„Liðið frábært í dag allt frá fyrsta leikmanni til hins átjánda” Árni Gísli Magnússon skrifar 19. júlí 2024 21:31 John Andrews, þjálfari Víkings. Vísir/Diego John Andrews, þjálfari Víkings, var mjög ánægður eftir 2-0 sigur gegn sterku liði Þór/KA norðan heiða í dag. Víkingur var betri aðilinn og átti sigurinn skilið. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, nýjasti leikmaður liðsins, skoraði ásamt Lindu Líf Boama sem kláraði leikinn endanlega í blálokin. „Algjörlega frábært. Það er aldrei auðvelt að koma hingað, það er mjög erfitt, sérstaklega gegn liði sem er svona skipulagt og með frábæran þjálfara en ég verð að segja að við áttum sigurinn skilið. Mér fannst liðið frábært í dag allt frá fyrsta leikmanni til hins átjánda, algjörlega frábærar.” Víkingsliðið kom að fullum krafti inn í leikinn og pressaði Þór/KA hátt á vellinum og hélt boltanum vel innan liðsins sem var leikplanið samkvæmt John. „Það var planið og við vissum að vindurinn myndi koma þannig við vildum spila með vindi í fyrri hálfleik svo við myndum vera ofan á eins og við gerðum og þú sagðir sjálfur. Það virkaði og mér fannst við geta verið bætt enn meira við í fyrri hálfleik því við fengum þrjú eða fjögur færi. Í seinni hálfleik þegar boltinn kom niður á jörðina og við þurftum að spila gerðum við það mjög vel þannig í heildina bara virkilega stoltur af leikmönnunum.” Lið Víkings var vel skipulagt í dag og gáfu leikmenn sig alla í verkefnið og unnu fyrir hvorn annan. „Það sem þú færð alltaf frá mínum liðum er vinnusemi og gott úthald. Við spilum ekki út frá tilfinningum heldur áræðni þannig þó það væri mikil pressa sett á okkur vissum við hvað væri rétt að gera í stöðunni hverju sinni. Aftasta lína og tveir varnarsinnuðu miðjumennirnir voru frábærir í dag og það hélst í hendur við næstu fjóra leikmenn sem voru að pressa hátt á vellinum. Þegar þær (Þór/KA) fóru í þriggja manna vörn pressuðum við hátt og leyfðum þeim ekki að koma boltanum á sína bestu leikmenn og það virkaði. Linda Líf gerir þetta svo á hverjum degi á æfingu þannig frábært mark”, sagði John en Linda Líf skoraði seinna mark Víkings í blálok leiksins eftir frábæran sprett. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Víking eftir komuna frá Örebro og skoraði fyrsta mark leiksins. John var mjög hrifinn af henni í dag. „Við horfðum á hvernig hún spilaði á síðasti ári með Breiðablik og hvernig hún spilaði með Örebro og hugsum að hún smellpassaði í okkar leikstíl svo hún kom inn og fyllti frábærlega upp í það svæði sem þurfti. Það voru nokkur skipti sem við gátum bætt við marki en við nýttum þau tækifæri ekki. Hún passar mjög, mjög vel inn í liðið okkar. Við erum að spila með góða leikmenn; erum með Bergdísi, Selmu, Birtu, Shainu og bara allar þessar stelpur. Það er auðvelt að passa í lið þegar það er með góða leikmenn og þetta eru allt góðir leikmenn.” Bergþóra er uppalinn Bliki en samdi við Víkinga. Hvers vegna? „Ég veit það ekki, spurðu hana að því!”, sagði John léttur og hélt áfram: „Ég held að það sé vegna þess hvernig við spilum. Okkur líkar það að spila fótbolta og fá boltann niður á jörðina en þegar frábært lið eins og Þór/KA ætlar að setja boltann hátt og langt og pressa þig verðum við að hafa hjartað til að mæta þeim og berjast. Mér er alveg sama hvers vegna hún valdi okkur en ég er bara mjög glaður að hún gerði það.” Víkingar hafa ekki náð að tengja marga sigra saman í sumar og vonast John að sjálfsögðu eftir að það gangi eftir í þetta skipti. „Við verðum að reyna það núna gegn Þrótti í næstu viku. Við töpuðum gegn Val í síðasta leik. Þróttur virðist vera koma upp aftur með sinn leik og ég þarf að skoða þeirra lið aðeins og sjá hvað þær gera vel. Það væri frábært að tengja saman tvo sigra en við eigum framundan fimm og hálfs klukkustunda ferðalag í Fossvoginn og ég held að við njótum þess áður en við förum að hugsa um Þrótt.” Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira
„Algjörlega frábært. Það er aldrei auðvelt að koma hingað, það er mjög erfitt, sérstaklega gegn liði sem er svona skipulagt og með frábæran þjálfara en ég verð að segja að við áttum sigurinn skilið. Mér fannst liðið frábært í dag allt frá fyrsta leikmanni til hins átjánda, algjörlega frábærar.” Víkingsliðið kom að fullum krafti inn í leikinn og pressaði Þór/KA hátt á vellinum og hélt boltanum vel innan liðsins sem var leikplanið samkvæmt John. „Það var planið og við vissum að vindurinn myndi koma þannig við vildum spila með vindi í fyrri hálfleik svo við myndum vera ofan á eins og við gerðum og þú sagðir sjálfur. Það virkaði og mér fannst við geta verið bætt enn meira við í fyrri hálfleik því við fengum þrjú eða fjögur færi. Í seinni hálfleik þegar boltinn kom niður á jörðina og við þurftum að spila gerðum við það mjög vel þannig í heildina bara virkilega stoltur af leikmönnunum.” Lið Víkings var vel skipulagt í dag og gáfu leikmenn sig alla í verkefnið og unnu fyrir hvorn annan. „Það sem þú færð alltaf frá mínum liðum er vinnusemi og gott úthald. Við spilum ekki út frá tilfinningum heldur áræðni þannig þó það væri mikil pressa sett á okkur vissum við hvað væri rétt að gera í stöðunni hverju sinni. Aftasta lína og tveir varnarsinnuðu miðjumennirnir voru frábærir í dag og það hélst í hendur við næstu fjóra leikmenn sem voru að pressa hátt á vellinum. Þegar þær (Þór/KA) fóru í þriggja manna vörn pressuðum við hátt og leyfðum þeim ekki að koma boltanum á sína bestu leikmenn og það virkaði. Linda Líf gerir þetta svo á hverjum degi á æfingu þannig frábært mark”, sagði John en Linda Líf skoraði seinna mark Víkings í blálok leiksins eftir frábæran sprett. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Víking eftir komuna frá Örebro og skoraði fyrsta mark leiksins. John var mjög hrifinn af henni í dag. „Við horfðum á hvernig hún spilaði á síðasti ári með Breiðablik og hvernig hún spilaði með Örebro og hugsum að hún smellpassaði í okkar leikstíl svo hún kom inn og fyllti frábærlega upp í það svæði sem þurfti. Það voru nokkur skipti sem við gátum bætt við marki en við nýttum þau tækifæri ekki. Hún passar mjög, mjög vel inn í liðið okkar. Við erum að spila með góða leikmenn; erum með Bergdísi, Selmu, Birtu, Shainu og bara allar þessar stelpur. Það er auðvelt að passa í lið þegar það er með góða leikmenn og þetta eru allt góðir leikmenn.” Bergþóra er uppalinn Bliki en samdi við Víkinga. Hvers vegna? „Ég veit það ekki, spurðu hana að því!”, sagði John léttur og hélt áfram: „Ég held að það sé vegna þess hvernig við spilum. Okkur líkar það að spila fótbolta og fá boltann niður á jörðina en þegar frábært lið eins og Þór/KA ætlar að setja boltann hátt og langt og pressa þig verðum við að hafa hjartað til að mæta þeim og berjast. Mér er alveg sama hvers vegna hún valdi okkur en ég er bara mjög glaður að hún gerði það.” Víkingar hafa ekki náð að tengja marga sigra saman í sumar og vonast John að sjálfsögðu eftir að það gangi eftir í þetta skipti. „Við verðum að reyna það núna gegn Þrótti í næstu viku. Við töpuðum gegn Val í síðasta leik. Þróttur virðist vera koma upp aftur með sinn leik og ég þarf að skoða þeirra lið aðeins og sjá hvað þær gera vel. Það væri frábært að tengja saman tvo sigra en við eigum framundan fimm og hálfs klukkustunda ferðalag í Fossvoginn og ég held að við njótum þess áður en við förum að hugsa um Þrótt.”
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira