Úr skúrnum á Ólympíuleika: „Laugin löngu farin á haugana“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2024 08:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir Vísir/Sigurjón Guðlaug Edda Hannesdóttir er ein þeirra Íslendinga sem býr sig undir Ólympíuleikana í París sem verða settir á föstudaginn næsta. Það hefur gengi á ýmsu hjá henni. Valur Páll Eiríksson settist niður með Guðlaugu á dögunum. Það er margt sem fylgir því að vera atvinnukona í þríþraut líkt og Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur kynnst á skrautlegum ferli sínum. Hún hefur keppt í þónokkrum heimsálfum og var nú síðast á fimm vikna keppnistúr um Asíu þegar hún tryggði sér langþráð sæti á Ólympíuleikum. „Þetta var mjög skrautleg ferð. Ég held að allt sem hefði getað farið úrskeiðis, hafi farið úrskeiðis. Við lentum í því að flugferðum var aflýst, vesen á flugvöllum, óveður og fleiri flugum aflýst. Endalaust af næturflugum og miklu ferðalagi,“ „Ég er samt þakklát fyrir að hafa fengið tækifærið að fara þarna út. Þetta var einstök upplifun. Að fara út með þetta eina markmið að komast á leikana, var stressandi en samt ótrúlega gefandi. Ég er mjög glöð að þetta hafi tekist,“ segir Guðlaug Edda. Laugin úr Costco farin á haugana Covid-faraldurinn hafði sín áhrif á feril Guðlaugar enda var öllum sundlaugum landsins lokað um töluverða hríð. Þá voru góð ráð dýr fyrir keppniskonu í sundi og vakti nýstárleg lausn hennar sem greint var frá í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport á sínum tíma töluverða athygli. Guðlaug keypti plastsundlaug í Costco sem hún kom fyrir í bílskúrnum til að geta æft í lokununum vorið 2020. „Þetta var gert meira sem djók. En öllum fannst þetta alveg geggjað og mjög áhugavert. Maður reyndir að rúlla með þessu. Ég tók ekki margar æfingar þarna,“ segir Guðlaug Edda og bætir við: „Þetta var þegar maður var ekki viss hvort Ólympíuleikunum yrði frestað eða ekki og allar sundlaugar á Íslandi lokaðar. Maður gat ekki misst út mánuð af sundæfingum. Þetta var keypt sem djók en það vatt upp á sig. Sundlaugin er löngu farin á haugana, engar áhyggjur,“ „Maður leggur ýmislegt á sig. Þetta sýnir bara að ég var mjög ákveðin í þessu og sem betur fer tókst þetta,“ segir Guðlaug Edda. Viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Þríþraut Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira
Það er margt sem fylgir því að vera atvinnukona í þríþraut líkt og Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur kynnst á skrautlegum ferli sínum. Hún hefur keppt í þónokkrum heimsálfum og var nú síðast á fimm vikna keppnistúr um Asíu þegar hún tryggði sér langþráð sæti á Ólympíuleikum. „Þetta var mjög skrautleg ferð. Ég held að allt sem hefði getað farið úrskeiðis, hafi farið úrskeiðis. Við lentum í því að flugferðum var aflýst, vesen á flugvöllum, óveður og fleiri flugum aflýst. Endalaust af næturflugum og miklu ferðalagi,“ „Ég er samt þakklát fyrir að hafa fengið tækifærið að fara þarna út. Þetta var einstök upplifun. Að fara út með þetta eina markmið að komast á leikana, var stressandi en samt ótrúlega gefandi. Ég er mjög glöð að þetta hafi tekist,“ segir Guðlaug Edda. Laugin úr Costco farin á haugana Covid-faraldurinn hafði sín áhrif á feril Guðlaugar enda var öllum sundlaugum landsins lokað um töluverða hríð. Þá voru góð ráð dýr fyrir keppniskonu í sundi og vakti nýstárleg lausn hennar sem greint var frá í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport á sínum tíma töluverða athygli. Guðlaug keypti plastsundlaug í Costco sem hún kom fyrir í bílskúrnum til að geta æft í lokununum vorið 2020. „Þetta var gert meira sem djók. En öllum fannst þetta alveg geggjað og mjög áhugavert. Maður reyndir að rúlla með þessu. Ég tók ekki margar æfingar þarna,“ segir Guðlaug Edda og bætir við: „Þetta var þegar maður var ekki viss hvort Ólympíuleikunum yrði frestað eða ekki og allar sundlaugar á Íslandi lokaðar. Maður gat ekki misst út mánuð af sundæfingum. Þetta var keypt sem djók en það vatt upp á sig. Sundlaugin er löngu farin á haugana, engar áhyggjur,“ „Maður leggur ýmislegt á sig. Þetta sýnir bara að ég var mjög ákveðin í þessu og sem betur fer tókst þetta,“ segir Guðlaug Edda. Viðtalið má sjá í spilaranum að neðan.
Þríþraut Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira