Á undan áætlun í ríkisfjármálum Bjarni Benediktsson skrifar 20. júlí 2024 09:00 Í nýbirtum ríkisreikningi fyrir árið 2023 kemur fram að heildarafkoma ríkissjóðs hafi verið um 100 milljörðum króna betri en gert hafði verið ráð fyrir í fjárlögum, það er að segja 20 milljarða halli í stað 120. Þar segir einnig að frumjöfnuður, með öðrum orðum afkoma ríkissjóðs án tillits til vaxtagjalda og -tekna, var jákvæður um 78 milljarða. Fjárlögin höfðu hins vegar gert ráð fyrir 50 milljarða króna halla. Þetta eru ekki aðeins góðar fréttir í samanburði við fyrri væntingar heima fyrir, heldur ekki síður í alþjóðlegum samanburði. Þannig áætlar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) að aðeins 13 af 38 þróuðum ríkjum hafi haft jákvæðan frumjöfnuð á síðasta ári. Ríkisfjármálin eru í öllum samanburði á réttri leið og um það verður tæpast deilt. Þessi 100 milljarða betri afkoma en fjárlög og aðrar áætlanir gerðu ráð fyrir er ekkert nýtt. Raunin er sú að árið 2023 er þriðja árið í röð sem við sjáum sambærilega þróun. Árið 2021 var niðurstaðan 101 milljarði króna betri en reiknað var með í fjárlögum og árið 2022 var hún 98 milljörðum betri. Ef lítið er til þróunar á afkomunni hefur tekist að bæta afkomu ríkissjóðs eftir heimsfaraldur um meira en 200 milljarða króna á aðeins tveimur árum. Það er upphæð sem samsvarar kostnaði ríkisins við rekstur sjúkrahúsa landsins í eitt og hálft ár og háskólastigsins í fjögur ár, hvorki meira né minna. Eðli málsins samkvæmt má fyrst og fremst þakka kraftinum í íslensku samfélagi og atvinnulífi þennan árangur. Áætlun ríkisstjórnarinnar um að styðja við hagkerfið í faraldrinum og tryggja viðspyrnu í kjölfarið gekk upp eins og lagt var upp með. Segja má að tölurnar sýni að við höfum farið langt fram úr væntingum. Verkefnið núna er að vinna bug á verðbólgunni og þar hefur ríkisstjórnin skilað sínu, fyrst og fremst með því að bæta afkomuna á síðasta ári meira en sem skýra má með hagvexti, eins og bent er á í nýrri skýrslu AGS. Ríkisfjármálin hafa þannig stutt við aðhald peningastefnu Seðlabankans allt frá árinu 2022, ólíkt því sem iðulega er haldið fram í opinberri umræðu. Sterkar stoðir Ef hagsagan hefur kennt okkur eitthvað er það að við þurfum að vera vel búin undir það þegar það harðnar á dalnum, ekki hvað síst í ríkisfjármálunum. Sterk staða ríkissjóðs þegar heimsfaraldurinn skall á 2020 var grundvöllur þess að okkur tókst að milda það högg og styðja við kröftuga viðspyrnu. Getuna til að takast á við slík áföll þarf að byggja upp á ný og þar erum við líka á réttri leið. Skuldir ríkissjóðs í hlutfalli við stærð hagkerfisins eru nú þegar orðnar minni en eftir að ríkið fékk 384 ma.kr. stöðugleikaframlög árið 2016. Skuldahlutfallið var 31,5% um síðustu áramót sem er hvort tveggja heilbrigt og lágt í alþjóðlegum samanburði. Til samanburðar má rifja upp að áætlanir frá 2020, sem nú verða að teljast hafa verið nokkuð svartsýnar, gerðu ráð fyrir að árið 2023 væri hlutfallið um 60% - eða tvöfalt hærra en er raunin. Á tíma fjármálaáætlunar til næstu ára mun skuldahlutfallið svo lækka enn frekar. Jákvæðar horfur Engum dylst að hörmungarnar við Grindavík eru gríðarlega kostnaðarsamar fyrir ríkissjóð. Þegar við bætist að nú dregur tímabundið úr vexti efnahagslífisins má vænta þess að afkoma ríkissjóðs versni tímabundið í ár, eðli málsins samkvæmt. Þrátt fyrir það eru horfurnar jákvæðar. Í fyrrnefndri skýrslu AGS er gert ráð fyrir að opinberar skuldir haldi áfram að lækka næstu ár, en eins og við þekkjum hafa lág skuldahlutföll ríkissjóðs undanfarin ár verið algjört grundvallaratriði í okkar velgengi. Þá gerir nýsamþykkt fjármálaáætlun til 2029 ráð fyrir að afgangur verði á ríkissjóði árið 2028. Þar sem reynsla síðustu ára er að spár hafa verið allt of varfærnar er ég bjartsýnn á að það takist fyrr. Horfurnar í hagkerfinu eru góðar til lengri tíma. Svo aftur sé vitnað í skýrslu AGS stefnir í að íslenska hagkerfið vaxi áfram hraðar en önnur þróuð hagkerfi, sem er bein afleiðing þess að okkur hefur tekist að fjölga stoðum hagkerfisins. Það gerist ekki af sjálfu sér, heldur hafa skattalækkanir, mikill stuðningur við rannsóknir og þróun, fjárfestingahvatar og umhverfi sem laðar erlenda sérfræðinga til landsins skipt miklu máli. Fyrirtækin eru fjölbreyttari, störfin fleiri og tækifærin stærri. Með langtímahugsun og varfærni í opinberum fjármálum höfum við haft trausta vörn fyrir áföllum, getu til að bregðast við. Með því síðan að leggja áherslu á kraftmikið atvinnulíf, góð skilyrði fyrir vöxt og nýsköpun, höfum við skapað grundvöll fyrir verðmætasköpun í fremstu röð. Við erum á réttri leið, á undan áætlun, en verkefnið er ávallt að gera enn betur. Til þess eru tækifærin næg. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í nýbirtum ríkisreikningi fyrir árið 2023 kemur fram að heildarafkoma ríkissjóðs hafi verið um 100 milljörðum króna betri en gert hafði verið ráð fyrir í fjárlögum, það er að segja 20 milljarða halli í stað 120. Þar segir einnig að frumjöfnuður, með öðrum orðum afkoma ríkissjóðs án tillits til vaxtagjalda og -tekna, var jákvæður um 78 milljarða. Fjárlögin höfðu hins vegar gert ráð fyrir 50 milljarða króna halla. Þetta eru ekki aðeins góðar fréttir í samanburði við fyrri væntingar heima fyrir, heldur ekki síður í alþjóðlegum samanburði. Þannig áætlar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) að aðeins 13 af 38 þróuðum ríkjum hafi haft jákvæðan frumjöfnuð á síðasta ári. Ríkisfjármálin eru í öllum samanburði á réttri leið og um það verður tæpast deilt. Þessi 100 milljarða betri afkoma en fjárlög og aðrar áætlanir gerðu ráð fyrir er ekkert nýtt. Raunin er sú að árið 2023 er þriðja árið í röð sem við sjáum sambærilega þróun. Árið 2021 var niðurstaðan 101 milljarði króna betri en reiknað var með í fjárlögum og árið 2022 var hún 98 milljörðum betri. Ef lítið er til þróunar á afkomunni hefur tekist að bæta afkomu ríkissjóðs eftir heimsfaraldur um meira en 200 milljarða króna á aðeins tveimur árum. Það er upphæð sem samsvarar kostnaði ríkisins við rekstur sjúkrahúsa landsins í eitt og hálft ár og háskólastigsins í fjögur ár, hvorki meira né minna. Eðli málsins samkvæmt má fyrst og fremst þakka kraftinum í íslensku samfélagi og atvinnulífi þennan árangur. Áætlun ríkisstjórnarinnar um að styðja við hagkerfið í faraldrinum og tryggja viðspyrnu í kjölfarið gekk upp eins og lagt var upp með. Segja má að tölurnar sýni að við höfum farið langt fram úr væntingum. Verkefnið núna er að vinna bug á verðbólgunni og þar hefur ríkisstjórnin skilað sínu, fyrst og fremst með því að bæta afkomuna á síðasta ári meira en sem skýra má með hagvexti, eins og bent er á í nýrri skýrslu AGS. Ríkisfjármálin hafa þannig stutt við aðhald peningastefnu Seðlabankans allt frá árinu 2022, ólíkt því sem iðulega er haldið fram í opinberri umræðu. Sterkar stoðir Ef hagsagan hefur kennt okkur eitthvað er það að við þurfum að vera vel búin undir það þegar það harðnar á dalnum, ekki hvað síst í ríkisfjármálunum. Sterk staða ríkissjóðs þegar heimsfaraldurinn skall á 2020 var grundvöllur þess að okkur tókst að milda það högg og styðja við kröftuga viðspyrnu. Getuna til að takast á við slík áföll þarf að byggja upp á ný og þar erum við líka á réttri leið. Skuldir ríkissjóðs í hlutfalli við stærð hagkerfisins eru nú þegar orðnar minni en eftir að ríkið fékk 384 ma.kr. stöðugleikaframlög árið 2016. Skuldahlutfallið var 31,5% um síðustu áramót sem er hvort tveggja heilbrigt og lágt í alþjóðlegum samanburði. Til samanburðar má rifja upp að áætlanir frá 2020, sem nú verða að teljast hafa verið nokkuð svartsýnar, gerðu ráð fyrir að árið 2023 væri hlutfallið um 60% - eða tvöfalt hærra en er raunin. Á tíma fjármálaáætlunar til næstu ára mun skuldahlutfallið svo lækka enn frekar. Jákvæðar horfur Engum dylst að hörmungarnar við Grindavík eru gríðarlega kostnaðarsamar fyrir ríkissjóð. Þegar við bætist að nú dregur tímabundið úr vexti efnahagslífisins má vænta þess að afkoma ríkissjóðs versni tímabundið í ár, eðli málsins samkvæmt. Þrátt fyrir það eru horfurnar jákvæðar. Í fyrrnefndri skýrslu AGS er gert ráð fyrir að opinberar skuldir haldi áfram að lækka næstu ár, en eins og við þekkjum hafa lág skuldahlutföll ríkissjóðs undanfarin ár verið algjört grundvallaratriði í okkar velgengi. Þá gerir nýsamþykkt fjármálaáætlun til 2029 ráð fyrir að afgangur verði á ríkissjóði árið 2028. Þar sem reynsla síðustu ára er að spár hafa verið allt of varfærnar er ég bjartsýnn á að það takist fyrr. Horfurnar í hagkerfinu eru góðar til lengri tíma. Svo aftur sé vitnað í skýrslu AGS stefnir í að íslenska hagkerfið vaxi áfram hraðar en önnur þróuð hagkerfi, sem er bein afleiðing þess að okkur hefur tekist að fjölga stoðum hagkerfisins. Það gerist ekki af sjálfu sér, heldur hafa skattalækkanir, mikill stuðningur við rannsóknir og þróun, fjárfestingahvatar og umhverfi sem laðar erlenda sérfræðinga til landsins skipt miklu máli. Fyrirtækin eru fjölbreyttari, störfin fleiri og tækifærin stærri. Með langtímahugsun og varfærni í opinberum fjármálum höfum við haft trausta vörn fyrir áföllum, getu til að bregðast við. Með því síðan að leggja áherslu á kraftmikið atvinnulíf, góð skilyrði fyrir vöxt og nýsköpun, höfum við skapað grundvöll fyrir verðmætasköpun í fremstu röð. Við erum á réttri leið, á undan áætlun, en verkefnið er ávallt að gera enn betur. Til þess eru tækifærin næg. Höfundur er forsætisráðherra.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun