Sport

Dag­skráin í dag: Besta deildin og Rey Cup

Siggeir Ævarsson skrifar
Johnny Kenny og Karl Friðleifur Gunnarsson í baráttunni í Evrópuleik Víkinga gegn Shamrock Rovers
Johnny Kenny og Karl Friðleifur Gunnarsson í baráttunni í Evrópuleik Víkinga gegn Shamrock Rovers Vísir/Getty

Rey Cup mótið vinsæla klárast í dag og verða úrslitaleikir mótsins í beinni á Stöð 2 Sport. Þá er Besta deild karla á dagskrá og margt fleira svo að flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi til að horfa á á þessum síðsumars sunnudegi.

Stöð 2 Sport

Rey Cup á sviðið á Stöð 2 Sport fyrri part dagsins. Útsendingar frá úrslitaleikjum mótsins hefjast klukkan 12:00, 13:00, 14:00, 15:00 og 16:00.

Þá tekur Besta deild karla við. Skagamenn taka á móti Stjörnunni klukkan 16:50 og þá taka Íslandsmeistarar Víkings á móti HK og hefst sú útsending klukkan 19:05.

Ísey tilþrifin eru svo á sínum stað að leikjunum í Bestu deild karla loknum, eða klukkan 21:20.

Stöð 2 Sport 4

Þriðji keppnisdagur The Senior open er í dag. Útsending frá mótinu hefst klukkan 11:30.

Um kvöldið, klukkan 22:00, er svo bein útsending frá CPKC Women's Open í LPGA mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

Leikur Fram og Vals í Bestu deild karla er á dagskrá klukkan 19:05.

Vodafone Sport

Bein útsending frá Belgíu kappakstrinum í Formúlu 1 hefst klukkan 12:30.

Bandaríski hafnaboltinn, MLB deildin, á svo sviðið frá 15:30. Þá er viðureign Rays og Reds á dagkskrá. Klukkan 20:00 mætast svo Diamondbacks og Pirates og síðasti leikur kvöldsins er viðureign risanna Yankees og Red Sox. Útsendingin þar hefst klukkan 23:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×