Græðgi meðleikonu hafi skemmt endurkomuna Máni Snær Þorláksson skrifar 25. júlí 2024 12:04 Mindy Cohn segir að græðgi meðleikonu sinnar hafi komið í veg fyrir endurkomu þáttanna Facts of Life. Getty Bandaríska leikkonan Mindy Cohn segir að endurkoma grínþáttana Facts of Life hafi verið í pípunum. Þau plön hafi hins vegar fokið út um gluggann vegna græðgi einnar leikkonu í hópnum. Cohn útskýrir í útvarpsþættinum Jeff Lewis Live að samtal um að gera nýja þætti hafi verið komið í gang fyrir nokkrum árum. Búið var að ráða handritshöfund og halda fund á Zoom. „Þetta var á meðan Covid var í gangi og við vorum búin að taka fund með Norman [Lear] um þetta,“ segir Cohn. Norman Lear var handritshöfundur og framleiðandi Facts of Life auk fjölda annarra þátta. Hann lést af náttúrulegum orsökum í síðastliðnum desember, 101 árs að aldri. Cohn segir að á einum tímapunkti í ferlinu hafi ein af meðleikkonum, án vitundar hinna í hópnum, reynt að gera samning um sérþætti um sinn karakter. Cohn segir að græðgi þessi hafi brotið niður hópinn. „Fjörutíu ár af vinskap og systralagi, það voru gífurlegar tilfinningar í spilinu.“ Ein í hópnum hvergi sjáanleg Cohn neitar að gefa upp hver það var sem skemmdi endurkomuna en tekur þó fram að það hafi verið „ein af stelpunum.“ Þá bætir leikkonan við að glöggir aðdáendur gætu giskað á hver það sé með því að skoða samfélagsmiðla sína. Hún hafi ekki eytt tíma með leikkonunni sem um ræðir á undanförnum árum. Ef rennt er yfir Instagram-síðu Cohn má sjá að hún hefur eytt tíma með tveimur af þremur meðleikkonum sínum, þeim Kim Fields og Nancy McKeon, á síðustu árum. Leikkonan Lisa Whelchel er hins vegar hvergi sjáanleg. Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Cohn útskýrir í útvarpsþættinum Jeff Lewis Live að samtal um að gera nýja þætti hafi verið komið í gang fyrir nokkrum árum. Búið var að ráða handritshöfund og halda fund á Zoom. „Þetta var á meðan Covid var í gangi og við vorum búin að taka fund með Norman [Lear] um þetta,“ segir Cohn. Norman Lear var handritshöfundur og framleiðandi Facts of Life auk fjölda annarra þátta. Hann lést af náttúrulegum orsökum í síðastliðnum desember, 101 árs að aldri. Cohn segir að á einum tímapunkti í ferlinu hafi ein af meðleikkonum, án vitundar hinna í hópnum, reynt að gera samning um sérþætti um sinn karakter. Cohn segir að græðgi þessi hafi brotið niður hópinn. „Fjörutíu ár af vinskap og systralagi, það voru gífurlegar tilfinningar í spilinu.“ Ein í hópnum hvergi sjáanleg Cohn neitar að gefa upp hver það var sem skemmdi endurkomuna en tekur þó fram að það hafi verið „ein af stelpunum.“ Þá bætir leikkonan við að glöggir aðdáendur gætu giskað á hver það sé með því að skoða samfélagsmiðla sína. Hún hafi ekki eytt tíma með leikkonunni sem um ræðir á undanförnum árum. Ef rennt er yfir Instagram-síðu Cohn má sjá að hún hefur eytt tíma með tveimur af þremur meðleikkonum sínum, þeim Kim Fields og Nancy McKeon, á síðustu árum. Leikkonan Lisa Whelchel er hins vegar hvergi sjáanleg.
Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira