Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir umfang vandræðanna ekki vera honum ljóst en að málið sé í skoðun í Keflavík.
„Við erum bara að fara yfir stöðuna. Við könnumst við vandamálið,“ segir hann.
Forstjóri samskipta hjá Icelandair segir tækniörðugleikar ekki hafa áhrif á flugáætlun Icelandair en málið er enn í skoðun og upplýsingar af skornum skammti. Verið sé að greina hvort vandamálið snerti starfsemi félagsins.
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að talið sé að vandræðin eigi rætur sínar að rekja til netöryggisfyrirtækisins Crowdstrike sem framleiðir veiruvarnir. Einhvers konar uppfærsla í hugbúnaðinum þeirra hefur haft þau áhrif að tölvur sem nota búnaðinn verði fyrir kerfisbilun.