Börn eða bissness Bryndís Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2024 12:31 Þá er komið að því aftur, PISA niðurstöðurnar komnar og þjóðfélagið nötrar. Umræðan fer af stað, misvönduð, misgáfuleg og misgagnleg. Einhverjir kalla nú eftir því að skólastarf verði metið eins og starfsemi fyrirtækja á samkeppnismarkaði og mig langar að ávarpa aðeins þær vangaveltur. Skólastarf í stöðugri þróun Þeir sem þekkja starf grunnskólanna á Íslandi vita að stöðug þróun og endurskoðun á sér stað innan þeirra. Ytra og innra mat, rannsóknir, endurmenntun, kennaraþing, samvinna kennara þvert á skóla, Facebook hópar um skólamál, allt eru þetta leiðir til að læra meira og meta og deila þekkingu, aðferðum og lausnum frá skóla til skóla, frá kennara til kennara. Þekkingarþorsti kennara, samviskusemi, óeigingirni þeirra við að deila eigin efni og aðferðum með öðrum, umhyggja og stöðug viðleitni í að gera betur fyrir nemendur sína tekur um margt fram þeirri vinnustaðamenningu sem ég hef kynnst og heyrt af á öðrum vinnustöðum. Af einhverjum ástæðum virðist þó tilhneyging til að kenna kennurum einum um þegar námsárangur er ekki eftir væntingum. Þeim er jafnvel borið á brýn að bera ekki hagsmuni nemenda sinna fyrir brjósti heldur eingöngu sína eigin. Það eru hins vegar fleiri breytur sem þarf að skoða þegar námsárangur er skoðaður. Hvað er árangur? Kennarar fá afar mismunandi verkefni í fangið frá ári til árs og flestir meta sennilega ekki sinn besta árangur í starfi út frá meðaleinkunn nemenda sinna. Barn sem tekur framförum, fær áhuga á nýjum viðfangsefnum, sýnir þrautseigju og samstarfshæfni, öðlast sjálfstraust til að takast á við æ flóknari verkefni er ekki endilega barnið með hæstu einkunnirnar en kannski það barn sem kennari telur sig hafa náð mestum árangri með. Börn koma með mismunandi veganesti í skólann og það er ekki raunhæf krafa að þeim sé öllum skilað út í lífið á nákvæmlega sama stað að lokinni grunnskólagöngu þótt kennarar reyni að sjálfsögðu sitt besta. Grunnskólar eru ekki sambærilegir við fyrirtæki í samkeppnisrekstri og það eru fráleit viðmið um gæði skólastarfs að horfa einungis til samræmdra meðaleinkunna nemenda í einstökum fögum. Afhverju segi ég fráleit? Því viðfangsefni grunnskólanna eru manneskjur, flókin, margbreytileg og einstök börn með mismunandi bakgrunn, börn sem glíma við námsvanda, tilfinningavanda og/eða hegðunarvanda, börn sem tala ekki íslensku og börn sem fá mismikinn stuðning, aðhald, ást og hvatningu heimafyrir. Í grunnskólum sjáum við alla flóru mannlífsins og námsárangur í skólum sveiflast á milli ára í takt við þá staðreynd. Öll börn eiga rétt á námi við sitt hæfi í skóla án aðgreiningar. Að stilla skólum upp í samkeppni hver við annan út frá fáum breytum er góð leið til að auka misrétti og stéttaskiptingu. Að viðurkenna að skólarnir standi frammi fyrir mjög svo misflóknum verkefnum og að horfa þurfi til þess þegar kemur að faglegum og fjárhagslegum stuðningi við þá er mun betur til þess fallið að bæta skólastarf og nám fyrir alla nemendur. Samræmt mat á skólastarfi er af hinu góða ef tilgangurinn er raunverulega sá að gera alla skóla betri fyrir öll börn en ekki að draga skólana í dilka. Allir í Versló? Ef við ætlum að meta skóla og störf kennara út frá samræmdum prófum stöndum við þá kannski frammi fyrir því að einhver börn verði talin óæskileg því þau draga niður meðaleinkunnina. Munu skólar vísa frá sér börnum sem þannig er ástatt um? Munu kennarar neita að kenna einhverjum bekkjum eða árgöngum sem þeir vita að muni ekki uppfylla kröfur um háa meðaleinkunn á samræmdum prófum vitandi að störf þeirra verði metin eftir þeim mælikvarða? Munu kennarar halda áfram að hrökklast úr starfi út af álagi og óraunhæfum kröfum? Hverju viljum við....... hverju munum við ná fram með slíkri samkeppni? Á eina markmið grunnskólanna að vera að undirbúa nemendur fyrir nám í Versló? Það má gera betur Auðvitað viljum við öll auka gæði skólastarfs og bæta námsárangur. Auðvitað viljum við að drengir geti lesið sér til gagns og stúlkur glími ekki við kvíða alla skólagönguna. Þetta er viðfangsefni kennara í starfi alla daga. Það er hins vegar ekki einkamál kennara og skóla heldur samfélagsverkefni. Dettum heldur ekki í þá gryfju að stilla skólum og foreldrum upp sem andstæðum pólum þar sem foreldrið gerir kröfurnar og skólinn einn ber skyldurnar. Menntun barna og farsæld þeirra í leik og starfi verður að vera samstarfsverkefni heimila og skóla þar sem báðir aðilar leggja sitt af mörkum og bera sameiginlega ábyrgð. Það má alltaf gera betur. Það er mikilvægt að rýna til gagns og meta gæði starfsins, skólastarf er þar ekki undanskilið. En við þurfum að átta okkur á því víðtæka hlutverki sem grunnskólinn gegnir í samfélaginu og forsendur matsins þurfa að endurspegla það. Það starf sem fer fram í grunnskólum á ekkert skylt við samkeppnisrekstur. Börn eiga ekkert skylt við bisness. Höfundur er þriggja barna móðir og grunnskólakennari með fjölbreytta starfsreynslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þá er komið að því aftur, PISA niðurstöðurnar komnar og þjóðfélagið nötrar. Umræðan fer af stað, misvönduð, misgáfuleg og misgagnleg. Einhverjir kalla nú eftir því að skólastarf verði metið eins og starfsemi fyrirtækja á samkeppnismarkaði og mig langar að ávarpa aðeins þær vangaveltur. Skólastarf í stöðugri þróun Þeir sem þekkja starf grunnskólanna á Íslandi vita að stöðug þróun og endurskoðun á sér stað innan þeirra. Ytra og innra mat, rannsóknir, endurmenntun, kennaraþing, samvinna kennara þvert á skóla, Facebook hópar um skólamál, allt eru þetta leiðir til að læra meira og meta og deila þekkingu, aðferðum og lausnum frá skóla til skóla, frá kennara til kennara. Þekkingarþorsti kennara, samviskusemi, óeigingirni þeirra við að deila eigin efni og aðferðum með öðrum, umhyggja og stöðug viðleitni í að gera betur fyrir nemendur sína tekur um margt fram þeirri vinnustaðamenningu sem ég hef kynnst og heyrt af á öðrum vinnustöðum. Af einhverjum ástæðum virðist þó tilhneyging til að kenna kennurum einum um þegar námsárangur er ekki eftir væntingum. Þeim er jafnvel borið á brýn að bera ekki hagsmuni nemenda sinna fyrir brjósti heldur eingöngu sína eigin. Það eru hins vegar fleiri breytur sem þarf að skoða þegar námsárangur er skoðaður. Hvað er árangur? Kennarar fá afar mismunandi verkefni í fangið frá ári til árs og flestir meta sennilega ekki sinn besta árangur í starfi út frá meðaleinkunn nemenda sinna. Barn sem tekur framförum, fær áhuga á nýjum viðfangsefnum, sýnir þrautseigju og samstarfshæfni, öðlast sjálfstraust til að takast á við æ flóknari verkefni er ekki endilega barnið með hæstu einkunnirnar en kannski það barn sem kennari telur sig hafa náð mestum árangri með. Börn koma með mismunandi veganesti í skólann og það er ekki raunhæf krafa að þeim sé öllum skilað út í lífið á nákvæmlega sama stað að lokinni grunnskólagöngu þótt kennarar reyni að sjálfsögðu sitt besta. Grunnskólar eru ekki sambærilegir við fyrirtæki í samkeppnisrekstri og það eru fráleit viðmið um gæði skólastarfs að horfa einungis til samræmdra meðaleinkunna nemenda í einstökum fögum. Afhverju segi ég fráleit? Því viðfangsefni grunnskólanna eru manneskjur, flókin, margbreytileg og einstök börn með mismunandi bakgrunn, börn sem glíma við námsvanda, tilfinningavanda og/eða hegðunarvanda, börn sem tala ekki íslensku og börn sem fá mismikinn stuðning, aðhald, ást og hvatningu heimafyrir. Í grunnskólum sjáum við alla flóru mannlífsins og námsárangur í skólum sveiflast á milli ára í takt við þá staðreynd. Öll börn eiga rétt á námi við sitt hæfi í skóla án aðgreiningar. Að stilla skólum upp í samkeppni hver við annan út frá fáum breytum er góð leið til að auka misrétti og stéttaskiptingu. Að viðurkenna að skólarnir standi frammi fyrir mjög svo misflóknum verkefnum og að horfa þurfi til þess þegar kemur að faglegum og fjárhagslegum stuðningi við þá er mun betur til þess fallið að bæta skólastarf og nám fyrir alla nemendur. Samræmt mat á skólastarfi er af hinu góða ef tilgangurinn er raunverulega sá að gera alla skóla betri fyrir öll börn en ekki að draga skólana í dilka. Allir í Versló? Ef við ætlum að meta skóla og störf kennara út frá samræmdum prófum stöndum við þá kannski frammi fyrir því að einhver börn verði talin óæskileg því þau draga niður meðaleinkunnina. Munu skólar vísa frá sér börnum sem þannig er ástatt um? Munu kennarar neita að kenna einhverjum bekkjum eða árgöngum sem þeir vita að muni ekki uppfylla kröfur um háa meðaleinkunn á samræmdum prófum vitandi að störf þeirra verði metin eftir þeim mælikvarða? Munu kennarar halda áfram að hrökklast úr starfi út af álagi og óraunhæfum kröfum? Hverju viljum við....... hverju munum við ná fram með slíkri samkeppni? Á eina markmið grunnskólanna að vera að undirbúa nemendur fyrir nám í Versló? Það má gera betur Auðvitað viljum við öll auka gæði skólastarfs og bæta námsárangur. Auðvitað viljum við að drengir geti lesið sér til gagns og stúlkur glími ekki við kvíða alla skólagönguna. Þetta er viðfangsefni kennara í starfi alla daga. Það er hins vegar ekki einkamál kennara og skóla heldur samfélagsverkefni. Dettum heldur ekki í þá gryfju að stilla skólum og foreldrum upp sem andstæðum pólum þar sem foreldrið gerir kröfurnar og skólinn einn ber skyldurnar. Menntun barna og farsæld þeirra í leik og starfi verður að vera samstarfsverkefni heimila og skóla þar sem báðir aðilar leggja sitt af mörkum og bera sameiginlega ábyrgð. Það má alltaf gera betur. Það er mikilvægt að rýna til gagns og meta gæði starfsins, skólastarf er þar ekki undanskilið. En við þurfum að átta okkur á því víðtæka hlutverki sem grunnskólinn gegnir í samfélaginu og forsendur matsins þurfa að endurspegla það. Það starf sem fer fram í grunnskólum á ekkert skylt við samkeppnisrekstur. Börn eiga ekkert skylt við bisness. Höfundur er þriggja barna móðir og grunnskólakennari með fjölbreytta starfsreynslu
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun