Hollywood lofar Biden en Repúblikanar kalla eftir afsögn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júlí 2024 06:40 Þau voru ólík viðbrögðin frá Repúblikönum og Hollywood. Getty Margar stórstjörnur í Hollywood hafa stigið fram og lofað Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir að hafa fallið frá því að sækjast eftir endurkjöri en á sama tíma kalla Repúblikanar eftir því að hann segi tafarlaust af sér. „Með virðingu, aðdáun og ást; þakka þér herra forseti,“ sagði Robert De Niro, ötull stuðningsmaður Biden og harður gagnrýnandi Donald Trump. De Niro sagði ekkert mikilvægara en að sigra Trump í kosningunum og Biden hefði stuðlað að því með því að stíga til hliðar. Barbra Streisand sagði á X að þjóðin ætti að vera þakklát Biden fyrir að gera sitt til að viðhalda lýðræðinu en spjallþáttastjórnandinn Jon Stewart átti aðeins eitt orð: „Goðsögn“. Margir sem tjáðu sig um ákvörðun Biden á samfélagsmiðlum þökkuðu forsetanum fyrir að hafa komið Bandaríkjunum á réttan kjöl eftir rússíbanareið Trump-áranna og lofuðu hann sem góðan, heiðarlegan og virðingaverðan föðurlandsvin. Þá virðist Kamala Harris varaforseti munu njóta góðs stuðnings er hún sækist eftir útnefningunni. „Henni er treyst og hún er reynd og hún er ötull talsmaður réttinda kvenna og fólks af ólíkum uppruna og skilaboð hennar eru skilaboð vonar og samstöðu fyrir Bandaríkin á tímum mikillar sundrungar,“ sagði Jamie Lee Curtis. My fellow Democrats, I have decided not to accept the nomination and to focus all my energies on my duties as President for the remainder of my term. My very first decision as the party nominee in 2020 was to pick Kamala Harris as my Vice President. And it’s been the best… pic.twitter.com/x8DnvuImJV— Joe Biden (@JoeBiden) July 21, 2024 Repúblikanar hrauna yfir Biden og kalla eftir afsögn Donald Trump og aðrir Repúblikanar voru hins vegar fljótir að ráðast á Biden eftir að hann gaf út að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé. „Óheiðarlegi Joe Biden var ekki hæfur til að bjóða sig fram sem forseta og er sannarlega ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu - og var það aldrei!“ sagði Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump sagði Biden hafa orðið forseta með því að ljúga, með aðstoð falsfrétta og án þess að „yfirgefa kjallarann sinn“. „Allir í kringum hann, þar á meðal læknirinn hans og fjölmiðlar, vissu að hann væri ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu og hann var það ekki.“ Bandaríkjamenn hefðu þjáðst sökum Biden í Hvíta húsinu en Trump myndi kippa því í liðinn. J.D. Vance, varaforsetaefni Trump, kallaði Biden versta forsetann á ævi sinni og sakaði Harris um að ljúga í fjögur ár um getu hans til að sinna embættinu. „Trump forseti og ég erum reiðubúnir til að bjarga Bandaríkjunum, hver svo sem fer fram fyrir Demókrata.“ Mike Johnson, forseti neðri deildar þingsins, gaf út yfirlýsingu þar sem hann kallaði eftir afsögn Biden. „Ef Joe Biden er ekki hæfur til að bjóða sig fram til forseta er hann ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu. Hann verður að segja af sér tafarlaust,“ sagði Johnson. Þá sökuðu Johnson og fleiri Repúblikanar Demókrata á sama tíma um „valdarán“, með því að hafa neytt þann til hliðar sem kjósendur hefðu ákveðið að tilnefna sem forsetaefni flokksins. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
„Með virðingu, aðdáun og ást; þakka þér herra forseti,“ sagði Robert De Niro, ötull stuðningsmaður Biden og harður gagnrýnandi Donald Trump. De Niro sagði ekkert mikilvægara en að sigra Trump í kosningunum og Biden hefði stuðlað að því með því að stíga til hliðar. Barbra Streisand sagði á X að þjóðin ætti að vera þakklát Biden fyrir að gera sitt til að viðhalda lýðræðinu en spjallþáttastjórnandinn Jon Stewart átti aðeins eitt orð: „Goðsögn“. Margir sem tjáðu sig um ákvörðun Biden á samfélagsmiðlum þökkuðu forsetanum fyrir að hafa komið Bandaríkjunum á réttan kjöl eftir rússíbanareið Trump-áranna og lofuðu hann sem góðan, heiðarlegan og virðingaverðan föðurlandsvin. Þá virðist Kamala Harris varaforseti munu njóta góðs stuðnings er hún sækist eftir útnefningunni. „Henni er treyst og hún er reynd og hún er ötull talsmaður réttinda kvenna og fólks af ólíkum uppruna og skilaboð hennar eru skilaboð vonar og samstöðu fyrir Bandaríkin á tímum mikillar sundrungar,“ sagði Jamie Lee Curtis. My fellow Democrats, I have decided not to accept the nomination and to focus all my energies on my duties as President for the remainder of my term. My very first decision as the party nominee in 2020 was to pick Kamala Harris as my Vice President. And it’s been the best… pic.twitter.com/x8DnvuImJV— Joe Biden (@JoeBiden) July 21, 2024 Repúblikanar hrauna yfir Biden og kalla eftir afsögn Donald Trump og aðrir Repúblikanar voru hins vegar fljótir að ráðast á Biden eftir að hann gaf út að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé. „Óheiðarlegi Joe Biden var ekki hæfur til að bjóða sig fram sem forseta og er sannarlega ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu - og var það aldrei!“ sagði Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump sagði Biden hafa orðið forseta með því að ljúga, með aðstoð falsfrétta og án þess að „yfirgefa kjallarann sinn“. „Allir í kringum hann, þar á meðal læknirinn hans og fjölmiðlar, vissu að hann væri ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu og hann var það ekki.“ Bandaríkjamenn hefðu þjáðst sökum Biden í Hvíta húsinu en Trump myndi kippa því í liðinn. J.D. Vance, varaforsetaefni Trump, kallaði Biden versta forsetann á ævi sinni og sakaði Harris um að ljúga í fjögur ár um getu hans til að sinna embættinu. „Trump forseti og ég erum reiðubúnir til að bjarga Bandaríkjunum, hver svo sem fer fram fyrir Demókrata.“ Mike Johnson, forseti neðri deildar þingsins, gaf út yfirlýsingu þar sem hann kallaði eftir afsögn Biden. „Ef Joe Biden er ekki hæfur til að bjóða sig fram til forseta er hann ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu. Hann verður að segja af sér tafarlaust,“ sagði Johnson. Þá sökuðu Johnson og fleiri Repúblikanar Demókrata á sama tíma um „valdarán“, með því að hafa neytt þann til hliðar sem kjósendur hefðu ákveðið að tilnefna sem forsetaefni flokksins.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira