Gera bíómynd um deilu Roy Keane og Mick McCarthy fyrir HM 2002 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2024 13:09 Fræg ljósmynd af Mick McCarthy og Roy Keane á eyjunni Saipan. getty/Andrew Paton Kvikmynd um uppákomuna á HM 2002, þegar Roy Keane yfirgaf herbúðir írska fótboltalandsliðsins, verður frumsýnd næsta sumar. Gamanleikarinn þekkti, Steve Coogan, mun fara með hlutverk landsliðsþjálfarans Micks McCarthy sem Keane lenti upp á kant við. Éanna Hardwicke mun leika Keane sem var fyrirliði írska landsliðsins á þessum tíma. Í aðdraganda HM í Suður-Kóreu og Japan dvaldi írska landsliðið á eyjunni Saipan í Vestur-Kyrrahafi. Keane var verulega ósáttur við aðstæður á staðnum og aðbúnað írska liðsins. Og hann þoldi ekki McCarthy. Á endanum sprakk Keane, urðaði yfir McCarthy fyrir framan írska hópinn og sagði honum meðal annars að troða heimsmeistaramótinu upp í óæðri endann á sér. McCarthy sendi Keane í kjölfarið heim. Uppákoman vakti mikla athygli og írska þjóðin skiptist í fylkingar. Fólk stóð annað hvort með Keane eða McCarthy og írska knattspyrnusambandinu. „Milljónir orða hafa verið skrifaðar um hvað gerðist þessa örlagaríku viku 2002 á dvergeyjunni Saipan. Á næsta ári fá áhorfendur loks að upplifa deilu Roys Keane og Micks McCarthy og af hverju þetta var kallað versti undirbúningur fyrir heimsmeistaramót,“ sögðu framleiðendur myndarinnar, Macdara Kelleher og John Keville. Írar féllu úr leik fyrir Spánverjum í sextán liða úrslitum á HM 2002. McCarthy hætti sem landsliðsþjálfari sama ár. Hann tók svo aftur við írska landsliðinu 2018 og stýrði því í tvö ár. Keane sneri aftur í landsliðið 2004 og lék svo sinn síðasta landsleik ári seinna. Bíó og sjónvarp Írland Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Sjá meira
Gamanleikarinn þekkti, Steve Coogan, mun fara með hlutverk landsliðsþjálfarans Micks McCarthy sem Keane lenti upp á kant við. Éanna Hardwicke mun leika Keane sem var fyrirliði írska landsliðsins á þessum tíma. Í aðdraganda HM í Suður-Kóreu og Japan dvaldi írska landsliðið á eyjunni Saipan í Vestur-Kyrrahafi. Keane var verulega ósáttur við aðstæður á staðnum og aðbúnað írska liðsins. Og hann þoldi ekki McCarthy. Á endanum sprakk Keane, urðaði yfir McCarthy fyrir framan írska hópinn og sagði honum meðal annars að troða heimsmeistaramótinu upp í óæðri endann á sér. McCarthy sendi Keane í kjölfarið heim. Uppákoman vakti mikla athygli og írska þjóðin skiptist í fylkingar. Fólk stóð annað hvort með Keane eða McCarthy og írska knattspyrnusambandinu. „Milljónir orða hafa verið skrifaðar um hvað gerðist þessa örlagaríku viku 2002 á dvergeyjunni Saipan. Á næsta ári fá áhorfendur loks að upplifa deilu Roys Keane og Micks McCarthy og af hverju þetta var kallað versti undirbúningur fyrir heimsmeistaramót,“ sögðu framleiðendur myndarinnar, Macdara Kelleher og John Keville. Írar féllu úr leik fyrir Spánverjum í sextán liða úrslitum á HM 2002. McCarthy hætti sem landsliðsþjálfari sama ár. Hann tók svo aftur við írska landsliðinu 2018 og stýrði því í tvö ár. Keane sneri aftur í landsliðið 2004 og lék svo sinn síðasta landsleik ári seinna.
Bíó og sjónvarp Írland Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Sjá meira