Verðbólgutölur minnki líkur á vaxtalækkun „allverulega“ Árni Sæberg skrifar 24. júlí 2024 12:18 Birkir Thor segir ósennilega að þau Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, og aðrir meðlimir peningastefnunefndar lækki stýrivexti í ágúst. Vísir Ársverðbólga mældist 6,3 prósentustig í júní og jókst um hálft prósentustig milli mánaða. Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur í greiningu hjá Íslandsbanka segir tíðindi morgunsins hafa komið starfsfólki bankans nokkuð á óvart. „Þetta kom okkur á óvart. Þetta var svolítið óþægilega mikið yfir okkar spá. Það voru ýmsir undirliðir sem komu á óvart. Þar má helst nefna flugfargjöldin hækkuðu svolítið meira en við höfðum spá og svo erum við að sjá líka hækkun á matarkörfunni umfram það sem við höfum spáð. Því til viðbótar, sem veldur fráviki frá spánni, er að útsöluáhrifin voru aðeins grynnri en við höfðum vænt. Föt og skór sem lækkuðu ekki eins mikið og við áttum von á.“ Flugfargjöld hækkuðu um 16,5 prósent Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs án húsnæðis sé 512,9 stig og hækki um 0,45 prósent frá júní 2024. Sumarútsölur séu víða í gangi og föt og skór hafi lækkað um 6,2 prósent en einnig húsgögn og heimilisbúnaður um 6,2 prósent. Áhrif þess á vísitöluna hafi verið lækkun upp á 0,24 og 0,13 prósent. Matvörur hafi hækkað um 1,1 prósent og valdið 0,15 prósenta hækkun á vísitölunni. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, reiknuð húsaleiga, hafi hækkað um 0,5 prósent, áhrif 0,09 prósent, og flugfargjöld til útlanda hafi hækkað um 16,5 prósent, áhrif 0,34 prósent. Dregur úr líkum á vaxtalækkun Aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði í vikunni að hann teldi að peningastefnunefnd Seðlabankans myndi lækka stýrivexti strax á næsta fundi sínum þann 21. ágúst. „Við erum svo sem ekki að slá vaxtalækkun ný yfir haustið út af borðinu en þessi tíðindi morgunsins minnka líkurnar á vaxtalækkun í ágúst allverulega. Það er þá líklegra, teljum við, að vaxtalækkunarferlið hefjist í september eða nóvember, frekar en í ágúst eins og við höfðum áður frekar átt von á,“ segir Birkir Thor. Verðbólgan muni minnka hressilega fljótlega Þó segir Birkir Thor að tíðindi morgunsins hafi ekki teljandi áhrif á verðbólguspá Íslandsbanka fram á haustið. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að verðbólgan sé að fara á eitthvað flug yfir haustið. Við erum að spá því, til dæmis, að árstakturinn fari hressilega niður í október en í september verður ekki mikil breyting, samkvæmt okkar spá.“ Jákvæður punktur líka Þá séu verðbólgutölurnar ekki alslæmar. „Það er jákvæður punktur kannski í mælingunni að reiknuð húsaleiga er ekki að hækka jafnmikið og við höfum átt von á. Þessir fyrstu tveir mánuðir, sem hefur verið notast við nýja aðferð við að meta þennan undirlið verðbólgunnar, hafa gefið góða raun.“ Þó sjáist, án þess að það komi fram í verðbólgutölum, að markaðsverð íbúðarhúsnæðis sé enn að hækka mikið. Það sé annar þáttur sem dregur úr líkum á að vextir verði lækkaðir á allra næstu vaxtaákvörðunardögum Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Sjá meira
„Þetta kom okkur á óvart. Þetta var svolítið óþægilega mikið yfir okkar spá. Það voru ýmsir undirliðir sem komu á óvart. Þar má helst nefna flugfargjöldin hækkuðu svolítið meira en við höfðum spá og svo erum við að sjá líka hækkun á matarkörfunni umfram það sem við höfum spáð. Því til viðbótar, sem veldur fráviki frá spánni, er að útsöluáhrifin voru aðeins grynnri en við höfðum vænt. Föt og skór sem lækkuðu ekki eins mikið og við áttum von á.“ Flugfargjöld hækkuðu um 16,5 prósent Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs án húsnæðis sé 512,9 stig og hækki um 0,45 prósent frá júní 2024. Sumarútsölur séu víða í gangi og föt og skór hafi lækkað um 6,2 prósent en einnig húsgögn og heimilisbúnaður um 6,2 prósent. Áhrif þess á vísitöluna hafi verið lækkun upp á 0,24 og 0,13 prósent. Matvörur hafi hækkað um 1,1 prósent og valdið 0,15 prósenta hækkun á vísitölunni. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, reiknuð húsaleiga, hafi hækkað um 0,5 prósent, áhrif 0,09 prósent, og flugfargjöld til útlanda hafi hækkað um 16,5 prósent, áhrif 0,34 prósent. Dregur úr líkum á vaxtalækkun Aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði í vikunni að hann teldi að peningastefnunefnd Seðlabankans myndi lækka stýrivexti strax á næsta fundi sínum þann 21. ágúst. „Við erum svo sem ekki að slá vaxtalækkun ný yfir haustið út af borðinu en þessi tíðindi morgunsins minnka líkurnar á vaxtalækkun í ágúst allverulega. Það er þá líklegra, teljum við, að vaxtalækkunarferlið hefjist í september eða nóvember, frekar en í ágúst eins og við höfðum áður frekar átt von á,“ segir Birkir Thor. Verðbólgan muni minnka hressilega fljótlega Þó segir Birkir Thor að tíðindi morgunsins hafi ekki teljandi áhrif á verðbólguspá Íslandsbanka fram á haustið. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að verðbólgan sé að fara á eitthvað flug yfir haustið. Við erum að spá því, til dæmis, að árstakturinn fari hressilega niður í október en í september verður ekki mikil breyting, samkvæmt okkar spá.“ Jákvæður punktur líka Þá séu verðbólgutölurnar ekki alslæmar. „Það er jákvæður punktur kannski í mælingunni að reiknuð húsaleiga er ekki að hækka jafnmikið og við höfum átt von á. Þessir fyrstu tveir mánuðir, sem hefur verið notast við nýja aðferð við að meta þennan undirlið verðbólgunnar, hafa gefið góða raun.“ Þó sjáist, án þess að það komi fram í verðbólgutölum, að markaðsverð íbúðarhúsnæðis sé enn að hækka mikið. Það sé annar þáttur sem dregur úr líkum á að vextir verði lækkaðir á allra næstu vaxtaákvörðunardögum
Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Sjá meira