Kennarinn sem breytti lífi þínu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 24. júlí 2024 08:01 Frammistaða Biden í beinni útsendingu í kappræðum við Trump var þannig að við blasti að fjögur ár af óbreyttu ástandi gat ekki gengið upp. Fyrstu viðbrögð Biden voru samt að kappræðurnar hefðu í sjálfu sér bara gengið vel. Jill Biden kona hans sagði að hún ætlaði ekki láta þessar 90 mínútur vera eina dóminn um forsetatíð mannsins síns. Það er líka alveg rétt. En áhyggjur fólks sneru að því hvernig næstu fjögur ár yrðu. Fólk sá það sem það sá. Í síðustu PISA mælingu varð niðurstaðan sú meðal 15 ára barna að 40% þeirra gátu samkvæmt mælingunni ekki lesið sér til gagns. Ísland skrapar botninn í alþjóðlegum samanburði. Þeim líður vel Frá ráðherra menntamála heyrum við að börnum líði vel í skólanum. Það er auðvitað gott en breytir samt ekki stöðu mála um læsi þeirra. Menntamálaráðherra er eins og Biden að því leyti að boðskapurinn um stöðu mála fer gegn því sem við blasir. Að hátt hlutfall barna standi svona í lestri ætti að vera staðreynd sem við viljum öll bregðast við og bæta úr hið fyrsta í stað þess að drepa umræðunni á dreif og benda á annað. Lesskilningur er undirstaða tungumálsins og lélegur lesskilningur takmarkar beinlínis getu barna til þátttöku í samfélaginu. Það er hlutverk og skylda stjórnvalda að tryggja að skólarnir geti gegnt því hlutverki sem þeim er ætlað að gera, að auka tækifæri barna. Þetta þarf ekki að vera svona. Menntamálin varða okkur öll Við þekkjum flest kennara sem breytti lífi okkar til góðs eða lífi barna okkar. Mínir kennarar voru t.d. Helga Kristín og Dóra íslenskukennarar í grunnskóla. Annar er Helga móðursystir sem dró mig að landi í stærðfræði (sem var þolinmæðisverk). Guðný sögukennari í MR sem kveikti áhuga minn á lögfræði og Ragnheiður Briem íslenskukennari sem kveikti á metnaði til skrifa. Við eigum mörg svona sögu af kennara sem hefur verið í lykilhlutverki í okkar lífi. Við berum taugar til þeirra sem hafa valið sér þetta merkilega starf. Sem mamma hefur reynsla mín verið sú sama af kennurum dætra minna. Og auðvitað hafa foreldrar skólabarna skoðun á skólamálum. Menntamálin eru okkar allra. Það er þess vegna á misskilningi byggt hjá menntamálaráðherra að leggja málin upp þannig að það séu nánast bara skólarnir sem megi taka til máls eða að þeir sem séu ekki sammála ríkjandi stefnu í einu og öllu séu að ráðast að skólunum. Kennarar eiga þvert á móti skilið að um þessa stöðu sé rætt og að brugðist sé við. Ekki með samtali um allt sé í sóma eða tali um að svona mæling segi ekki alla söguna. Það vita það í sjálfu sér allir en það breytir því t.d. ekki hver niðurstaðan um læsi er. Og ekki heldur með því að foreldrar bendi á skólana um stöðuna og skólarnir bendi á foreldrana. Sú umræða gagnast engum. Tækifærin í skólunum Skólinn á að vera okkar besta jöfnunartæki en til að þetta jöfnunartæki virki þarf að passa upp á að kennarar fái að gera það sem þeir gera best: að kenna. Við þurfum að ræða starfsaðstæður þeirra og brottfall nýrra kennara úr starfi. Hvað er það sem veldur? Stjórnvöld eiga að vera skýr um stefnu sína í menntamálum og markmið. Setja á meiri kraft í gerð námsefnis. Víða í skólakerfinu er hópastærð eða bekkjastærð vandamál. Og því fylgja áskoranir þegar börn koma inn í skólana og þurfa að byrja á því að læra íslensku. Það á að vera metnaður til að umgjörð skólastarfs sé þannig að börn nái sem bestum árangri í námi. Og það þarf að horfast í augu við að það hefur áhrif að samræmdar mælingar skortir. Endurgjöf á skólastarfi með mælingum og prófum er af hinu góða. Þessar mælingar eiga að hjálpa nemendum og foreldrum, kennurum og skólum og síðast en ekki síst stjórnvöldum að grípa nemendur þannig að það verði ekki bara ljóst í lok grunnskólagöngu að 40 prósent geti ekki lesið sér til gagns. Við eigum ekki að hræðast þessar mælingar. Það er síðan önnur saga hvernig við förum með þessi próf. En það er ekki hægt að afskrifa samræmdar mælingar alfarið vegna þess að framkvæmdin var einhvern tímann ekki upp á 10. Málið snýst um þetta. Að skólinn fái að vera okkar besta jöfnunartæki. Kennarar fái þær starfsaðstæður sem þeir þurfa. Að börn fái menntun sem nýtist þeim. Að umræðan um skólann sé okkar allra. Og þegar ljóst er að eitthvað amar að þá sé brugðist við. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Frammistaða Biden í beinni útsendingu í kappræðum við Trump var þannig að við blasti að fjögur ár af óbreyttu ástandi gat ekki gengið upp. Fyrstu viðbrögð Biden voru samt að kappræðurnar hefðu í sjálfu sér bara gengið vel. Jill Biden kona hans sagði að hún ætlaði ekki láta þessar 90 mínútur vera eina dóminn um forsetatíð mannsins síns. Það er líka alveg rétt. En áhyggjur fólks sneru að því hvernig næstu fjögur ár yrðu. Fólk sá það sem það sá. Í síðustu PISA mælingu varð niðurstaðan sú meðal 15 ára barna að 40% þeirra gátu samkvæmt mælingunni ekki lesið sér til gagns. Ísland skrapar botninn í alþjóðlegum samanburði. Þeim líður vel Frá ráðherra menntamála heyrum við að börnum líði vel í skólanum. Það er auðvitað gott en breytir samt ekki stöðu mála um læsi þeirra. Menntamálaráðherra er eins og Biden að því leyti að boðskapurinn um stöðu mála fer gegn því sem við blasir. Að hátt hlutfall barna standi svona í lestri ætti að vera staðreynd sem við viljum öll bregðast við og bæta úr hið fyrsta í stað þess að drepa umræðunni á dreif og benda á annað. Lesskilningur er undirstaða tungumálsins og lélegur lesskilningur takmarkar beinlínis getu barna til þátttöku í samfélaginu. Það er hlutverk og skylda stjórnvalda að tryggja að skólarnir geti gegnt því hlutverki sem þeim er ætlað að gera, að auka tækifæri barna. Þetta þarf ekki að vera svona. Menntamálin varða okkur öll Við þekkjum flest kennara sem breytti lífi okkar til góðs eða lífi barna okkar. Mínir kennarar voru t.d. Helga Kristín og Dóra íslenskukennarar í grunnskóla. Annar er Helga móðursystir sem dró mig að landi í stærðfræði (sem var þolinmæðisverk). Guðný sögukennari í MR sem kveikti áhuga minn á lögfræði og Ragnheiður Briem íslenskukennari sem kveikti á metnaði til skrifa. Við eigum mörg svona sögu af kennara sem hefur verið í lykilhlutverki í okkar lífi. Við berum taugar til þeirra sem hafa valið sér þetta merkilega starf. Sem mamma hefur reynsla mín verið sú sama af kennurum dætra minna. Og auðvitað hafa foreldrar skólabarna skoðun á skólamálum. Menntamálin eru okkar allra. Það er þess vegna á misskilningi byggt hjá menntamálaráðherra að leggja málin upp þannig að það séu nánast bara skólarnir sem megi taka til máls eða að þeir sem séu ekki sammála ríkjandi stefnu í einu og öllu séu að ráðast að skólunum. Kennarar eiga þvert á móti skilið að um þessa stöðu sé rætt og að brugðist sé við. Ekki með samtali um allt sé í sóma eða tali um að svona mæling segi ekki alla söguna. Það vita það í sjálfu sér allir en það breytir því t.d. ekki hver niðurstaðan um læsi er. Og ekki heldur með því að foreldrar bendi á skólana um stöðuna og skólarnir bendi á foreldrana. Sú umræða gagnast engum. Tækifærin í skólunum Skólinn á að vera okkar besta jöfnunartæki en til að þetta jöfnunartæki virki þarf að passa upp á að kennarar fái að gera það sem þeir gera best: að kenna. Við þurfum að ræða starfsaðstæður þeirra og brottfall nýrra kennara úr starfi. Hvað er það sem veldur? Stjórnvöld eiga að vera skýr um stefnu sína í menntamálum og markmið. Setja á meiri kraft í gerð námsefnis. Víða í skólakerfinu er hópastærð eða bekkjastærð vandamál. Og því fylgja áskoranir þegar börn koma inn í skólana og þurfa að byrja á því að læra íslensku. Það á að vera metnaður til að umgjörð skólastarfs sé þannig að börn nái sem bestum árangri í námi. Og það þarf að horfast í augu við að það hefur áhrif að samræmdar mælingar skortir. Endurgjöf á skólastarfi með mælingum og prófum er af hinu góða. Þessar mælingar eiga að hjálpa nemendum og foreldrum, kennurum og skólum og síðast en ekki síst stjórnvöldum að grípa nemendur þannig að það verði ekki bara ljóst í lok grunnskólagöngu að 40 prósent geti ekki lesið sér til gagns. Við eigum ekki að hræðast þessar mælingar. Það er síðan önnur saga hvernig við förum með þessi próf. En það er ekki hægt að afskrifa samræmdar mælingar alfarið vegna þess að framkvæmdin var einhvern tímann ekki upp á 10. Málið snýst um þetta. Að skólinn fái að vera okkar besta jöfnunartæki. Kennarar fái þær starfsaðstæður sem þeir þurfa. Að börn fái menntun sem nýtist þeim. Að umræðan um skólann sé okkar allra. Og þegar ljóst er að eitthvað amar að þá sé brugðist við. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar