Að minnsta kosti 973 börn frumbyggja létust á heimavistarskólum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2024 07:52 Donovan Archambault segir frá reynslu sinni. AP/Matthew Brown Að minnsta kosti 973 börn frumbyggja dóu í heimavistarskólum í Bandaríkjunum sem reknir voru af yfirvöldum eða trúarstofnunum. Markmiðið með vistun barnanna var að aðlaga þau hvítu samfélagi. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem innanríkisráðherrann Deb Haaland fyrirskipaði en Haaland tilheyrir Laguna Pueblo-ættbálkinum í Nýju-Mexíkó og er fyrsti frumbygginn til að verða ráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Rannsóknin leiddi í ljós merktar og ómerktar grafir við 65 af yfir 400 skólum sem reknir voru á 150 ára tímabili en nokkrir skólar voru enn starfræktir fram til 1969. Börnin eru talin hafa látist af völdum illrar meðferðar og sjúkdóma og fleiri börn kunna að hafa dáið eftir að hafa verið send veik heim. Að sögn Haaland var um að ræða kerfisbundna tilraun til að útrýma „frumbyggjavandamálinu“ með því að einangra börnin, neita þeim um að læra um uppruna sinn og banna þeim að tala tungumálið sitt, svo eitthvað sé nefnt. Flest börnin voru látin vinna, til að mynda í iðnaði og landbúnaði. Rannsóknarnefndin efndi til funda þar sem þolendur gátu mætt og tjáð sig. Einn þeirra, Donovan Archambault, 85 ára, sagðist hafa verið sendur í skólana allt frá því að hann var aðeins ellefu ára gamall. Þar var hann neyddur til að klippa hár sitt og bannað að tala tungumálið sitt. Lífsreynslan leiddi Archambault út í drykkju, áður en honum tókst að snúa blaðinu við eftir tvo áratugi. „Afsökunarbeiðni er þörf. Þeir ættu að biðjast afsökunar,“ sagði Archambault í samtali við Associated Press. „En það þarf líka að fræða fólk um það hvað kom fyrir okkur. Fyrir mér er þetta partur af gleymdri sögu.“ Guardian fjallaði um málið. Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem innanríkisráðherrann Deb Haaland fyrirskipaði en Haaland tilheyrir Laguna Pueblo-ættbálkinum í Nýju-Mexíkó og er fyrsti frumbygginn til að verða ráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Rannsóknin leiddi í ljós merktar og ómerktar grafir við 65 af yfir 400 skólum sem reknir voru á 150 ára tímabili en nokkrir skólar voru enn starfræktir fram til 1969. Börnin eru talin hafa látist af völdum illrar meðferðar og sjúkdóma og fleiri börn kunna að hafa dáið eftir að hafa verið send veik heim. Að sögn Haaland var um að ræða kerfisbundna tilraun til að útrýma „frumbyggjavandamálinu“ með því að einangra börnin, neita þeim um að læra um uppruna sinn og banna þeim að tala tungumálið sitt, svo eitthvað sé nefnt. Flest börnin voru látin vinna, til að mynda í iðnaði og landbúnaði. Rannsóknarnefndin efndi til funda þar sem þolendur gátu mætt og tjáð sig. Einn þeirra, Donovan Archambault, 85 ára, sagðist hafa verið sendur í skólana allt frá því að hann var aðeins ellefu ára gamall. Þar var hann neyddur til að klippa hár sitt og bannað að tala tungumálið sitt. Lífsreynslan leiddi Archambault út í drykkju, áður en honum tókst að snúa blaðinu við eftir tvo áratugi. „Afsökunarbeiðni er þörf. Þeir ættu að biðjast afsökunar,“ sagði Archambault í samtali við Associated Press. „En það þarf líka að fræða fólk um það hvað kom fyrir okkur. Fyrir mér er þetta partur af gleymdri sögu.“ Guardian fjallaði um málið.
Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira