Fækkun ferðamanna gæti komið íbúðum á markað Jón Þór Stefánsson skrifar 22. júlí 2024 20:30 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að fækkun ferðamanna hafi ekki bara neikvæð áhrif. Fækkunin geti til dæmis fjölgað íbúðum á leigumarkaði og jafnvel á sölumarkaði. Þá gæti hún jafnvel losað um spennu á vinnumarkaði. Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi í gegnum Keflavíkurflugvöll voru um það bil 212 þúsund í nýliðnum júnímánuði, en það er um 21 þúsund færri brottfariar en mældust í fyrra, eða lækkun um níu prósentustig. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 nefndi Jón Bjarki fjórar ástæður fyrir þessari þróun. „Í fyrsta lagi hafði gosórói og jarðhræringar á Reykjanesi ekki góð áhrif út á við og fréttaflutningur af því. Í öðru lagi er landið orðið dýrt heim að sækja. Við höfum svo sem löngum verið dýr, en við erum í samkeppnisumhverfi og það hefur áhrif. Í þriðja lagi þá virðist sem nýjabrumið sé svolítið að fara af Íslandi sem áfangastað,“ sagði Jón. „Ég hef heyrt að aðrar norðurlandaþjóðir, ekki síst Noregur, sé svolítið að njóta góðs af einhverjum tískustraumi sem liggi þangað til norðurslóðaferða. Í fjórða lagi þá er einfaldlega að hægjast á vexti ferðaþjónustu í okkar heimshluta eftir að allir voru að hlaupa af sér hornin eftir Covid.“ Málið sé þó ekki einsýnt. Þessari þróun fylgi kostir. „Vissulega er það ekki gott ef útflutningstekjur þjóðarbúsins verða minni heldur en við væntum í litlu útflutningsdrifnu hagkerfi. En á móti vegur að hagkerfið okkar er býsna heitt, og það hafa ýmsir bent á að það þyrfti að kæla það.“ Að sögn Jóns Bjarka gæti þróunin haft áhrif á íbúamarkað og vinnumarkað. „Á íbúamarkaði gætum við bæði séð hægari fólksfjölgun vegna þess hve margir innflytjenda tengjast þessari grein og vöxtur þeirra hefur haldist í hendur við vöxt hennar. Við gætum séð minni eftirspurn frá því fólki eftir íbúðum og á sama tíma gæti Airbnb orðið minna vinsælt hjá ferðamönnum og þær íbúðir gætu þá komið inn á leigumarkað og hugsanlega sölumarkað,“ sagði Jón. „Áhrifin á vinnumarkað gætu einnig verið töluverð. Þar höfum við verið að sjá umtalsverða spennu, sem gæti þá minnkað allhratt og minnkað hættu á launaskriði og þar fram eftir götunum.“ Jón sagði að með kólnun á hagkerfinu fælust að minnsta kosti góðar fréttir fyrir Seðlabankann. „Hann hefur áhyggjur af ofhitnun og vill sjá meira jafnvægi í hagkerfinu áður en hann hefur vaxtalækkunarferli.“ Þá er ekki útilokað að vextir lækki hraðar, en það muni skýrast á næstu mánuðum. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Seðlabankinn Húsnæðismál Vinnumarkaður Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira
Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi í gegnum Keflavíkurflugvöll voru um það bil 212 þúsund í nýliðnum júnímánuði, en það er um 21 þúsund færri brottfariar en mældust í fyrra, eða lækkun um níu prósentustig. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 nefndi Jón Bjarki fjórar ástæður fyrir þessari þróun. „Í fyrsta lagi hafði gosórói og jarðhræringar á Reykjanesi ekki góð áhrif út á við og fréttaflutningur af því. Í öðru lagi er landið orðið dýrt heim að sækja. Við höfum svo sem löngum verið dýr, en við erum í samkeppnisumhverfi og það hefur áhrif. Í þriðja lagi þá virðist sem nýjabrumið sé svolítið að fara af Íslandi sem áfangastað,“ sagði Jón. „Ég hef heyrt að aðrar norðurlandaþjóðir, ekki síst Noregur, sé svolítið að njóta góðs af einhverjum tískustraumi sem liggi þangað til norðurslóðaferða. Í fjórða lagi þá er einfaldlega að hægjast á vexti ferðaþjónustu í okkar heimshluta eftir að allir voru að hlaupa af sér hornin eftir Covid.“ Málið sé þó ekki einsýnt. Þessari þróun fylgi kostir. „Vissulega er það ekki gott ef útflutningstekjur þjóðarbúsins verða minni heldur en við væntum í litlu útflutningsdrifnu hagkerfi. En á móti vegur að hagkerfið okkar er býsna heitt, og það hafa ýmsir bent á að það þyrfti að kæla það.“ Að sögn Jóns Bjarka gæti þróunin haft áhrif á íbúamarkað og vinnumarkað. „Á íbúamarkaði gætum við bæði séð hægari fólksfjölgun vegna þess hve margir innflytjenda tengjast þessari grein og vöxtur þeirra hefur haldist í hendur við vöxt hennar. Við gætum séð minni eftirspurn frá því fólki eftir íbúðum og á sama tíma gæti Airbnb orðið minna vinsælt hjá ferðamönnum og þær íbúðir gætu þá komið inn á leigumarkað og hugsanlega sölumarkað,“ sagði Jón. „Áhrifin á vinnumarkað gætu einnig verið töluverð. Þar höfum við verið að sjá umtalsverða spennu, sem gæti þá minnkað allhratt og minnkað hættu á launaskriði og þar fram eftir götunum.“ Jón sagði að með kólnun á hagkerfinu fælust að minnsta kosti góðar fréttir fyrir Seðlabankann. „Hann hefur áhyggjur af ofhitnun og vill sjá meira jafnvægi í hagkerfinu áður en hann hefur vaxtalækkunarferli.“ Þá er ekki útilokað að vextir lækki hraðar, en það muni skýrast á næstu mánuðum.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Seðlabankinn Húsnæðismál Vinnumarkaður Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira