Logi snýr aftur í Njarðvíkurliðið: „Ofboðslega spennandi tími” Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 10:00 Logi Gunnarsson er kominn aftur í slaginn en þó ekki sem leikmaður. Vísir/Hulda Margrét Logi Gunnarsson er orðinn aftur hluti af karlaliði Njarðvíkur eftir eins árs fjarveru en hann er nú mættur aftur í nýtt hlutverk. Njarðvíkingar tilkynntu það í gær að Logi Gunnarsson verði aðstoðarþjálfari hjá Rúnari Inga Erlingssyni í Bónus-deildinni á komandi tímabili. Þetta er fyrsta þjálfunarstaða Loga í meistaraflokki en síðastliðinn áratug hefur hann verið yfirþjálfari yngri flokka í Njarðvík og á síðasta vetri stýrði hann 10. og 12. flokki karla hjá Njarðvík. Logi lagði skóna á hilluna vorið 2023. Hann lék alls 379 leiki fyrir Njarðvík á Íslandsmóti, 291 í deild og 88 í úrslitakeppni, og skoraði í þeim 730 þrista og 5016 alls stig. Aðeins þrír leikmenn hafa spilað fleiri leiki fyrir Njarðvík í úrvalsdeild (Teitur Örlygsson, Friðrik Ragnarsson og Friðrik Stefánsson) og aðeins Teitur hefur skorað fleiri stig. Þá eru ótalin tíu ár Loga sem atvinnumaður í Evrópu. Nú kemur Logi inn í nýtt hlutverk hjá Njarðvíkingum og reynsla hans ætti að nýtast liðinu afar vel. Rúnar Ingi tók við karlaliðinu í sumar en hann hefur haldið þétt um taumana hjá kvennaliði Njarðvíkur síðustu tímabil, gerði liðið meðal annars að Íslandsmeisturum vorið 2023 og fór með liðið í lokaúrslitin á síðasta tímabili. „Logi kemur með mikla reynslu að borðinu og við í stjórn erum mjög ánægð með þetta öfluga teymi sem mun stýra karlaliðinu okkar í vetur. Rúnar og Logi fá það verðuga verkefni að fara með Njarðvíkurliðið á nýjan heimavöll og skapa þar nýjar og góðar minningar með leikmönnum, stuðningsmönnum og samstarfsaðilium. Það er ofboðslega spennandi tími framundan hjá Njarðvíkingum og við bíðum spennt eftir að sjá samstarf Rúnars og Loga hefjast,” sagði Halldór Karlsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í frétt á síðu Njarðvíkur. View this post on Instagram A post shared by Njarðvík (@umfnofficial) UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Fleiri fréttir „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Sjá meira
Njarðvíkingar tilkynntu það í gær að Logi Gunnarsson verði aðstoðarþjálfari hjá Rúnari Inga Erlingssyni í Bónus-deildinni á komandi tímabili. Þetta er fyrsta þjálfunarstaða Loga í meistaraflokki en síðastliðinn áratug hefur hann verið yfirþjálfari yngri flokka í Njarðvík og á síðasta vetri stýrði hann 10. og 12. flokki karla hjá Njarðvík. Logi lagði skóna á hilluna vorið 2023. Hann lék alls 379 leiki fyrir Njarðvík á Íslandsmóti, 291 í deild og 88 í úrslitakeppni, og skoraði í þeim 730 þrista og 5016 alls stig. Aðeins þrír leikmenn hafa spilað fleiri leiki fyrir Njarðvík í úrvalsdeild (Teitur Örlygsson, Friðrik Ragnarsson og Friðrik Stefánsson) og aðeins Teitur hefur skorað fleiri stig. Þá eru ótalin tíu ár Loga sem atvinnumaður í Evrópu. Nú kemur Logi inn í nýtt hlutverk hjá Njarðvíkingum og reynsla hans ætti að nýtast liðinu afar vel. Rúnar Ingi tók við karlaliðinu í sumar en hann hefur haldið þétt um taumana hjá kvennaliði Njarðvíkur síðustu tímabil, gerði liðið meðal annars að Íslandsmeisturum vorið 2023 og fór með liðið í lokaúrslitin á síðasta tímabili. „Logi kemur með mikla reynslu að borðinu og við í stjórn erum mjög ánægð með þetta öfluga teymi sem mun stýra karlaliðinu okkar í vetur. Rúnar og Logi fá það verðuga verkefni að fara með Njarðvíkurliðið á nýjan heimavöll og skapa þar nýjar og góðar minningar með leikmönnum, stuðningsmönnum og samstarfsaðilium. Það er ofboðslega spennandi tími framundan hjá Njarðvíkingum og við bíðum spennt eftir að sjá samstarf Rúnars og Loga hefjast,” sagði Halldór Karlsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í frétt á síðu Njarðvíkur. View this post on Instagram A post shared by Njarðvík (@umfnofficial)
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Fleiri fréttir „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Sjá meira