Hert öryggisgæsla í Víkinni: „Finnst þetta aðeins of ýkt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2024 19:00 Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Vísir/Arnar Hert öryggisgæsla verður bæði í Víkinni og á Kópavogsvelli annað kvöld er Evrópuleikir Víkings og Breiðabliks fara fram. UEFA bregst þannig við ólátum sem urðu á leik Vals við Vllaznia í Sambandsdeildinni á dögunum. Upp úr sauð í lok leiks Vals og Vllaznia sem lauk með 2-2 jafntefli. Stuðningsmenn liðsins létu öllum illum látum, sem og starfsfólk og stjórnarmenn. Annað albanskt lið, Egnatia, heimsækir Víkinga á morgun og verður hert öryggisgæsla á vellinum vegna þessa. Hið sama verður uppi á teningunum á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik mætir Drita frá Kósóvó. „Það er aðeins meiri viðbúnaður en venjulega. UEFA hefur flokkað þennan leik sem high risk leik og sama með leikinn í Kópavogi eftir uppákomuna sem varð á Hlíðarenda um daginn. Það kom hingað öryggiseftirlitsmaður frá UEFA á staðinn og verður okkur til halds og trausts,“ segir Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2) Hann segir ef til vill full langt gengið hjá UEFA, sérstaklega í ljósi þess að engir stuðningsmenn albanska liðsins fylgi því hingað til lands. „Persónulega finnst mér þetta aðeins of ýkt. En eftir uppákomuna á Hlíðarenda álítur UEFA að það þurfi að grípa aðeins inn í hér vegna þess að hér er aftur að koma albanskt lið og lið frá Kósóvó. Vllaznia er frá Norður-Albaníu og þetta eru Kósóvó-Albanar mikið og þeir tengja það einhbern veginn saman,“ „Þeir hafa tilkynnt okkur að engir stuðningsmenn koma með liðinu. En aftur á móti eru Albanar hér á Íslandi sem mæta mögulega á leikinn. Við tökum þeim fagnandi og vonum að þeir hagi sér vel,“ segir Haraldur. Andstæðingar Víkings í heimaleikjabanni Haraldur segist þá feginn því að stuðningsmenn Egnatia komi ekki með liðinu hingað til lands í ljósi þess að UEFA setti liðið í heimaleikjabann sökum hegðunar þeirra á Evrópuleik liðsins í síðustu viku. Klippa: Tjáir sig um herta öryggisgæslu í Víkinni „Við erum ekki þessu vön á Íslandi. Erlendis er þetta alþekkt. Þetta var smá sjokkerandi uppákoma sem kannski vekur okkur til umhugsunar að við þurfum að vera viðbúin öllu svona þegar Evrópuleikir eru í gangi,“ „Við erum fegnir því að það komi ekki stuðningsmenn með liðinu frá Albaníu af því að þeir höguðu sér illa á síðasta leik, í síðustu viku. Þeir munu vegna þess þurfa að leika leikinn á móti okkur ytra fyrir luktum dyrum,“ segir Haraldur. Tóm hamingja í Víkinni En þarf að skoða öryggismálin í kringum Evrópuleiki á Íslandi heildstætt eftir ólætin á dögunum? „Það veltur algjörlega á þeim liðum sem hingað koma. Það er klárlega tilefni til þess að skoða þetta. Við höfum verið til dæmis Lech Poznan fyrir þremur árum, þeim fylgdu 60-70 ultras en þeir höguðu sér mjög vel. Þá var aukin gæsla en enginn öryggisfulltrúi frá UEFA,“ segir Haraldur sem býst ekki við öðru en að allt fari vel fram annað kvöld. „Það verður bara tóm hamingja í Víkinni, að venju.“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Sjá meira
Upp úr sauð í lok leiks Vals og Vllaznia sem lauk með 2-2 jafntefli. Stuðningsmenn liðsins létu öllum illum látum, sem og starfsfólk og stjórnarmenn. Annað albanskt lið, Egnatia, heimsækir Víkinga á morgun og verður hert öryggisgæsla á vellinum vegna þessa. Hið sama verður uppi á teningunum á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik mætir Drita frá Kósóvó. „Það er aðeins meiri viðbúnaður en venjulega. UEFA hefur flokkað þennan leik sem high risk leik og sama með leikinn í Kópavogi eftir uppákomuna sem varð á Hlíðarenda um daginn. Það kom hingað öryggiseftirlitsmaður frá UEFA á staðinn og verður okkur til halds og trausts,“ segir Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2) Hann segir ef til vill full langt gengið hjá UEFA, sérstaklega í ljósi þess að engir stuðningsmenn albanska liðsins fylgi því hingað til lands. „Persónulega finnst mér þetta aðeins of ýkt. En eftir uppákomuna á Hlíðarenda álítur UEFA að það þurfi að grípa aðeins inn í hér vegna þess að hér er aftur að koma albanskt lið og lið frá Kósóvó. Vllaznia er frá Norður-Albaníu og þetta eru Kósóvó-Albanar mikið og þeir tengja það einhbern veginn saman,“ „Þeir hafa tilkynnt okkur að engir stuðningsmenn koma með liðinu. En aftur á móti eru Albanar hér á Íslandi sem mæta mögulega á leikinn. Við tökum þeim fagnandi og vonum að þeir hagi sér vel,“ segir Haraldur. Andstæðingar Víkings í heimaleikjabanni Haraldur segist þá feginn því að stuðningsmenn Egnatia komi ekki með liðinu hingað til lands í ljósi þess að UEFA setti liðið í heimaleikjabann sökum hegðunar þeirra á Evrópuleik liðsins í síðustu viku. Klippa: Tjáir sig um herta öryggisgæslu í Víkinni „Við erum ekki þessu vön á Íslandi. Erlendis er þetta alþekkt. Þetta var smá sjokkerandi uppákoma sem kannski vekur okkur til umhugsunar að við þurfum að vera viðbúin öllu svona þegar Evrópuleikir eru í gangi,“ „Við erum fegnir því að það komi ekki stuðningsmenn með liðinu frá Albaníu af því að þeir höguðu sér illa á síðasta leik, í síðustu viku. Þeir munu vegna þess þurfa að leika leikinn á móti okkur ytra fyrir luktum dyrum,“ segir Haraldur. Tóm hamingja í Víkinni En þarf að skoða öryggismálin í kringum Evrópuleiki á Íslandi heildstætt eftir ólætin á dögunum? „Það veltur algjörlega á þeim liðum sem hingað koma. Það er klárlega tilefni til þess að skoða þetta. Við höfum verið til dæmis Lech Poznan fyrir þremur árum, þeim fylgdu 60-70 ultras en þeir höguðu sér mjög vel. Þá var aukin gæsla en enginn öryggisfulltrúi frá UEFA,“ segir Haraldur sem býst ekki við öðru en að allt fari vel fram annað kvöld. „Það verður bara tóm hamingja í Víkinni, að venju.“
Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2)
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Sjá meira