„Erum andandi ofan í hálsmálið á þeim“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2024 12:30 Fanndis Friðriksdóttir Vísir/Anton Brink „Það er alltaf gaman að fara út á land og spila. Það leggst vel í okkur. Vonandi komum við heim með þrjú stig,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals. Valskonur eru á leið á Sauðárkrók þar sem þær mæta Tindastóli í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur marði síðasta leik gegn Keflavík á laugardag, 2-1. Sjálfsmark gestanna í uppbótartíma tryggði Valskonum sigurinn. Valur lá hressilega á Keflavíkurliðinu frá upphafi til enda og Fanndís býst við keimlíkum leik á Króknum í kvöld. „Við þurfum að vera vel vakandi til baka, þær geta refsað með einni skyndisókn, eins og við lentum í í síðasta leik. Við áttum náttúrulega að vera löngu búnar að skora á móti Keflavík, en það er eins og það er. Ég býst við svipuðum leik. Þær vilja líklega verja markið sitt og þétta raðirnar. Við þurfum að finna leiðir í gegnum það,“ segir Fanndís. Valur var með xG upp á tæplega fimm í leik helgarinnar og ótrúlegustu færi sem fóru forgörðum. Fanndís segir aðeins færanýtinguna aðeins hafa verið rædda í gær og að Valskonur ætli að gera betur í þeim efnum í kvöld. „Við fórum aðeins yfir það í gær, hvernig við ætlum að nýta betur færin okkar. Við þurfum að sýna það á eftir, að það hafi gengið vel,“ segir Fanndís. Valur fer á toppinn með sigri í kvöld en liðið er jafnt Breiðabliki að stigum á toppi deildarinnar. Breiðablik er ofar á markatölu en Kópavogskonur eiga ekki leik fyrr en á föstudag. „Við erum andandi ofan í hálsmálið á þeim. Þær eru með betri markatölu en við. Það er vont að misstíga sig í þessari baráttu. En næsti leikur á eftir þessum er Valur – Breiðablik, þannig að við viljum vera með jafnmörg stig, ef ekki fleiri, fyrir þann leik,“ segir Fanndís. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Á sama tíma eigast FH og Stjarnan við í beinni á Stöð 2 Sport 5 og Keflavík tekur á móti Þór/KA, einnig klukkan 18:00, á Stöð 2 Besta deildin. Besta deild kvenna Valur Tindastóll Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Valur marði síðasta leik gegn Keflavík á laugardag, 2-1. Sjálfsmark gestanna í uppbótartíma tryggði Valskonum sigurinn. Valur lá hressilega á Keflavíkurliðinu frá upphafi til enda og Fanndís býst við keimlíkum leik á Króknum í kvöld. „Við þurfum að vera vel vakandi til baka, þær geta refsað með einni skyndisókn, eins og við lentum í í síðasta leik. Við áttum náttúrulega að vera löngu búnar að skora á móti Keflavík, en það er eins og það er. Ég býst við svipuðum leik. Þær vilja líklega verja markið sitt og þétta raðirnar. Við þurfum að finna leiðir í gegnum það,“ segir Fanndís. Valur var með xG upp á tæplega fimm í leik helgarinnar og ótrúlegustu færi sem fóru forgörðum. Fanndís segir aðeins færanýtinguna aðeins hafa verið rædda í gær og að Valskonur ætli að gera betur í þeim efnum í kvöld. „Við fórum aðeins yfir það í gær, hvernig við ætlum að nýta betur færin okkar. Við þurfum að sýna það á eftir, að það hafi gengið vel,“ segir Fanndís. Valur fer á toppinn með sigri í kvöld en liðið er jafnt Breiðabliki að stigum á toppi deildarinnar. Breiðablik er ofar á markatölu en Kópavogskonur eiga ekki leik fyrr en á föstudag. „Við erum andandi ofan í hálsmálið á þeim. Þær eru með betri markatölu en við. Það er vont að misstíga sig í þessari baráttu. En næsti leikur á eftir þessum er Valur – Breiðablik, þannig að við viljum vera með jafnmörg stig, ef ekki fleiri, fyrir þann leik,“ segir Fanndís. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Á sama tíma eigast FH og Stjarnan við í beinni á Stöð 2 Sport 5 og Keflavík tekur á móti Þór/KA, einnig klukkan 18:00, á Stöð 2 Besta deildin.
Besta deild kvenna Valur Tindastóll Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira