Hver verður varaforsetaefni Kamölu Harris? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júlí 2024 11:27 Frá vinstri: Beshear, Kelly, Pritzker og Cooper. Getty Andy Beshear, Roy Cooper, Mark Kelly, Wes Moore, JB Pritzker, Josh Shapiro, Gretchen Whitmer og Pete Buttigieg. Hvað eiga þessir einstaklingar sameiginlegt? Jú, þeir tilheyra allir Demókrataflokknum og hafa verið nefndir til sögunnar sem möguleg varaforsetaefni Kamölu Harris. Harris tilkynnti í gær að hún hefði náð að tryggja sér nægan stuðning til að hljóta útnefninguna sem forsetaefni Demókrataflokksins. Landsþing flokksins hefst 19. ágúst næstkomandi en til stendur að efna til rafrænnar atkvæðagreiðslu um útnefninguna fyrir 7. ágúst. Ástæðan er aðallega sú að skila verður inn framboðum í Kaliforníu og Washington áður en landsþingið fer fram, sem gæti leitt til lagaflækja ef forsetaefni Demókrata liggur ekki fyrir fyrr en þá. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, hefur þegar gefið út að hún hyggist ekki sækjast eftir því að verða varaforsetaefni flokksins og sömu má segja um Wes Moore, ríkisstjóra Maryland. Bæði eru vonarstjörnur innan Demókrataflokksins og hafa verið orðuð við forsetaframboð árið 2028. Áður en Whitmer útilokaði framboð að þessu sinni þótti mörgum spennandi að hugsa til þess að tefla fram tveimur frambærilegum konum gegn Donald Trump og varaforsetaefninu hans J.D. Vance en menn telja þó líklegt að Harris muni velja karl með sér. Þá hefur verið nefnt að það sé skynsamlegt að viðkomandi sé vel þekktur og liðinn í einu af hinum svokölluðu „barátturíkjum“ og að viðkomandi geti höfðað til fólks hægra megin við miðjuna og til óákveðinna. Andy Beshear er einn þeirra sem uppfyllir fyrrnefndar kröfur en hann er ríkisstjóri Kentucky, þar sem Donald Trump sigraði í forsetakosningunum árið 2016 með 30 prósentustigum. Beshear var kjörinn ríkisstjóri árið 2019 og endurkjörinn í fyrra. Hann er sagður hafa átt gott samstarf við Repúblikana og talar oft um það að vera kristinn. Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu, er annar en hann mun ekki geta sóst eftir endurkjöri á næsta ári vegna tímatakmarka á setu hvers ríkisstjóra í embætti. Geimfari og milljarðamæringur Mark Kelly og JB Pritzker hafa einnig verið nefndir til sögunnar en af öðrum ástæðum. Kelly er öldungadeildarþingamaður fyrir Arizona, sem er vissulega eitt af barátturíkjunum, en hann er líka fyrrverandi geimfari og eiginmaður þingkonunnar Gabby Giffords, sem lifði af banatilræði árið 2011. Kelly hefur barst fyrir umbótum á skotvopnalöggjöfinni en þykir annars fremur hófsamur vinstri maður. Pritzker er ríkisstjóri Illinois og hefur helst verið nefndur til sögunnar í tengslum við auð sinn en fjölskylda hans á Hyatt hótelkeðjuna. Pritzker er milljarðamæringur og gæti lagt verulegar fjárhæðir til kosningabaráttunnar en hann hefur einnig verið harður í gagnrýni sinni á Trump. Meðal þeirra sem eru sagðir koma til greina sem varaforsetaefni er Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, nefndur sem sérstaklega sterkur kandídat. Shapiro hlaut 56 prósent atkvæða þegar hann var kjörinn ríkisstjóri árið 2022 og Harris verður að vinna Pennsylvaníu ef hún vill komast í Hvíta húsið. Það er hins vegar sagt vinna á móti Shapiro að hann er gyðingur, einarður stuðningsmaður Ísrael og talaði meðal annars gegn mótmælum gegn Ísrael á háskólalóðum fyrr á árinu. Aðrir sem hafa verið nefndir til sögunnar en þykja eiga minni möguleika eru samgönguráðherrann Pete Buttigieg, viðskiptaráðherrann Gina Raimondo og Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota. Þá voru Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, og Raphael Warnock, öldungadeildarþingmaður frá Georgíu, nefndir þegar rætt var um mögulega arftaka Joe Biden en báðir þykja óheppilegur kostur sem varaforseti. Newsom þykir of vinstri sinnaður og auðvelt að hengja á hann hin margvíslegu vandamál sem íbúar Kaliforníu glíma nú við og þá þykir mönnum óráðlegt að færa Warnock til, þar sem það er næsta víst að Repúblikana myndi taka sætið hans í öldungadeildinni. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Hvað eiga þessir einstaklingar sameiginlegt? Jú, þeir tilheyra allir Demókrataflokknum og hafa verið nefndir til sögunnar sem möguleg varaforsetaefni Kamölu Harris. Harris tilkynnti í gær að hún hefði náð að tryggja sér nægan stuðning til að hljóta útnefninguna sem forsetaefni Demókrataflokksins. Landsþing flokksins hefst 19. ágúst næstkomandi en til stendur að efna til rafrænnar atkvæðagreiðslu um útnefninguna fyrir 7. ágúst. Ástæðan er aðallega sú að skila verður inn framboðum í Kaliforníu og Washington áður en landsþingið fer fram, sem gæti leitt til lagaflækja ef forsetaefni Demókrata liggur ekki fyrir fyrr en þá. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, hefur þegar gefið út að hún hyggist ekki sækjast eftir því að verða varaforsetaefni flokksins og sömu má segja um Wes Moore, ríkisstjóra Maryland. Bæði eru vonarstjörnur innan Demókrataflokksins og hafa verið orðuð við forsetaframboð árið 2028. Áður en Whitmer útilokaði framboð að þessu sinni þótti mörgum spennandi að hugsa til þess að tefla fram tveimur frambærilegum konum gegn Donald Trump og varaforsetaefninu hans J.D. Vance en menn telja þó líklegt að Harris muni velja karl með sér. Þá hefur verið nefnt að það sé skynsamlegt að viðkomandi sé vel þekktur og liðinn í einu af hinum svokölluðu „barátturíkjum“ og að viðkomandi geti höfðað til fólks hægra megin við miðjuna og til óákveðinna. Andy Beshear er einn þeirra sem uppfyllir fyrrnefndar kröfur en hann er ríkisstjóri Kentucky, þar sem Donald Trump sigraði í forsetakosningunum árið 2016 með 30 prósentustigum. Beshear var kjörinn ríkisstjóri árið 2019 og endurkjörinn í fyrra. Hann er sagður hafa átt gott samstarf við Repúblikana og talar oft um það að vera kristinn. Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu, er annar en hann mun ekki geta sóst eftir endurkjöri á næsta ári vegna tímatakmarka á setu hvers ríkisstjóra í embætti. Geimfari og milljarðamæringur Mark Kelly og JB Pritzker hafa einnig verið nefndir til sögunnar en af öðrum ástæðum. Kelly er öldungadeildarþingamaður fyrir Arizona, sem er vissulega eitt af barátturíkjunum, en hann er líka fyrrverandi geimfari og eiginmaður þingkonunnar Gabby Giffords, sem lifði af banatilræði árið 2011. Kelly hefur barst fyrir umbótum á skotvopnalöggjöfinni en þykir annars fremur hófsamur vinstri maður. Pritzker er ríkisstjóri Illinois og hefur helst verið nefndur til sögunnar í tengslum við auð sinn en fjölskylda hans á Hyatt hótelkeðjuna. Pritzker er milljarðamæringur og gæti lagt verulegar fjárhæðir til kosningabaráttunnar en hann hefur einnig verið harður í gagnrýni sinni á Trump. Meðal þeirra sem eru sagðir koma til greina sem varaforsetaefni er Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, nefndur sem sérstaklega sterkur kandídat. Shapiro hlaut 56 prósent atkvæða þegar hann var kjörinn ríkisstjóri árið 2022 og Harris verður að vinna Pennsylvaníu ef hún vill komast í Hvíta húsið. Það er hins vegar sagt vinna á móti Shapiro að hann er gyðingur, einarður stuðningsmaður Ísrael og talaði meðal annars gegn mótmælum gegn Ísrael á háskólalóðum fyrr á árinu. Aðrir sem hafa verið nefndir til sögunnar en þykja eiga minni möguleika eru samgönguráðherrann Pete Buttigieg, viðskiptaráðherrann Gina Raimondo og Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota. Þá voru Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, og Raphael Warnock, öldungadeildarþingmaður frá Georgíu, nefndir þegar rætt var um mögulega arftaka Joe Biden en báðir þykja óheppilegur kostur sem varaforseti. Newsom þykir of vinstri sinnaður og auðvelt að hengja á hann hin margvíslegu vandamál sem íbúar Kaliforníu glíma nú við og þá þykir mönnum óráðlegt að færa Warnock til, þar sem það er næsta víst að Repúblikana myndi taka sætið hans í öldungadeildinni.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira