Sala á fíkniefnum fari fram fyrir opnum tjöldum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. júlí 2024 12:05 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2/Arnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á umtalsvert magn af fíkniefnum og teygir málið anga sína víða. Yfirlögregluþjónn segir talsvert magn fíkniefna í umferð og sala þeirra fari fram fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Fimm manns eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit á mánudag og þriðjudag þar sem hald var lagt á fíkniefnin auk um þriggja milljóna króna í reiðufé. Grímur Grímsson er yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs. „Það eru fimm í vikulöngu gæsluvarðhaldi en við handtókum fleiri í tengslum við málið. Það var lagt hald á um sextán kíló af kannabisefnum auk annarra efna eins amfetamín og töflur. Það að þessi fjöldi sé settur í gæsluvarðhald sýnir að við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Grímur. Teygi anga sína víðar Hann segir að málið snúi að smásölumarkaði með fíkniefni en sé að öllum líkindum víðfeðmara. „Oft er það þannig þegar við hefjum svona rannsóknir, þá teygir málið sig víðar. Það koma upp fleiri mál í kjölfarið. Þannig að mögulega getum við horft til þess að um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi eða að skipulagðir hópar standi að málinu,“ segir Grímur. Salan á samfélagsmiðlum Grímur segir að sala fíkniefnanna hafi farið fram fyrir opnum tjöldum. Hann útilokar ekki að fleiri mál komi upp á næstunni. Undanfarin ár hefur sala fíkniefna farið fram fyrir tiltölulega opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Sölufólk virðist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að vera tekið við slíka iðju. Það er líka töluvert magn í umferð í smásölu. Við erum að taka á þessu og fylgjumst grannt með. Aðspurður um hvort sé merki um að viðhorf í samfélaginu til fíkniefnaneyslu sé að breytast svarar Grímur. „Það má segja það að fíkniefnaneysla er meira normalíseruð í samfélaginu nú en fyrir einhverjum tugum ára. En þessi efni eru ólögleg og okkur ber að hafa eftirlit með því,“ segir Grímur að lokum. Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit á mánudag og þriðjudag þar sem hald var lagt á fíkniefnin auk um þriggja milljóna króna í reiðufé. Grímur Grímsson er yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs. „Það eru fimm í vikulöngu gæsluvarðhaldi en við handtókum fleiri í tengslum við málið. Það var lagt hald á um sextán kíló af kannabisefnum auk annarra efna eins amfetamín og töflur. Það að þessi fjöldi sé settur í gæsluvarðhald sýnir að við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Grímur. Teygi anga sína víðar Hann segir að málið snúi að smásölumarkaði með fíkniefni en sé að öllum líkindum víðfeðmara. „Oft er það þannig þegar við hefjum svona rannsóknir, þá teygir málið sig víðar. Það koma upp fleiri mál í kjölfarið. Þannig að mögulega getum við horft til þess að um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi eða að skipulagðir hópar standi að málinu,“ segir Grímur. Salan á samfélagsmiðlum Grímur segir að sala fíkniefnanna hafi farið fram fyrir opnum tjöldum. Hann útilokar ekki að fleiri mál komi upp á næstunni. Undanfarin ár hefur sala fíkniefna farið fram fyrir tiltölulega opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Sölufólk virðist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að vera tekið við slíka iðju. Það er líka töluvert magn í umferð í smásölu. Við erum að taka á þessu og fylgjumst grannt með. Aðspurður um hvort sé merki um að viðhorf í samfélaginu til fíkniefnaneyslu sé að breytast svarar Grímur. „Það má segja það að fíkniefnaneysla er meira normalíseruð í samfélaginu nú en fyrir einhverjum tugum ára. En þessi efni eru ólögleg og okkur ber að hafa eftirlit með því,“ segir Grímur að lokum.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira