Björtu stjörnurnar frá Suður-Súdan komnar á blað á Ólympíuleikunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2024 14:15 Það var eðlilega mikil gleði í leikslok. Suður-Súdan Landslið Suður-Súdan í körfubolta vakti verðskuldaða athygli í aðdraganda Ólympíuleikanna sem nú fara fram í París þegar það þurfti stjörnuframmistöðu frá LeBron James til að tryggja Bandaríkjunum eins stigs sigur. Björtu stjörnurnar frá Suður-Súdan sýndu í dag það var engin tilviljun að liðið stóð í stjörnuliði Bandaríkjanna þegar það mætti Puerto Rico. Lið Suður-Súdan er með gælunafnið Björtu stjörnurnar og hefur unnið hug allra í heimalandinu sem og víðar um Afríku ef marka má frétt The Guardian. Battling early! pic.twitter.com/UrnpAZW4Gg— South Sudan Basketball (@SSBFed) July 28, 2024 Þjóðin er í 33. sæti heimslista FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, sem er afrek þar sem ekki eru neinir vellir innanhúss í landinu. Þá er vert að taka fram að Suður-Súdan er yngsta land í heimi en landsið fékk sjálfstæði árið 2011 eftir margra ára borgarstyrjöld. Tíð átök, fátækt og hungursneið eru þó enn vandamál sem Suður-Súdan glímir við. Þrátt fyrir að Suður-Súdan sé skipað sumu af hávaxnasta fólki í heimi má segja að Ólympíulið þeirra sé skipað flóttamönnum vegna ástandsins þar í landi. Luol Deng spilaði á sínum tíma fyrir Bretland og átti góðan feril í NBA-deildinni. Hann kemur upprunalega frá Suður-Súdan og hefur bæði þjálfað landsliðið sem og verið forseti körfuknattleiksambandsins þar í landi. Leikmenn liðsins eru nær allt flóttamenn eða þá menn sem fæddust erlendis eftir að foreldrar þeirra flúðu bágar aðstæður þar í landi. Þrátt fyrir allt þetta hefur lið Suður-Súdan vakið mikla athygli undanfarna daga, þá sérstaklega fyrir ótrúlega frammistöðu gegn stjörnuprýddu liði Bandaríkjanna. Vissulega var um vináttuleik að ræða en Bandaríkjamenn fögnuðu ógurlega þegar LeBron tókst að snúa leiknum þeim í hag, lokatölur 101-100. Suður-Súdan hefur haldið góðu gengi sínu áfram og vann frábæran ellefu stiga sigur á Puerto Rico í C-riðli Ólympíuleikanna, lokatölur 90-79. Um er að ræða fyrsta sigur þjóðarinnar á Ólympíuleikunum og hver veit nema þeir verði enn fleiri. HISTORY MADE!! 🇸🇸 pic.twitter.com/8qIYJeVE6h— South Sudan Basketball (@SSBFed) July 28, 2024 Carlik Jones, fyrrverandi leikmaður Dallas Mavericks, Denver Nuggets og Chicago Bulls, var stigahæstur með 22 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bul Kuol, leikmaður Sydney Kings í Ástralíu, með 17 stig, 3 fráköst og jafn margar stoðsendingar. Þá skoraði Wenyen Gabriel 9 stig og tók 9 fráköst en hann hefur spilað fyrir lið á borð við Sacramento Kings, Portland Trail Blazers, New Orleans Pelicans, Brooklyn Nets, Los Angeles Lakers og Clippers ásamt Memphis Grizzlies. Körfubolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
Björtu stjörnurnar frá Suður-Súdan sýndu í dag það var engin tilviljun að liðið stóð í stjörnuliði Bandaríkjanna þegar það mætti Puerto Rico. Lið Suður-Súdan er með gælunafnið Björtu stjörnurnar og hefur unnið hug allra í heimalandinu sem og víðar um Afríku ef marka má frétt The Guardian. Battling early! pic.twitter.com/UrnpAZW4Gg— South Sudan Basketball (@SSBFed) July 28, 2024 Þjóðin er í 33. sæti heimslista FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, sem er afrek þar sem ekki eru neinir vellir innanhúss í landinu. Þá er vert að taka fram að Suður-Súdan er yngsta land í heimi en landsið fékk sjálfstæði árið 2011 eftir margra ára borgarstyrjöld. Tíð átök, fátækt og hungursneið eru þó enn vandamál sem Suður-Súdan glímir við. Þrátt fyrir að Suður-Súdan sé skipað sumu af hávaxnasta fólki í heimi má segja að Ólympíulið þeirra sé skipað flóttamönnum vegna ástandsins þar í landi. Luol Deng spilaði á sínum tíma fyrir Bretland og átti góðan feril í NBA-deildinni. Hann kemur upprunalega frá Suður-Súdan og hefur bæði þjálfað landsliðið sem og verið forseti körfuknattleiksambandsins þar í landi. Leikmenn liðsins eru nær allt flóttamenn eða þá menn sem fæddust erlendis eftir að foreldrar þeirra flúðu bágar aðstæður þar í landi. Þrátt fyrir allt þetta hefur lið Suður-Súdan vakið mikla athygli undanfarna daga, þá sérstaklega fyrir ótrúlega frammistöðu gegn stjörnuprýddu liði Bandaríkjanna. Vissulega var um vináttuleik að ræða en Bandaríkjamenn fögnuðu ógurlega þegar LeBron tókst að snúa leiknum þeim í hag, lokatölur 101-100. Suður-Súdan hefur haldið góðu gengi sínu áfram og vann frábæran ellefu stiga sigur á Puerto Rico í C-riðli Ólympíuleikanna, lokatölur 90-79. Um er að ræða fyrsta sigur þjóðarinnar á Ólympíuleikunum og hver veit nema þeir verði enn fleiri. HISTORY MADE!! 🇸🇸 pic.twitter.com/8qIYJeVE6h— South Sudan Basketball (@SSBFed) July 28, 2024 Carlik Jones, fyrrverandi leikmaður Dallas Mavericks, Denver Nuggets og Chicago Bulls, var stigahæstur með 22 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bul Kuol, leikmaður Sydney Kings í Ástralíu, með 17 stig, 3 fráköst og jafn margar stoðsendingar. Þá skoraði Wenyen Gabriel 9 stig og tók 9 fráköst en hann hefur spilað fyrir lið á borð við Sacramento Kings, Portland Trail Blazers, New Orleans Pelicans, Brooklyn Nets, Los Angeles Lakers og Clippers ásamt Memphis Grizzlies.
Körfubolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira