Ástbjörn og Gyrðir búnir að semja við KR Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2024 10:35 Ástbjörn Þórðarson í baráttunni gegn Fylki í sumar. Hann er á leið heim til KR en ekki er víst hvort það verði í haust eða strax í sumar. Vísir/Diego Fótboltamennirnir Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hafa náð samkomulagi um að leika með KR á næstu leiktíð. Samningur þeirra við FH rennur út að yfirstandandi leiktíð lokinni. Þeir Ástbjörn og Gyrðir eru báðir uppaldir í Vesturbænum en hafa stundað iðju sína í svarthvítum búningi FH-inga síðustu ár. Þeir hafa verið orðaðir við heimkomu vestur í bæ en samkvæmt heimildum Vísis hefur KR náð samkomulagi við tvímenningana um að ganga í raðir félagsins þegar samningur þeirra við FH rennur út í haust. Sömu heimildir herma að KR vinni að lausn með FH þess efnis að fá leikmennina tvo strax til félagsins en félagsskiptaglugginn er opinn fram í miðjan ágúst. KR þarf á liðsstyrk að halda. Liðið er með 14 stig í níunda sæti, þremur stigum frá botni deildarinnar. KR hefur spilað sjö leiki án þess að vinna, en síðasti sigur var gegn FH þann 20. maí síðastliðinn. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson er einnig á leið heim í Vesturbæ.Vísir/Hulda Margrét Gyrðir Hrafn er 25 ára gamall fjölhæfur miðjumaður sem fór frá KR til Leiknis árið 2019 og fór þaðan til FH fyrir síðustu leiktíð. Hann skoraði sex mörk fyrir Hafnfirðinga í fyrra en hefur í ár skorað eitt mark í 16 leikjum. Ástbjörn er jafnaldri Gyrðis og leikur sem hægri bakvörður. Hann hefur leikið fyrir Víking Ólafsvík, Gróttu og Keflavík en verið á mála hjá FH frá 2022. Hann er meiddur sem stendur og var ekki í leikmannahópi FH í sigri liðsins á Vestra á Ísafirði í gær. Í samtali við íþróttadeild gat Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, ekki staðfest tíðindin. „Ég sinni ekki samningaviðræðunum og veit ekki stöðuna á því. Það myndi vissulega gleðja mig að fá tvo uppalda KR-inga og hörkuflotta stráka hingað,“ sagði Pálmi í samtali við Vísi. KR á mikilvægan leik fyrir höndum í kvöld þegar KA heimsækir Vesturbæinn. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Að honum loknum gerir Stúkan alla umferðina í Bestu deildinni upp, klukkan 20:15. KR FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ferli Theódórs Elmars ekki lokið: „Gríðarlegur léttir“ Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason fékk heldur betur góðar fréttir í dag þegar hann komst að því að hann væri ekki með slitið krossband eins og óttast hafði verið. 27. júlí 2024 15:03 KR með versta árangurinn í Bestu deildinni frá 16. apríl KR er það lið sem hefur fengið fæst stig í Bestu deild karla í fótbolta í síðustu þrettán umferðum. KR tapaði 4-2 á móti Breiðabliki í gærkvöldi. 22. júlí 2024 11:31 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Þeir Ástbjörn og Gyrðir eru báðir uppaldir í Vesturbænum en hafa stundað iðju sína í svarthvítum búningi FH-inga síðustu ár. Þeir hafa verið orðaðir við heimkomu vestur í bæ en samkvæmt heimildum Vísis hefur KR náð samkomulagi við tvímenningana um að ganga í raðir félagsins þegar samningur þeirra við FH rennur út í haust. Sömu heimildir herma að KR vinni að lausn með FH þess efnis að fá leikmennina tvo strax til félagsins en félagsskiptaglugginn er opinn fram í miðjan ágúst. KR þarf á liðsstyrk að halda. Liðið er með 14 stig í níunda sæti, þremur stigum frá botni deildarinnar. KR hefur spilað sjö leiki án þess að vinna, en síðasti sigur var gegn FH þann 20. maí síðastliðinn. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson er einnig á leið heim í Vesturbæ.Vísir/Hulda Margrét Gyrðir Hrafn er 25 ára gamall fjölhæfur miðjumaður sem fór frá KR til Leiknis árið 2019 og fór þaðan til FH fyrir síðustu leiktíð. Hann skoraði sex mörk fyrir Hafnfirðinga í fyrra en hefur í ár skorað eitt mark í 16 leikjum. Ástbjörn er jafnaldri Gyrðis og leikur sem hægri bakvörður. Hann hefur leikið fyrir Víking Ólafsvík, Gróttu og Keflavík en verið á mála hjá FH frá 2022. Hann er meiddur sem stendur og var ekki í leikmannahópi FH í sigri liðsins á Vestra á Ísafirði í gær. Í samtali við íþróttadeild gat Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, ekki staðfest tíðindin. „Ég sinni ekki samningaviðræðunum og veit ekki stöðuna á því. Það myndi vissulega gleðja mig að fá tvo uppalda KR-inga og hörkuflotta stráka hingað,“ sagði Pálmi í samtali við Vísi. KR á mikilvægan leik fyrir höndum í kvöld þegar KA heimsækir Vesturbæinn. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Að honum loknum gerir Stúkan alla umferðina í Bestu deildinni upp, klukkan 20:15.
KR FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ferli Theódórs Elmars ekki lokið: „Gríðarlegur léttir“ Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason fékk heldur betur góðar fréttir í dag þegar hann komst að því að hann væri ekki með slitið krossband eins og óttast hafði verið. 27. júlí 2024 15:03 KR með versta árangurinn í Bestu deildinni frá 16. apríl KR er það lið sem hefur fengið fæst stig í Bestu deild karla í fótbolta í síðustu þrettán umferðum. KR tapaði 4-2 á móti Breiðabliki í gærkvöldi. 22. júlí 2024 11:31 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Ferli Theódórs Elmars ekki lokið: „Gríðarlegur léttir“ Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason fékk heldur betur góðar fréttir í dag þegar hann komst að því að hann væri ekki með slitið krossband eins og óttast hafði verið. 27. júlí 2024 15:03
KR með versta árangurinn í Bestu deildinni frá 16. apríl KR er það lið sem hefur fengið fæst stig í Bestu deild karla í fótbolta í síðustu þrettán umferðum. KR tapaði 4-2 á móti Breiðabliki í gærkvöldi. 22. júlí 2024 11:31