hvorki lesið fréttir, skilið stjórnarskrána né fylgst með þjóðfélagsumræðunni - hvað þá tekið þátt í henni. Sjálfstæð hugsun krefst orðaforða og hugtakaskilnings sem gerir manni kleift að gagnrýna hlutina; að innbyrða upplýsingar án þess að gleypa þær sem heilagan sannleik. Án slíkrar greindar er samansafn einstaklinga ekki samfélag heldur heilalaus hjörð. Með því að brúa ekki bilið milli ungmenna og tungumálsins erum við að framleiða óvirka borgara sem í ólæsi sínu standa máttlausir gagnvart upplýsingaflæði nútímans. Á tímum sítengingar streyma upplýsingar að okkur úr öllum áttum og setjast að án okkar vitundar. Leiðandi tildrög þess að fólk greini ekki á milli frétta og falsfrétta og aðhyllist samsæriskenningar er lágt menntastig - og því ólæsari sem samfélög verða á sannleiksgildi upplýsinga því hraðar afkynjast lýðræðisríki í varhugaverðara stjórnarfar. Ég veit ekki hvort vegur þyngra - útrunnin námsskrá, skjáfíkn foreldra og tilheyrandi skjáfíkn barna, eða sú óskiljanlega ákvörðun skólastjórnenda að leyfa síma í skólum. Þegar kemur að einbeitingu hafa ungmenni ekki roð við tæknirisunum sem bera hag af því að halda athygli þeirra fanginni í hinum stafræna veruleika. Hvar finnur maður eirð í einbeitingu þegar öll manns athygli er bundin því að bregðast við áreiti? Hvernig heyrir maður í eigin hugsunum þegar veröldin er orðin að einni samfelldri auglýsingu sem maður getur ekki spólað yfir? Ríkjandi stefna í menntamálum stefnir okkur í andhverfu þeirra gilda sem menntamálin kenna sig við. Í stað þess að halda áfram á siðmenningarlegri framfarabraut siglum við inn í óupplýsinguna sem framtíðin átti aldrei að verða, en eins og vitrir menn hafa áður sagt er sagan ekki línulegt ferli - heldur gengur hún í hringi. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Eftir tíu ára skólaskyldu skilur helmingur drengja og þriðjungur stúlkna ekki einfaldan upplýsingatexta. Þessi skortur á grunnlesskilningi sem hefur farið vaxandi undanfarna áratugi þýðir ekki einungis að færri öðlist undirbúning til frekara náms - heldur erum við að horfa upp á framtíðarkynslóðir sem geta hvorki lesið fréttir, skilið stjórnarskrána né fylgst með þjóðfélagsumræðunni - hvað þá tekið þátt í henni. Sjálfstæð hugsun krefst orðaforða og hugtakaskilnings sem gerir manni kleift að gagnrýna hlutina; að innbyrða upplýsingar án þess að gleypa þær sem heilagan sannleik. Án slíkrar greindar er samansafn einstaklinga ekki samfélag heldur heilalaus hjörð. Með því að brúa ekki bilið milli ungmenna og tungumálsins erum við að framleiða óvirka borgara sem í ólæsi sínu standa máttlausir gagnvart upplýsingaflæði nútímans. Á tímum sítengingar streyma upplýsingar að okkur úr öllum áttum og setjast að án okkar vitundar. Leiðandi tildrög þess að fólk greini ekki á milli frétta og falsfrétta og aðhyllist samsæriskenningar er lágt menntastig - og því ólæsari sem samfélög verða á sannleiksgildi upplýsinga því hraðar afkynjast lýðræðisríki í varhugaverðara stjórnarfar. Ég veit ekki hvort vegur þyngra - útrunnin námsskrá, skjáfíkn foreldra og tilheyrandi skjáfíkn barna, eða sú óskiljanlega ákvörðun skólastjórnenda að leyfa síma í skólum. Þegar kemur að einbeitingu hafa ungmenni ekki roð við tæknirisunum sem bera hag af því að halda athygli þeirra fanginni í hinum stafræna veruleika. Hvar finnur maður eirð í einbeitingu þegar öll manns athygli er bundin því að bregðast við áreiti? Hvernig heyrir maður í eigin hugsunum þegar veröldin er orðin að einni samfelldri auglýsingu sem maður getur ekki spólað yfir? Ríkjandi stefna í menntamálum stefnir okkur í andhverfu þeirra gilda sem menntamálin kenna sig við. Í stað þess að halda áfram á siðmenningarlegri framfarabraut siglum við inn í óupplýsinguna sem framtíðin átti aldrei að verða, en eins og vitrir menn hafa áður sagt er sagan ekki línulegt ferli - heldur gengur hún í hringi. Höfundur er listmálari.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar