„Virðist vera partur af því að reka verslun á Íslandi í dag“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. júlí 2024 18:00 Eiganda King Kong þykir líklegt að þjófurinn hafi skorið sig við að klöngrast inn um gluggann. Eigandi verslunarinnar King Kong segir svo virðast sem innbrot séu fastur liður í því að reka söluturn á Íslandi í dag. Brotist var inn í King Kong við Auðbrekku í Kópavogi í nótt, rúmum sjö mánuðum eftir að brotist var inn í samnefnda verslun við Höfðabakka. „Ég fékk í rauninni tilkynningu í símann um að þjófavarnarkerfið væri farið í gang og kíkti síðan nánar á það og sá að einhver var að skríða inn um hana,“ segir Jón Þór Ágústsson eigandi King Kong í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá. Á myndbandsupptöku úr öryggismyndavél má sjá þjófinn brjóta rúðu á hurðinni sem leiðir inn í verslunina og stökkva í gegn um gatið. „Hann hefur örugglega skorið sig við að hoppa yfir þessa brotnu rúðu. En við sáum samt ekkert blóð, sem var furðulegt,“ segir Jón Þór. Hann segir þjófinn hafa stolið peningakassanum úr afgreiðsluborðinu. Lögregla hafi verið kölluð til um leið og ljóst var hvað væri á seyði og handtekið manninn á staðnum. Jóni Þór þykir ólíklegt að innbrotið hafi verið skipulagt, maðurinn hafi verið einn á ferð og ekki valdið nærri jafn miklu tjóni og þegar brotist var inn í King Kong verslunina við Höfðabakka aðfaranótt Þorláksmessu í fyrra, þegar tveir þjófar tæmdu hillur verslunarinnar, sem hlaðnar voru rafrettum. Myndband af því innbroti má sjá hér að neðan. Tjón innbrotsins í nótt hafi þó velt á nokkur hundruð þúsund krónum. „Þetta er svolítið pirrandi, og virðist eiginlega vera partur af því að reka verslun á Íslandi í dag. Það er mikið um svona rugl,“ segir Jón Þór. Lögreglumál Rafrettur Verslun Tengdar fréttir Tæmdu hillur King Kong á níutíu sekúndum Brotist var inn í verslunina King Kong á Höfðabakka í nótt, þar sem þjófar tæmdu hillur vape verslunarinnar ofan í töskur og hlupu síðan á brott. Eigandi verslunarinnar segir tjónið töluvert. 23. desember 2023 13:05 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Ég fékk í rauninni tilkynningu í símann um að þjófavarnarkerfið væri farið í gang og kíkti síðan nánar á það og sá að einhver var að skríða inn um hana,“ segir Jón Þór Ágústsson eigandi King Kong í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá. Á myndbandsupptöku úr öryggismyndavél má sjá þjófinn brjóta rúðu á hurðinni sem leiðir inn í verslunina og stökkva í gegn um gatið. „Hann hefur örugglega skorið sig við að hoppa yfir þessa brotnu rúðu. En við sáum samt ekkert blóð, sem var furðulegt,“ segir Jón Þór. Hann segir þjófinn hafa stolið peningakassanum úr afgreiðsluborðinu. Lögregla hafi verið kölluð til um leið og ljóst var hvað væri á seyði og handtekið manninn á staðnum. Jóni Þór þykir ólíklegt að innbrotið hafi verið skipulagt, maðurinn hafi verið einn á ferð og ekki valdið nærri jafn miklu tjóni og þegar brotist var inn í King Kong verslunina við Höfðabakka aðfaranótt Þorláksmessu í fyrra, þegar tveir þjófar tæmdu hillur verslunarinnar, sem hlaðnar voru rafrettum. Myndband af því innbroti má sjá hér að neðan. Tjón innbrotsins í nótt hafi þó velt á nokkur hundruð þúsund krónum. „Þetta er svolítið pirrandi, og virðist eiginlega vera partur af því að reka verslun á Íslandi í dag. Það er mikið um svona rugl,“ segir Jón Þór.
Lögreglumál Rafrettur Verslun Tengdar fréttir Tæmdu hillur King Kong á níutíu sekúndum Brotist var inn í verslunina King Kong á Höfðabakka í nótt, þar sem þjófar tæmdu hillur vape verslunarinnar ofan í töskur og hlupu síðan á brott. Eigandi verslunarinnar segir tjónið töluvert. 23. desember 2023 13:05 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Tæmdu hillur King Kong á níutíu sekúndum Brotist var inn í verslunina King Kong á Höfðabakka í nótt, þar sem þjófar tæmdu hillur vape verslunarinnar ofan í töskur og hlupu síðan á brott. Eigandi verslunarinnar segir tjónið töluvert. 23. desember 2023 13:05