Dæmdur í fangelsi á grundvelli úrelts sakavottorðs Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2024 14:03 Dómurinn sem verður tekinn upp að nýju var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands, sem er til húsa á Borgarnesi. Vísir/Vilhelm Endurupptökudómur hefur fallist á endurupptökukröfu karlmanns sem hlaut þrjátíu daga fangelsisdóm fyrir umferðarlagabrot. Við ákvörðun refsingar hans var tekið mið af sakavottorði sem útbúið hafði verið áður en Landsréttur sneri við dómi yfir honum. Í úrskurði Endurupptökudóms segir að maðurinn hafi verið sakfelldur með dómi Héraðsdóms Vesturlands fyrir umferðarlagabrot. Hann hafi ekið bifreið sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna bifreið sökum áhrifa kannabiss um Snæfellsnesveg við Straumfjarðará í Eyja- og Miklaholtshreppi. Í dóminum komi fram að með brotum sínum hefði maðurinn í þriðja sinn gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna. Að virtum sakaferli hans væri refsing hæfilega ákveðin fangelsi í þrjátíu daga. Enn fremur hafi hann verið sviptur ökurétti ævilangt. Byggt á dómi sem hafði verið ógiltur Í úrskurðinum segir að maðurinn hafi byggt málatilbúnað sinn á því að héraðsdómur hafi verið bersýnilega rangur sökum þess að gamalt sakavottorð hafi verið lagt fyrir dóminn. Í dóminum hafi hann verið talinn hafa gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna í þriðja sinn og meðal annars vísað til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 11. nóvember 2022. Þegar málið, sem krafist væri endurupptöku á, hafi verið dómtekið 12. desember 2023 hafi Landsréttur aftur á móti með dómi sínum 8. desember 2023 verið búinn að ómerkja hinn tilvitnaða dóm og leggja fyrir héraðsdómara að taka málið til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Hafi síðastnefndur dómur ekki átt að hafa ítrekunaráhrif og því hafi sú niðurstaða að um þriðja brot mannsins væri að ræða byggst á röngum forsendum og refsing ákveðin of þung. Hefði rétt sakavottorð legið fyrir hefði niðurstaðan orðið önnur. Hafi því ekki verið skilyrði til að dæma manninn til að sæta fangelsi í þrjátíu daga fangelsi, enda eingöngu um að ræða annað brot. Ríkissaksóknari sammála Í úrskurðinum segir að gagnaðili mannsins í endurupptökumálinu, Ríkissaksóknari, hafi sagt í rökstuðningi sínum að hann telji, með vísan til laga um meðferð sakamála, efni til að verða við beiðni mannsins. í niðurstöðu Endurupptökudóms segir að þótt umferðarlög mæli ekki fyrir um lögbundin ítrekunaráhrif hvað refsingu varðar byggi dómvenja um að litið sé til brotaferils manns við ákvörðun refsingar á hliðstæðum sjónarmiðum um ítrekunaráhrif og þar sem kveðið er á um þau í lögum, eins og meðal annars greinir í fyrri úrskurði Endurupptökudóms. Samkvæmt því og með vísan til rökstuðnings mannsins, en Ríkissaksóknari telji efni til að verða við beiðninni, telji dómurinn að uppfyllt séu skilyrði laga um meðferðs sakamála til að heimila endurupptöku málsins sem dæmt var í Héraðsdóms Vesturlands þann 18. desember 2023. Dómsmál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Í úrskurði Endurupptökudóms segir að maðurinn hafi verið sakfelldur með dómi Héraðsdóms Vesturlands fyrir umferðarlagabrot. Hann hafi ekið bifreið sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna bifreið sökum áhrifa kannabiss um Snæfellsnesveg við Straumfjarðará í Eyja- og Miklaholtshreppi. Í dóminum komi fram að með brotum sínum hefði maðurinn í þriðja sinn gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna. Að virtum sakaferli hans væri refsing hæfilega ákveðin fangelsi í þrjátíu daga. Enn fremur hafi hann verið sviptur ökurétti ævilangt. Byggt á dómi sem hafði verið ógiltur Í úrskurðinum segir að maðurinn hafi byggt málatilbúnað sinn á því að héraðsdómur hafi verið bersýnilega rangur sökum þess að gamalt sakavottorð hafi verið lagt fyrir dóminn. Í dóminum hafi hann verið talinn hafa gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna í þriðja sinn og meðal annars vísað til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 11. nóvember 2022. Þegar málið, sem krafist væri endurupptöku á, hafi verið dómtekið 12. desember 2023 hafi Landsréttur aftur á móti með dómi sínum 8. desember 2023 verið búinn að ómerkja hinn tilvitnaða dóm og leggja fyrir héraðsdómara að taka málið til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Hafi síðastnefndur dómur ekki átt að hafa ítrekunaráhrif og því hafi sú niðurstaða að um þriðja brot mannsins væri að ræða byggst á röngum forsendum og refsing ákveðin of þung. Hefði rétt sakavottorð legið fyrir hefði niðurstaðan orðið önnur. Hafi því ekki verið skilyrði til að dæma manninn til að sæta fangelsi í þrjátíu daga fangelsi, enda eingöngu um að ræða annað brot. Ríkissaksóknari sammála Í úrskurðinum segir að gagnaðili mannsins í endurupptökumálinu, Ríkissaksóknari, hafi sagt í rökstuðningi sínum að hann telji, með vísan til laga um meðferð sakamála, efni til að verða við beiðni mannsins. í niðurstöðu Endurupptökudóms segir að þótt umferðarlög mæli ekki fyrir um lögbundin ítrekunaráhrif hvað refsingu varðar byggi dómvenja um að litið sé til brotaferils manns við ákvörðun refsingar á hliðstæðum sjónarmiðum um ítrekunaráhrif og þar sem kveðið er á um þau í lögum, eins og meðal annars greinir í fyrri úrskurði Endurupptökudóms. Samkvæmt því og með vísan til rökstuðnings mannsins, en Ríkissaksóknari telji efni til að verða við beiðninni, telji dómurinn að uppfyllt séu skilyrði laga um meðferðs sakamála til að heimila endurupptöku málsins sem dæmt var í Héraðsdóms Vesturlands þann 18. desember 2023.
Dómsmál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira